Feykir


Feykir - 06.06.2013, Qupperneq 5

Feykir - 06.06.2013, Qupperneq 5
22/2013 Feykir 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/sport Golfarar farnir að sveifla kylfum Búið að opna Hlíðarendavöll Sl. fimmtudag var Hlíðarendavöllur opnaður inn á sumarflatir. Á heimasíðu Golfklúbbs Sauðárkróks segir að óhætt sé að spila völlinn þrátt fyrir ýmsar skemmdir á flötum og á brautum. Þrátt fyrir allt er völlurinn í þokkalegu standi. Á síðunni segir að búið sé að sá í og sanda flatir og eru kylfingar sérstaklega beðnir um að ganga vel um, lagfæra kylfu- og boltaför. Bleyta er á sumum brautum og eru kylfingar jafnframt beðnir um að velja heppilega gönguleið framhjá bleytunni. /PF Grindvíkingar of sterkir fyrir Stólana Grindavík og Tindastóll mættust í 1. deildinni í knattspyrnu sl. sunnudag suður með sjó. Leikur liðanna þótti skemmtilegur á að horfa þrátt fyrir að Grindavíkur- golan hafi gert leikmönnum lífið leitt. Heimamenn reyndust gæfuríkari upp við markið og sigruðu 4-1. Stefán Þór Pálsson kom Grindavík yfir eftir 14 mínútna leik með skalla eftir aukaspyrnu og sjö mínútum síðar skoraði Juraj Grizelj annað markið beint úr hornspyrnu. Stólarnir, sem spiluðu ágætlega í leiknum, minnkuðu muninn skömmu síðar og þar var á ferðinni markamaskínan Atli Arnarson. Staðan 2-1 í hálfleik. Á 62. mínútu skoraði Jóhann Helgason fyrir heimamenn og aftur kom markið eftir hornspyrnu en Tindastólsmönnum gekk brösu- lega að verjast föstum leikatriðum Grindvíkinga. Fjórða markið gerðu Grindvíkingar síðan á 79. mínútu og þar var á ferðinni Óli Baldur Bjarnason og lokatölur 4-1. Lið Tindastóls er nú í sjöunda sæti í 1. deild með 5 stig eftir fjóra leiki. /ÓAB 1. deild karla : Grindavík - Tindastóll 4-1 Svekkjandi jafntefli í Ólafsvík Þrátt fyrir að stelpurnar í Tindastól væri mun sterkari sterkari aðilinn í leik þeirra gegn Víkingi Ólafsvík sl. laugardag náðu þær ekki að setja boltann í netið nema einu sinni en gegn gangi leiksins og eftir slæm varnarmistök fengu þær á sig eitt mark alveg í blálokin. Á Tindastóll.is segir að fyrstu 30 mínúturnar hafi leikurinn að mestu farið fram á vallarhelmingi Víkings. Stólarnir voru ógnandi framá við og náði liðið hvað eftir annað upp mjög góðu spili þar sem kantarnir voru vel not- aðir og áttu Guðný og Carolyn fín hlaup og ágætar fyrirgjafir en ekki náðu stelpurnar að nýta þau færi sem fengust. „Það segir nokkuð um hversu vel Tindastóll var að spila fyrstu mínúturnar að fyrsta skot Víkings á mark kom ekki fyrr en á 24. mínútu. Vík- ingur átt svo hættulegt skot á 28. mín. sem Bryndís varði vel. 1. deild kvenna : Víkingur Ólafsvík - Tindastóll 1-1 Vörnin var sterk í fyrri hálfleik og þær hættur sem sköpuðust voru langskot utan af velli sem Bryndís var ekki í vandræðum með, en Tindastólsstúlkur áttu mun hættulegri færi en inn vildi boltinn ekki,“ segir á heimasíðu Tindastóls. Þegar um stundarfjórð- ungur var til leiksloka þurfti Guðný Þóra Guðnadóttir að yfirgefa völlinn eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg. Þegar venjulegum leiktíma var lokið fengu stelpurnar kjaftshöggið og í fyrsta skipti í leiknum kom Víkingur boltanum inní teig hjá Stólunum eftir varnarmis- tök og eftir „klafs“ inní teig ná þær að pota boltanum í netið og jafna. Gífurleg vonbrigði eftir ágætan leik hjá stelpunum okkar og sem voru betri aðilinn stærsta hluta leiksins. Næsti leikur liðsins er við Fylki á útivelli í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Fyrsti heimaleikur liðsins verður svo 15. júní gegn Fram. Sjá nánari lýsingu á Tindastóll.is. /PF ( TÓN-LYSTIN ) palli@feykir.is Vignir Kjartansson / bassaleikari með meiru ...ALLS ENGAN JAZZ!!!!! Vignir Kjartansson býr nú á Víðigrundinni á Sauðárkróki en tilraunir til uppeldis fóru fram á Skógargötunni og í Dalatúninu hér áður fyrr. Vignir er af árgangi 1976 og hefur verið viðloðandi tónlist næstum frá þeim tíma og uppáhalds tónlistartímabil hans spannar breitt tímabil eða frá 1956- 2013. Hljóðfærið er aðallega bassagítar en Vignir segist gutla einnig á gítar og nokkur önnur hljóðfæri. Þegar hann er spurður hver helstu tónlistarafrek séu segir hann: -Ég vona að þau séu enn ógerð. Vignir svarar hér spurningunum í Tón-lystinni. Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? -Nýja David Bowie platan, Skálmöld, Dimma, Daft Punk. Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? -Það var nú ýmislegt gott til þar, The Beatles, Stones, Kinks, Hendrix, Bee Gees, o.fl. frá 1960-1980, svo var líka til ágætt safn af íslenskri tónlist. Ég hlustaði á þetta allt en á unglingsárunum fór ég að hlusta Nirvana, Pearl Jam, R.A.T.M, Metalica, Guns’n’Roses, Pixies, Alice in Chains og allt þetta super rokk sem var nýtt og ferskt í kringum 1990. Það má líka nefna hinn stórgóða David Bowie sem ég hef hlustað á frá því ég man eftir mér og geri enn og að sjálfsögðu The Band, sem er algjörlega eitt af mínum uppáhalds böndum. Það er margt ótalið enn s.s. Pink Floyd, Led Zeppelin, Talking heads, ZZ top, Lynard Synard, The Clash, Bob Dylan, R.H.C.P, Neil Young, Dio, Elvis Costello, Iron Maiden, Fleet- wood Mac, AC/ DC, ég held að listinn sé ótæmandi. BARA ALLS ENGAN JAZZ!!!!! Hver var fyrsta platan/diskurinn/ kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér?- Man nú ekki vinylinn en fyrsti cd-in var Back in Black MEÐ AC/DC. Hvaða græjur varstu þá með? -Kassettutæki, heimilisplötuspilar- ann, en cd-spilarinn kom í hús í kringum 1990. Hvað syngur þú helst í sturtunni? -Ætli það séu ekki lögin sem við baksviðskórinn syngjum í, Tifar tímans hjól. Annars hefur lagið Watching the detectives með Elvis Costello verið sungið nokkuð oft í síðastliðnum sturtuferðum. Bítlarnir eða Bob Dylan? -Bobby á morgnana, Beatles á kveldin. Uppáhalds Júróvisjónlagið (erlent eða innlent eða bæði)? -Tja, nú verður fátt um svör, mér finnst júróið voðalega erfitt áheyrnar oftast nær. Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? -Partýbær með HAM. Það er dauður maður sem hristist ekki í stuð við það. Þú vaknar í rólegheitum á sunnu- dagsmorgni, hvað viltu helst heyra? -Gott soul t.d. Otis Redding, Al green eða bara The Band (er við hæfi allan sólahriginn) Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? -Það eru líkur á að Led Zeppelin komi saman 2014, ég ætla að sjá það, ef það gerist, nokkuð viss um að það verði auðvelt að fá Arnar Kjartansson með í þann túr. Ekki væri verra ef þetta yrði nú í Madison squere garden N.Y. Annars bara Jethro Tull 7. júní, í Hofi á Akureyri með Jóhanni Axel Guðmundssyni. Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt um að vera? -Enginn sér- stakur. En þegar ég var 15 ára dreymdi mig einu sinni Madonnu, fer ekki nánar útí það. Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? -Einhver af þessum plötum er sennilega besta plata sem gerð hefur verið að mínu mati... Dark side of the moon/Pink Floyd, Nevermind/ Nirvana, The Band/ The Band, Big pink/ The Band, Revolver/ The Beatles, London Calling/The Clash. toppurinn Vinsælustu lögin á Playlistanum: The Weight THE BAND Everyday is like Sunday MORRISEY Dig for Fire PIXIES Hit the Lights METALLICA Sleipnir SKÁLMÖLD Þungur kross DIMMA Borgunarbikar karla Tindastóll mætir Víkingi Reykjavík Í vikunni var dregið í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ. Bikarmeistarar KR fara í Breiðholtið og leika gegn Leikni en það skiptir meira máli er að Tindastóll fékk útileik gegn Reykjavíkur Víkingum. Bæði liðin eru í 1. deild og því raunhæfur möguleiki á að Stólarnir geti potað sér í 8 liða úrslit í Borgunarbikarnum og það væri alveg saga til næsta bæjar. Leikurinn fer fram á Víkingsvelli í Reykjavík miðvikudaginn 19. júní og hefst kl. 19:15. /ÓAB

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.