Feykir


Feykir - 06.06.2013, Blaðsíða 10

Feykir - 06.06.2013, Blaðsíða 10
10 Feykir 22/2013 Mikið um að vera á sjómannadaginn Sjómannadagurinn 2013 Á Sauðárkróki var skipuð sérstök bryggju- nefnd, með það að markmiði að endurvekja þá stemmingu sem nefndarmenn þekktu frá sjómannadeginum úr barnæsku sinni. Hátíðarhöldin höfðu verið haldin undanfarin ár í Kjarnanum en ákveðið var að flytja skemmtunina aftur yfir á bryggjuna. Þar var mikið um að vera á laugardaginn og ekki var annað að sjá en að vel hefði tekist til. Á Hofsósi sá Björgunarsveitin Grettir um skipulagningu og undirbúning sjómannadags- ins sem haldinn var hátíðlega sunnudaginn 2. júní sl. Slysavarnadeildin Harpa var með glæsilegt kaffihlaðborð líkt og ávallt og styrkti Grettir um 150 þúsund krónur til breytinga á aðstöðu félagasins. Á Skagaströnd hafði Björgunarsveitin Strönd veg og vanda af deginum eins og áður. Boðið var upp á skrúðgöngu, sjómannamessu, skemmti- siglingu, leiki, glens og gaman. Dagskráin end- aði svo á stórdansleik með Sigga Hlö. /GSG Myndirnar tóku Bylgja Finnsdóttir á Hofsósi, Ásdís Birta Árnadóttir á Skagaströnd og Kristín Sigurrós á Sauðárkróki. Hvað ertu með á prjónunum? Ingibjörg Sigfúsdóttir í Álftagerði í Skagafirði Ömmurnar voru báðar saumakonur UMSJÓN kristin@feykir.is Ingibjörg Sigfúsdóttir í Álftagerði sýnir okkur hannyrðir sínar þessa vikuna: -Ég hef alltaf þurft að hafa fleiri en eitt stykki í takinu, stundum er ég í saumavéla- stuði eða sauma bara í höndunum. Núna er ég að leggja lokahönd á Hello Kitty barnateppi handa lítilli Emmu Rakel sem er barnabarn systur minnar. Síðan er ég að sauma dúk handa mági mínum og líka byrjuð á púða sem tengadóttirin á að fá. Ömmur mínar voru saumakonur og ég man fljótt eftir mér sitja við hliðina á saumavélunum hjá þeim og fylgjast með saumaskapnum og sá ótrúlega margar konur bæði á Siglufirði og Sauðárkróki máta væntanlega sparikjóla. Þetta var bara gaman. Þegar ég var 11 ára gaf móðuramma mín mér k l u k k u s t r e n g og sýndi mér hvernig ætti að telja út, það var alveg toppurinn þá. Síðan fór ég að harðangra, það var dásamlegt. Núna er ég mest í bútasaum í allavega útfærsl- um og það er bara skemmtilegt og bútavinkonurnar eftir því. - - - - - Ingibjörg skorar á Valgerði Kristjánsdóttur Einholti að segja okkur frá því sem hún er gera. Prjónaþátturinn fer nú í frí fram á haustið og Valgerður verður því fyrst til að opna hannyrðahirslurnar næsta haust. Barnabörnin fá líka teppi eftir þörfum. „Þennan púða gaf ég vinkonu minni, þarna blanda ég saman bútasum og útsaum.“

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.