Feykir


Feykir - 25.07.2013, Qupperneq 1

Feykir - 25.07.2013, Qupperneq 1
fff BLS. 6 BLS. 7 Pétur og Bjarney eru matgæðingar vikunnar Bláberjaís á fimm mínútum BLS. 11 Catherine Chamber rann- sakar fiskveiðar við Ísland Skoðar félagslegt og efnahagslegt gildi fiskveiða Anna Lilja Guðmundsdóttir og Pálína Ósk Hraundal undirbúa ljósmyndasýningu Álfar og huldufólk 29 TBL 25. júlí 2013 33. árgangur : Stofnað 1981 S K A G F I R Ð I N G A B R A U T 2 9 S A U Ð Á R K R Ó K I S Í M I 4 5 3 6 6 6 6 FÁÐU ÞÉR Í SVANGINN! Reiðskóli Ingimars Pálssonar tók til starfa árið 1983. Skólinn var fyrst rekinn í nafni Ingimars Pálssonar en hefur síðustu ár starfað undir nafni Topphesta. Á þessum 30 árum hafa 2700-3000 manns tekið þátt í námskeiðum á vegum Reiðskólans. Í sumar hafa rúmlega 100 börn og unglingar verið á reiðnámskeiði, en eitt námskeið er eftir af þremur. Reiðskólinn hefur farið með starfsemi sína á Ólafsfjörð, Siglufjörð og Skagaströnd. Frá því að reiðhöllin var tekin í notkun hefur Reiðskólinn einnig staðið fyrir reið- þjálfun fatlaðra yfir vetrartímann. Annar ættliður af þátt- takendum og hrossum eru og hafa verið að taka þátt í námskeiðum Reiðskólans undanfarin ár og þriðji ættliður af starfsmönnum. Þess má til gamans geta að dæmi eru um það að foreldri og barn hafi verið á sama hestinum á reiðnámskeiði með nokkuð margra ára millibili. /GSG Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra Reiðskóli Ingimars Pálssonar Starfræktur í 30 ár BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. KJARNANUM HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI & 455 9200 G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N DELL Inspiron 5521 Intel Core i3 · 4GB vinnsluminni · 500GB harður diskur · 15.6“ HD WLED · Windows 8 Grillpartý og geggjuð tilboð Skagfirðingabúð skriðin á fertugsaldurinn Síðastliðinn föstudag var haldin afmælisveisla í Skagfirðingabúð í tilefni þess að þann 19. júlí voru 30 ár frá opnun búðarinnar, sem í daglegu tali er kölluð Skaffó. Líkt og á opnunardaginn fyrir 30 árum kíkti fjöldi fólks í búðina í tilefni dagsins. Það var heitt í kolunum við anddyri Skagfirðingabúðar og var gestum og gangandi boðið upp á grillaðar pylsur í brauði og annað grillkjöt og að sjálf- sögðu voru fríir drykkir til að svala þorstanum í skagfirsku hitabylgjunni. Þá gaukuðu starfsmenn ís og nammi að gestum þannig að allir voru sáttir með sitt. Inni í búðinni var líka nóg um að vera enda dúndrandi tilboð í gangi og margir komnir til að gera góð kaup. /ÓAB

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.