Feykir


Feykir - 06.06.2013, Blaðsíða 7

Feykir - 06.06.2013, Blaðsíða 7
22/2013 Feykir 7 „Hef alltaf haft áhuga á þjóðmálum og stjórnmálum“ Guðbjartur Hannesson settist fyrst á þing árið 2007, gegndi embætti forseta Alþingis 2009, varð félags- og tryggingamála- ráðherra og heilbrigðisráðherra árið 2010 en tók svo við sem velferðarráðherra árið 2011. Guðbjartur býr á Akranesi, giftur Sigrúnu Ásmundsdóttur iðjuþjálfa og á tvær dætur og tvo dóttursyni. Hann er með kennarapróf og tómstunda- og félagsmálafræðinám frá DK (fritidspædagog), meistarapróf í menntun og fjármálum. Guðbjartur er Þingmaðurinn þessa vikuna í Feyki. Starf áður en þingmennskan kallaði: -Kennari á Akranesi og í Danmörku og skólastjóri í Grunda- skóla á Akranesi í aldarfjórðung. Var í bæjarstjórn á Akranesi um 12 ára skeið, 1986–1998, samhliða skólastjórn, vann ýmiss konar störf auk nefndar- og stjórnarstarfa. Hvenær og hvernig vaknaði áhugi þinn á pólitík? -Ég hef alltaf haft áhuga á þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er alinn upp við pólitíska umræðu og umræðu um verkalýðsmál og alls kyns réttinda- mál. Ég varð við áskorun um að fara í bæjarpólitík 1986 og eftir hlé þá lét ég tilleiðast að fara í þingframboð 2007. Hvaða máli værir þú líklegur til að beita þér fyrir á Alþingi framar öðrum? -Ég mun áfram beita mér fyrir ýmsum velferðar- málum, kjörum fólks og þá ekki hvað síst fyrir bættum hag barna- fjölskyldna. Þar má nefna frekari hækkun barnabóta og enn betra og lengra fæðingarorlof, að fylgja eftir gjaldfrjálsum tannlækningum og bættum húsnæðisstuðningi óháð því hvort fólk kýs að kaupa eða leigja. Ég mun enn fremur fylgja eftir eflingu grunnþjónustu heilbrigðis- kerfisins um allt land sem fyrst og afgreiða frumvarp um Almanna- tryggingar til að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Þá munu menntamálin verða í brennidepli hjá mér. Loks er brýnt að vinna í byggða- og atvinnu- málum, sem og grunnþjónustu, en þá á ég við samgöngur, nettengingar, raforkuöryggi, húshitun o.fl. Telur þú að stjórnmálaumhverf- ið hafi breyst eða sé að breytast frá því sem áður var? -Það hafa oft verið átök í stjórn- málum en eftir hrun fannst mér að vinnubrögð hefðu átt að breytast Þingmaðurinn : Guðbjartur Hannesson UMSJÓN palli@feykir.is á danska tónlist s.s. Kim Larsen, Shu-Bi-Dua en einnig á Pink Floyd og Jethro Tull. Í dag hef ég mest gaman af íslenskri tónlist. Ég dáist að og nýt þess að hlusta á okkar unga tónlistarfólk, frábærar hljómsveitir sem eru að vekja athygli um allan heim, sem og einstaklinga eins og Svavar Knút og Ásgeir Trausta. Það er af nógu að taka. Hver er uppáhalds kvikmyndin? -Engin sérstök kvikmynd í uppá- haldi. Nýt þess að fara í kvikmynda- hús eða horfa á góða sjónvarpsmynd, ekki hvað síst góðar danskar og enskar sakamálamyndir. Hvert er uppáhalds íþróttafél- agið? -Akranes, ÍA, er mitt uppá- haldslið en Newcastle í enska boltanum. Fylgist vel með liðunum í kjördæminu, t.d. í körfuboltanum. Þá hefur Íþróttafélag fatlaðra algjörlega heillað mig upp úr skónum. Ein góð saga í lokin: -Þegar menn fara í stjórnmál þá fara hinir og þessir að skipta sér af því hvernig maður lítur út eða klæðist, reynt er að taka góðar myndir af frambjóð- endum fyrir kosningabæklinga og blöð hvort sem þetta hjápar nú eður ei. Þá þurfa frambjóðendur að komast á sem flest mannamót og sumir elta jafnvel uppi jarðarfarir þó ég hafi ekki notað þá aðferð. Þegar ég fór í framboð 2007 þá þáði ég boð um að vera við „vígslu“ róbóta fjóss í Skagafirði, en þar gerðu menn sér glaðan dag við slík tækifæri. Ekki þekkti ég marga í vígslunni og þá ekki allir mig. Einn þeirra sem hafði aðeins fengið sér í tána kom til mín og ávarpaði mig: „Ert þú ekki nýr frambjóðandi hér í kjördæminu?“ Ég játti því. Við- komandi mældi mig hátt og lágt og leit síðan á mig og sagði: „Þú ert miklu ljótari en á myndunum af þér!