Feykir


Feykir - 11.07.2013, Síða 11

Feykir - 11.07.2013, Síða 11
27/2013 Feykir 11 EMILÍA BJÖRK BOGALECKI -Kannski fara í sund og kannski ætlar mamma að baka köku. ÞURÍÐUR EVA ÓTTHARSDÓTTIR -Leika mér heima og kannski fara í ferðalag. ÓÐINN LOGI STEFÁNSSON -Fara í ferðalag og leika mér á leikvellinum í götunni minni. SAMÚEL INGI JÓNSSON -Við pabbi ætlum að setja trampólínið upp, svo á ég afmæli eftir þrjá daga og þá verður veisla. SÆÞÓR HELGI JÖKULSSON -Ég veit það ekki. Feykir spyr... [Spurt í skólahópi Ársala á Króknum] Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? FE Y K IL EG A F LO TT A A FÞ R EY IN G A R H O R N IÐ Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina má kalla sig Sumarmeistara. Tilvitnun vikunnar Látum fyrirfram áhyggjur okkar breytast í fyrir- fram hugsanir og áætlanir. - Sir Winston Churchill Sudoku Snæveig Margríður kaupfélagsstjórafrú og formaður kvenfélagsins í Grjótvík olli miklum taugatitringi í bænum þegar hún fékk Friðstein Valólf kynfræðing til að halda fyrirlestur um sadó/masó kynlíf á fræðslukvöldi hjá kvenfélaginu. Grjótvíkingar voru ekki tilbúnir fyrir slíkan boðskap og verslun í kaupfélaginu hrundi en þrátt fyrir það var Kristteinn Valdmundur kaupfélagsstjóri alsæll. HINRIK MÁR JÓNSSON Örlaga örsögur GAGN & GAMAN Ótrúlegt en kannski satt Termítar eru merkilegir á margan hátt og hafa þróað með sér afar vel skipulagt félagskerfi. Samkvæmt Vísindavefnum eru rúmlega 1900 tegundir termíta þekktar og langflestar þeirra lifa í hitabeltinu þó nokkrar finnist í Norður-Ameríku. Ótrúlegt en kannski satt þá eru tíu sinnum fleiri termítar á jörðinni en menn. Anna Magnea Valdimarsdóttir á Skagaströnd kokkar Með diploma í kökuskreytingum AÐALRÉTTUR Óveðurskjúklingur 4 kjúklingabringur lítið oststykki rifið 4-6 egg smá hveiti salt og pipar Eggin eru sett í skál og léttþeytt með gaffli og ostinum blandað út í (eggjafjöldi fer eftir stærð eggjanna en blandan þarf að vera blaut), hveitið sett í aðra skál og hrært saman við salt og pipar eftir smekk. Bringunum er velt upp úr hveitinu og þær settar í eldfast mót, því næst er eggja- og ostablandan sett yfir og á hún að pakka bringunum vel inn (þetta kemur í veg fyrir að safi tapist úr bringunum og verða þær mjög safaríkar). Gott að bera fram með ofnbökuðum kartöflum og fersku salati.  EFTIRRÉTTUR Súkkulaðikaka með ganache kremi 2 bollar hveiti 1 tsk matarsódi ½ tsk lyftiduft ¾ bolli sykur ½ bolli dökkt kakó 2/3-1 bolli mjólk 2-3 egg 125 gr smjörlíki 1tsk vanilludropar Sykur og smjörlíki hrært saman þar til það er orðið létt og ljóst. Eggjum bætt út í einu og einu og hrært vel. Þurrefnum og vökva bætt út í sitt á hvað. Deigið á að vera frekar þykkt en ekki þurrt, ef það er þurrt þá má bæta við aðeins af mjólk. Ganache Þetta er sparikrem á súkkulaðiköku: 700 gr súkkulaði (veljið gott súkkulaði) 400 ml rjómi Súkkulaði brotið niður og sett í skál og rjóma hellt yfir. Sett í örbylgjuofn, aðeins 30 sekúndur í einu, og hrært inn á milli. Athuga að bæði rjómi og súkkulaði brennur auðveldlega, þess vegna þarf að hræra vel á milli. Kælt í ísskáp þar til orðið stíft og sett á kökuna. Sugarpaste til skreytingar: 1 poki Haribo sykurpúðar 500 gr flórsykur 2-3 msk vatn 25 gr palmin feiti Sykurpúðarnir og vatnið sett í skál sem búið er að bera feitina á (til að koma í veg fyrir klístur). Sett í örbylgjuofn í 30 sekúndur í einu og hrært á milli. Sykurpúðarnir eiga að bráðna. Því næst er helmingnum af flórsykrinum bætt út í og hrært saman. Verður mjög klístrað en ekki gefast upp. Restinni af flórsykrinum er hellt á hreint borð og hnoðað saman við fyrri blöndu þar til hættir að klístrast við og verður flott og mjúkt deig (líkist helst leir). Hægt er að lita þetta og leika sér. Búa til hvað sem er til skreytingar á kökum.  Verði ykkur að góðu! MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN kristin@feykir.is decorating. Þar útskrifaðist ég með diplomu í „Sugarpaste module.“ Þar sem áhugi minn liggur aðallega í kökuskreytingum vil ég bjóða uppá uppskrift að einföldu „sugarpaste“ sem hægt er að búa til heima og nota í skreytingar. Ég skora á Árný Sesselju Gísladóttur á Skagaströnd. -Ég er nýkomin frá London þar sem ég var í Knight- brigde PME school of cake

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.