Feykir


Feykir - 06.06.2013, Blaðsíða 11

Feykir - 06.06.2013, Blaðsíða 11
22/2013 Feykir 11 FE Y K IL EG A F LO TT A A FÞ R EY IN G A R H O R N IÐ Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina skal búast við mikilli hamingju næstu daga. Tilvitnun vikunnar Það er árangur en ekki afsakanir sem gefa lífinu gildi. – W. Page Pitt Sudoku Er árin færðust yfir Jóara Sigrúnar vakti það athygli vina hans að kenndir hans er teljast skildu til eðlilegrar náttúru fóru að taka óvænta stefnu. Tók hann upp þann sið að dvelja langdvölum á aflandi sínu Tortólu og þá gjarnan á eintali við bekra sína er hann hafði fengið með mislöglegum hætti. Sér í lagt dálæti hafði Jóari Sigrúnar á hrútskepnu þeirri er hann hafði við goldið gjafarbréfssnepli nokkurra velunnara er þeir færðu honum af tilefni hálftíræðisafmælis. Rauðgerði Benríði ektaspúsu Jóara Sigrúnars líkuðu ekki svo alilla sinnaskipti bónda síns og var henni af því nokkur hægð að hafa honum að mestu aflétt úr skauti sínu. HINRIK MÁR JÓNSSON Örlaga örsögur ÞRÖSTUR KÁRASON -Ég kíki kannski við þegar ég er búinn að vinna. UNNUR FJÓLA HEIÐARSDÓTTIR -Já, við ætlum á bryggjuna. JÓHANNA SIGURLAUG EIRÍKSDÓTTIR -Ég ætla að fara út á bryggju og gera eitthvað smá, er að vinna. TÓMAS GUÐMUNDSSON -Ég verð bara að vinna. ANNA RÚN AUSTMAR -Já ég ætla að fara á bryggjuna og í afmæli. Svavar Atli og Kolbrún María kokka Uppáhalds kjúklinga- réttur Svavars AÐALRÉTTUR Kjúklingur með sætum kartöflum, spínati, fetaosti og furuhnetum 4 – 5 kjúklingabringur 2 meðalstórar sætar kartöflur 1 lítill poki spínat 1 krukka fetaostur 1 poki furuhnetur Aðferð: Kjúklingur er skorinn niður í bita, kryddaður með salti og pipar og léttsteiktur. Olíu af fetaosti er hellt í botninn á eldföstu móti, sætu kartöflurnar er rifnar niður í þunnar sneiðar og raðað í botninn, dreifið síðan spínati, furuhnetum og restinni af olíunni yfir. Kjúklingnum er svo raðað efst og fetaosturinn settur þar ofan á, sett inn í ofn í ca. 30 – 40 mín á 180°c. EFTIRRÉTTUR Frosin ávaxtakaka 100 - 200 gr makkarónukökur 2 - 3 kiwi 2 - 3 bananar 2 epli eða mangó 100 gr döðlur 100 gr súkkulaði, saxað 50 gr valhnetur 1 - 2 dl sérrí eða líkjör (má sleppa) Aðferð: Mylja makkarónu- kökur í skál, skera ávextina í bita, blanda öllu saman og setja í frysti. Borið fram með þeyttum rjóma. Verði ykkur að góðu! MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN kristin@feykir.is ingar vikunnar. Um réttina sem þau bjóða upp á segir Kolbrún: -Hér kemur mjög fljótlegur og hollur kjúklingaréttur sem Svavar stingur iðulega upp á þegar ég spyr hann hvað við eigum að borða. Frosna ávaxtakakan er aftur á móti meira í uppáhaldi hjá mér. Við skorum á Eggert Þór Birgisson og Birgittu Pálsdóttur að vera næstu matgæðingar. Svavar Atli Birgisson og Kolbrún María Passaro á Sauðárkróki eru matgæð- Feykir spyr... Ætlar þú að taka þátt í há- tíðarhöldunum í tilefni sjó- mannadagsins? [Spurt í síðustu viku á Sauðárkróki fyrir sjómannadaginn] Útskrift Ársala 2013 Úr leikskóla í grunnskóla Nú er tími útskrifta enda alltaf stór áfangi að klára skólann sinn. Föstudaginn 31. maí sl. út- skrifuðust 34 glöð og fjörug börn sem voru í skólahóp í leik- skólanum Ársölum á Sauðár-króki í vetur og við tekur grunnskóli á hausti komanda. Flest barnanna voru viðstödd útskriftina auk foreldra, starfsmanna skólahóps og annarra gesta. Að lokum var öllum viðstöddum boðið í kaffi, djús og tertur inni í Skógum og Þúfu og virtust allir njóta veitinganna og hafa gaman af. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.