Feykir - 11.07.2013, Blaðsíða 2
2 Feykir 27/2013
Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842
Blaðamenn:
Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164
Guðrún Sif Gísladóttir – gudrun@feykir.is
Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is
Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is
Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum
LEIÐARI
Snowden og Ísland
Eins og fram hefur komið í fréttum hefur uppljóstrarinn
Edward Snowden sótt um hæli í yfir þrjátíu löndum og var
Ísland með þeim fyrstu. Á Alþingi lögðu þingmenn til að
honum yrði veittur íslenskur ríkisborgararéttur, en sú tillaga
felld að mál hans yrði sent til umfjöllunar hjá þingnefnd.
Snowden þessi gerði sig sekan um að leka upplýsingum um
meintar njósnir Bandaríkjamanna eða eins og sagt er: síma- og
neteftirlit Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, en hann var
starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA.
Samkvæmt fréttum hafa Bandaríkjamenn fylgst með hvað
er á döfinni hjá helstu ríkjum heims s.s. eins og Kínverjum og
löndum Evrópusambandsins og með því stofnað samvinnu
þessara ríkja í hættu. Hverjir eru svo skúrkarnir í sögunni,
þjóðaröryggisstofnunin eða Edward Snowden?
Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur látið
hafa eftir sér að Edward hefði misnotað aðgang sinn að raf-
rænum upplýsingum og fær engan stuðning þaðan. Ekki hefur
ein einasta evrópsk þjóð boðist til að hýsa þann sem upplýsti um
hleranir Bandaríkjanna á hendur þeim og meira að segja Rússar
hika við að bjóða honum hæli. Hver hefði trúað því?
Það eru helst lönd í Suður Ameríku sem aumkva sig yfir
„mann sannleikans“ en það er ekki tekið út með sældinni eins
og forseti Bólivíu fékk að reyna þegar áhöfn flugvélar sem hann
var í var neydd til að lenda í Austurríki.
Á Íslandi býr stórhuga fólk sem er tilbúið til að skjóta
skjólshúsi yfir Snowden og er það virðingarvert. Ég dáist að
slíkum víkingum og langar til að taka þátt í þeirri baráttu en
mér sýnist að hún yrði ekki árangursrík. Við myndum aldrei
vinna hana og gætum engan veginn tryggt öryggi Snowden.
Við skulum hætta að hugsa um að veita manninum hæli og
snúa okkur að öðrum málum.
Páll Friðriksson,
ritstjóri
Húnavaka 2013
Styttist í
hátíðina
Húnavaka, menningar-
hátíð Austur-Húnvetninga,
verður haldin helgina
19.-21. júlí næstkomandi.
Húnvetningar hafa ára-
tugum saman haldið Húna-
vöku en hún var hér á árum
áður haldin á útmánuðum
og því tengd árstíðaskipt-
unum. Húnavakan, sem þá
stóð yfir í viku, ávann sér
fastan sess í hugum Hún-
vetninga og annarra sem
mjög vel heppnuð hátíð og
margir gestir úr nærliggjandi
héruðum komu til að njóta
hennar með heimamönnum.
/GSG
Blönduósbær
25 ára
bæjarafmæli
Á fimmtudaginn voru liðin
25 ár síðan Blönduós hlaut
bæjarréttindi og hefur eftir
það kallast Blönduósbær.
Hélst það nafn áfram við
sameiningu við Engihlíðar-
hrepp 9. júní 2002.
Upphaflega tilheyrði
Blönduós Torfalækjarhreppi,
en varð að sérstökum
hreppi, Blönduhreppi, árið
1914.
Blönduhreppur stækkaði
1. febrúar 1936 þegar hann
fékk skika úr landi Engi-
hlíðarhrepps. Samkvæmt
Hagstofu Íslands voru íbúar
Blönduóshrepps 241 talsins
árið 1914 en árið 1988, þegar
Blönduós varð bær, voru þeir
1.083. Þann 1. janúar sl. voru
íbúar Blönduósbæjar 878
talsins. /KSE
Selatalningin mikla
Sjálfboðaliðar
óskast
Selasetur Íslands stendur
fyrir selatalningunni miklu í
sjöunda sinn í ár. Talningin
fer fram sunnudaginn 21.
júlí næstkomandi.
Byggir hún á þátttöku
sjálfboðaliða sem vilja taka
þátt í rannsóknarstörfum,
ásamt því að njóta nærveru
sela og náttúru. Þátttakan er
skemmtileg upplifun fyrir alla
náttúru- og dýraunnendur og
þess má geta að í fyrra tóku 40
sjálfboðaliðar þátt. Áhuginn
er mikill meðan heimamanna
og ferðamanna. /KSE
Hagkvæmni samein-
ingar skoðuð
Ágúst Þór Bragason, forseti
bæjarstjórnar Blönduósbæjar,
sagði í kvöldfréttum RÚV sl.
laugardag að mikill vilji væri
meðal íbúa Blönduóss að
sameina sveitarfélögin í
Austur-Húnavatnssýslu.