“ Þeir eru hreinskilnir Skagfirð- ingarnir og kannski eru myndirnar sumar of góðar. meira. Ég hef ávallt talað fyrir sam- starfi stjórnmálaflokka og lausna- miðuðum vinnubrögðum. Næg eru viðfangsefnin og mörg mjög vanda- söm og því ekki ástæða til að dreifa kröftunum. Stjórnarandstaða liðins kjörtímabils valdi hins vegar ófrið- inn og ákvað að verja sérhagsmuni gegn almannahagsmunum, tefja mál og hindra framgang þeirra. Ég ætla að vona að þetta breytist þegar þessir flokkar eiga að axla ábyrgð og ég treysti á að tekist verði á með málefnalegum hætti í þinginu. Hvaða verkefni bíða helst íbúa Norðvesturkjördæmis að þínu mati? -Sömu verkefni og ég taldi hér upp á undan sem mál sem ég vil beita mér fyrir. Það er afkoma fólks, einkum barnafólks, aldraðra- og öryrkja, búsetuskilyrði s.s. grunnþjónusta og atvinna. Ákveðnir hlutar kjördæm- isins hafa þar setið mjög eftir. Hvaða málefni telur þú að brenni helst á íbúum Norður- lands vestra? -Sama og áður hefur verið nefnt, byggða- og atvinnu- málin, búsetuskilyrðin og grunn- þjónustan s.s. heilbrigðismálin, skóla- og menntamálin, bæði hvað varðar Hólaskóla og framhalds- skólann. Tryggja þarf framhalds- deild á Blönduósi, til viðbótar við Hvammstanga og fleira mætti nefna. Þá þarf að styrkja þetta svæði í heild með auknu samstarfi og aukinni samkeppni í héraði. Hvaða áhugamál áttu fyrir utan pólitíkina? -Það hefur verið lítill tími til að sinna öðrum áhugamálum en pólitík. Ég nýt þess að ferðast, koma á nýja staði innanlands og erlendis og hef mjög gaman af íþróttum. Þó er ávallt skemmtilegast að hafa tíma með vinum og fjölskyldunni, og ekki hvað síst dóttursonunum. Hver er uppáhalds tónlistarmað- urinn? -Ég er alæta á tónlist, hef gaman að alls konar tónlist. Ég er gamall bítlaaðdáandi, hlustaði mikið þekkist að lyktarhreinsunarbúnaður sé svo árangursríkur að þrif mæti afgangi. Þrátt fyrir hátæknivæddan lofthreinsibúnað stendur til að gæta fyllsta hreinlætis í nýrri verksmiðju. FISK Seafood er öflugt fyrirtæki sem hefur beitt sér fyrir nýsköpun og framþróun og ýmislegt er í farvatninu en að sögn Margrétar Silju vill FISK Seafood skjóta styrkum stoðum undir atvinnulíf í sveitarfélaginu. -Það hefur verið markmið að sækja þjónustu við hönnun nýrrar verksmiðju í heimabyggð og má ætla að rúmlega 50 heimamenn komi að hönnun eða byggingu nýrrar fiskþurrkunarverksmiðju. Uppi eru áform um að kaupa hundruð metra af færibandi fyrir nýja verksmiðju ósamsett með atvinnusköpun að markmiði. Þá segir Margrét Silja óhætt að segja að fyrirtækið stefni í ótroðnar slóðir í hrá- efnisflutningum, en til stendur að dæla hráefni frá landvinnslu að nýrri verksmiðju í gegnum 400 metra langt rör neðanjarðar. Fyrirhuguð flutningslögn er liður í að auka skilvirkni í framleiðslunni og tryggja enn ferskara hráefni til þurrkunar. -Ætla má að nýjasta hráefnið verði komið í þurrkun einungis örfáum klukku- stundum eftir komu í landvinnslustöð FISK Seafood. Þar að auki er hluti þurrk- búnaðar verksmiðjunnar nýjung í vinnslu sem þessari. Búnaðurinn verður því að hluta frumraun sérfræðinga á sviði inniþurrkunar á fiskafurðum hér á landi, segir Margrét Silja. Tilkoma verksmiðjunnar er liður í þeirri stefnu að fullnýta allt hráefni sem að landi berst og auka þar með verðmætasköpun og segir Margrét Silja að aukin afurða- nýtingin kalli á breytingar í vinnslunni allri. Því eru uppi áform um breytingar og eflingu í landvinnslustöð FISK Seafood. -Hausar, afskurður og beingarðar verða þurrkaðir í nýrri verksmiðju, hluti af því roði sem fellur til verður sútað í Sjávarleðri og annað roð, slóg og annað er til fellur er nýtt í minkafóður. Í Verinu Vísindagörðum, sem FISK Seafood hýsir, fer m.a. fram rannsókna- og þróunarstarf sem snýr að nýtingu fiskafurða. Iceprotein, dótturfyrirtæki FISK Seafood, starfar á sviði líftækni og fæst m.a. við framleiðslu á próteini úr vannýttum sjávarafurðum sem má t.d. skila til baka í formi gæðameiri fiskflaka. Að lokum er Margrét Silja spurð að því hvernig það sé að vinna í fiski? -Ég kann mjög vel við mig hjá fyrirtækinu. Verkefnin eru fjölbreytt og starfsfólkið framsækið. Hugmyndaflugið ræður hér ferðinni og óhætt er að segja að ekkert er óframkvæmanlegt. Ég er hrifin af þeirri stefnu fyrirtækisins að efla atvinnulíf í nágrenninu og þrotlausri vinnu þeirra við að laða hingað þróunarfyrirtæki og skapa störf fyrir ungt fólk. Það er óhætt að segja að landvinnslu- stöðin hafi komið mér á óvart en ég upplifði hana sem tæknivædda verksmiðju þar sem ég var heilluð af verkferlum og fiskvinnsluvélum í stað þeirrar ranghugmyndar sem ég hafði um gamaldags fiskvinnslur.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.