Feykir


Feykir - 06.06.2013, Blaðsíða 6

Feykir - 06.06.2013, Blaðsíða 6
6 Feykir 22/2013 inná miðri lóðinni myndaði strandlínu eyrarinnar fyrir örfáum árum síðan. Jarðvinn- unni er að mestu lokið og uppsteypa á sökklum er hafin. Áætlað er að lögð verði lokahönd á húsið í ágústmánuði en þar á eftir hefst smíði umfangsmikils vélbúnaðar innanhúss. Ef allt gengur samkvæmt óskum má ætla að starfsemi hefjist í verksmiðjunni í lok árs 2013. -Í 1500 m2 verksmiðjuhúsnæði mun fara fram þurrkun á fiskafurðum, s.s. þorskhausum, beingörðum og afskurði frá fiskvinnslu. Þurrkunin fer m.a. fram í færibandaklefa sem er lokað rými með færibandi á fimm hæðum. Inn í klefann er tekið ferskt kalt loft innum lofttúður á norðurvegg hússins. Kalda loftið fellur niður í átt að elementum sem eru hituð með heitu vatni. Heitu loftinu er blásið undir neðsta bandið uppúr klefanum í gegnum öll böndin sem fyrir ofan eru. Hráefni er matað blautu inn í klefann á efsta færibandið og færist svo neðar og fer að lokum þurrt út úr klefanum eftir u.þ.b. 3 daga. Þegar hráefnið kemur út úr færibandaþurrkaranum er því dreift á jöfnunarbönd þar sem rakastig vörunnar jafnast. Eftir jöfnun er vörunni pakkað og þar á eftir raðað jafn óðum í gám sem fer í útflutning til Nígeríu, segir Margrét Silja. Hver verður mesta breytingin á skreiðarverkuninni frá því sem nú er? -Frá upphafi byggðar á Sauðárkróki hefur farið fram útiþurrkun á skreið. Margrét Silja segir að helsta breytingin sem verði nú er að hjöllunum fækkar og þeirra í stað rís 1500 m2 verksmiðjuhúsnæði. -Afköstin aukast og þurrkferlið styttist úr ca. 3 mánuðum í eina viku auk þess sem hægt verður að þurrka allt árið um kring. Tilkoma verksmiðjunnar er forsenda þess að hægt verður að þurrka sjófrysta hausa sem er að nokkru leyti fargað á hafi úti í dag. Nýja verksmiðjan verður ekki útbúin til þurrkunar á bolskreið. Hluti hjallanna mun því standa áfram til þess að sinna þeim markaði, en bolskreið þykir þvílíkt lostæti í Nígeríu að hún er algeng brúðkaupsgjöf, segir Margrét Silja og bætir við að líklega verði ferðamenn ánægðir með að hjallarnir hverfi ekki allir því fiskþurrkunin hefur verið sterkt aðdráttarafl fyrir ferðamenn sem heimsækja Skagafjörð. Nokkrar rútur staldra þar við daglega yfir sumartímann og kynna sér sögu skreiðarútflutnings sem á sér meira en þúsund ára sögu. Hvort bæjarbúar megi búast við lyktarmengun frá nýrri verksmiðju telur Margrét Silja svo ekki vera þar sem ferskleiki hráefnis og hreinlæti eru lykilþættir í baráttunni við lyktarmengun og upp á það verður passað auk öflugs hreinsibúnaðar. -Ný verksmiðja er staðsett í um 400 metra fjarlægð frá landvinnslustöð FISK Seafood að Eyrarvegi 18. Nálægðin tryggir vinnslu með úrvalshráefni en aldur hráefnisins skiptir miklu máli fyrir lyktarmengun frá vinnslu af þessu tagi. Hreinlæti þykir ekki skipta minna máli en klæðskerasniðið hús utan um vinnslu sem þessa auðveldar þrif. Það er mat sérfræðinga að ekki sé þörf á lyktarhreinsibúnaði í nýja verksmiðju þar sem þurrkferlið er hratt og góðar forsendur fyrir vinnslu með úrvalshráefni, segir Margrét Silja og leggur áherslu á að það sé einhuga vilji FISK Seafood að íbúar hljóti ekki óþægindi af nýrri verksmiðju og því stendur til að innleiða osonhreinsikerfi strax frá upphafi. Slíkur búnaður brýtur niður lyktarvalda í þurrkklefa áður en loftið streymir út um útstreymisloka. -Það er þó mikilvægt að hreinsun sem þessi gerist ekki á kostnað annarra lyktarmengunarvalda. Það Íslendingar hafa skarað framúr í nýtingu á þorski og færa sig sífellt nær fullnýtingu á afurðinni. FISK Seafood hefur lagt mikið uppúr framþróun og aukinni verðmætasköpun í matvæla- og fóðuriðnaði. Útflutningur á þurrkuðum þorskhausum nam rúmum 5% af heildarútflutningstekjum af þorski á landsvísu árið 2011. Um töluverð verðmæti er því að ræða í (afgangs)afurðum af fiski sem ekki eru nýttar að fullu í dag. Á hafnarsvæðinu má sjá upp- haf framkvæmda við byggingu nýrrar fiskþurrkunarverk- smiðju sem mun rísa við Skarðseyri 13 á Sauðárkróki. Tilkoma verksmiðjunnar er liður í aukinni verðmæta- og atvinnusköpun. Inniþurrk- unarverksmiðjan verður há- tækniverksmiðja þar sem ýmsar tækninýjungar verða frumreyndar. Vélbúnaðurinn er hannaður í nánu samstarfi verkkaupa við sérfræðinga á sviðinu og fer smíði vél- búnaðar og verksmiðju fram í heimabyggð. Feykir ræddi við Margréti Silju Þorkelsdóttur, verkefnisstjóra framkvæmdarinnar. Hvenær hefst framkvæmdin og hvenær er reiknað með að henni ljúki? -Jarðvinnan undir verksmiðjuna hófst í vorhreti strax eftir páska með undirbúningi lóðar og flutningi á grjótvarnargarði. Margrét Silja segir að landvinningar gerist mjög hratt á svæðinu en grjótgarðurinn sem lá Margrét Silja Þorkelsdóttir verkefnisstjóri hjá FISK Seafood Fullkomið fiskþurrkunarhús rís á Króknum VIÐTAL Páll Friðriksson Áfram verður hert í hjöllunum þó þurrkhúsi rísi brátt. Suðvestur (efri) og suðaustur hliðar hússins. Teikning er unnin af Stoð ehf. Myndin sýnir hvar þurrkhúsið verður staðsett. Margrét Silja við grunninn að fiskþurrkunarhúsinu nýja.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.