Adolf Berndsen, oddviti á
Skagaströnd, sagði í sama
fréttatíma að aðkoma stjórn-
valda væri lykilforsenda fyrir
því að hægt væri að sameina
svæðið í eitt sveitarfélag.
Eins og greint hefur verið
frá á Feykir.is hafa sveitar-
félögin samþykkt að ráða Odd
Gunnar Jónsson, sérfræðing
hjá KPMG, til að gera úttekt á
hagkvæmni þess að sameina
sveitarfélögin í Austur-
Húnavatnssýslu. Á skýrsla þess
efnis að vera tilbúin í október.
Síðast þegar kosið var um
sameiningu sveitarfélaga á
þessu svæði, var sameiningin
kolfelld af íbúum á Skaga-
strönd. „Ég er ekki að segja að
sú staða sé uppi í dag. En ég
held hins vegar að mönnum
finnist að það þurfi að koma
eitthvað öflugt hér inn á svæðið
og við viljum kannski reyna að
blanda því í þessa umræðu, í
framhaldi af þessari hag-
kvæmniúttekt, hvort sveitar-
félögin fái öflugan stuðning frá
stjórnvöldum,“ sagði Adolf
Berndsen í samtali við RÚV.
/GSG
Sveitarfélögin í Austur-Húnavatnssýslu
40% lækkun
húshitunarkostnaðar
Gera má ráð fyrir að húshit-
unarkostnaður á Skagaströnd
lækki um allt að fjörtíu
prósent að meðaltali þegar
hitaveita verður tekin í notkun
þar í haust. RÚV greindi frá
þessu á fimmtudaginn.
Framkvæmdir standa nú
sem hæst á Skagaströnd og
jafnhliða er lagður ljósleiðari í öll
hús á staðnum.
Adolf Berndsen, oddviti
Skagastrandar, sagðist reikna
með því að á einu til tveimur
árum verði 99% húsa á
Skagaströnd komin með
hitaveitu. Talsverður kostnaður
fylgir því að taka hana inn,
einkum í þeim húsum þar sem
rafmagnsofnar eru fyrir, en á
móti koma niðurgreiðslur frá
ríki og sveitarfélagi. Þá má
reikna með að stofnkostnaður
skili sér tiltölulega fljótt þar
sem húshitunarkostnaður
lækkar umtalsvert. /KSE
Hitaveita á Skagaströnd
Vinnuvélar Símonar
með lægsta tilboð
Þriðjudaginn 2. júlí sl. voru
opnuð tilboð í verkið Sauðár-
krókur stofnlagnir 2013,
Ráðhús-Helgafell og hafnar-
svæðið á skrifstofu Skaga-
fjarðarveitna á Sauðárkróki.
Annars vegar er um að
ræða 830 m langa stállögn frá
núverandi stofnlögn norðan
við Ráðhúsið í gatnamótum
Skagfirðingabrautar og Skóla-
stígs að stofnlögn við Helgafell
sem er nyrsta húsið við
Aðalgötu. Hins vegar er um að
ræða 590 m langa stállögn frá
tengistað við núverandi stál-
lögn vestan Eyrarvegarins rétt
sunnan gatnamótanna að
höfninni og austur hafnar-
svæðið að fiskþurrkunarhús-
inu sem er þar í byggingu. Það
hús mun þurfa mikið af heitu
vatni og segir Indriði Þór
Einarsson sviðsstjóri veitu- og
framkvæmdasviðs Sveitarfél-
agsins Skagafjarðar að meðal-
notkun þess verði líklega
svipuð og heitavatnsnotkun
Túnahverfisins. -Hönnun
lagnanna niður á Eyri gerir þó
ráð fyrir enn meiri notkun í
framtíðinni með frekari
atvinnuuppbyggingu á svæð-
inu í huga, segir Indriði.
Verklok eru áætluð 1. nóv-
ember 2013. /PF
Lagning hitaveitustofnlagna á Eyrina
Eftirfarandi tilboð bárust:
Fjörður ehf. 29.229.800 126,3%
Steypustöð Skagafjarðar ehf. 25.370.900 109,6%
Vinnuvélar Símonar ehf. 21.466.800 92,7%
Kostnaðaráætlun Stoð ehf. 23.152.300 100,0%