Feykir


Feykir - 25.07.2013, Blaðsíða 4

Feykir - 25.07.2013, Blaðsíða 4
4 Feykir 29/2013 Hátíðin 10 ára Unglistahátíðin Eldur í Húnaþingi er einn stærsti viðburður ársins í Húnaþingi vestra og er nú haldinn í tíunda sinn. Í ár er framkvæmdarstjóri hátíðarinnar Gerður Rósa Sigurðardóttir en auk hennar er starfandi svokölluð unglistarnefnd. „Undirbúningur hátíðar- innar hefur gengið vel þetta árið, hann byrjaði strax í janúar og hefur hátíðin verið hægt og sígandi að skríða saman síðan þá. En auðvitað eiga allir bæjarbúar einnig heiðurinn af þessari hátíð, þar sem mest öll vinna í kringum hátíðina er unnin í sjálfboðavinnu og það er ekki hægt að segja annað en að fólkið í Húnaþingi vestra er alveg yndislegt hvað það varðar að hlaupa til og veita hjálparhönd ef þarf,“ segir Gerður Rósa. Hátíðin er sett upp með svipuðu móti og í fyrra þar sem mikið er um árlega viðburði, en Gerður Rósa segir þó auðvitað alltaf eitthvað skiptast út, eins og námskeið og þess háttar. Það verður ýmislegt í boði á hátíðinni í ár, t.d. flugdrekanámskeið fyrir yngri kynslóðina, Zumba partý, klepparakeppni, tónleikar, DJ ball fyrir unglinga, fjallaskokk og svo má lengi telja. Í ár verður einnig paintball og lazertag á staðnum fyrir gesti hátíðarinnar. „Hápunktur hátíðarinnar myndi ég segja að væru tón- leikarnir í Borgarvirki á föstu- dagskvöldinu og svo auðvitað fjölskyldudagurinn okkar á laugardeginum. Það er alltaf mikil spenna fyrir því hver komi og troði upp í Borgar- virki og er þetta yfirleitt fyrsta spurningin sem framkvæmda- stjóri fær. Í ár verður það Ragnheiður Gröndal sem kemur og syngur fyrir okkur í þessari frábæru náttúruperlu sem við erum svo heppin að eiga. Laugardagurinn er svo stóri dagurinn okkar. Þá byrjar dagurinn á sápurennibraut fyrir börnin og svo er grill og skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna langt fram eftir degi. Þar verða t.d. úrslit úr hverfakeppninni tilkynnt, hoppukastalar, andlitsmálun, ýmis atriði á sviði, fyrirtækja- keppni, sápuboltakeppni og margt fleira. Hátíðin endar svo með stórdansleik með hljóm- sveitinni Buff á laugardags- kvöldinu. Við bjóðum að sálfsögðu alla hjartanlega velkomna á hátíðina okkar Eldur í Húna- þingi og ég held að það sé óhætt að segja að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Gerður Rósa. /GSG Unglistahátíðin Eldur í Húnaþingi Grafarkirkja á Höfðaströnd, sem stendur í mynni Deildardals í Skagafirði, er mikill dýrgripur enda eitt fágætasta hús landsins og eina stafkirkjan sem varðveist hefur á Íslandi. Þangað sækir fjöldi fólks á hverju sumri og þykir það jafnan mikil upplifun, enda engu líkara en gengið sé inn í annan tíma þegar komið er inn fyrir torfveggi þessarar litlu og fallegu kirkju. Segja má að fólk skilji við sig hávaða nútímans og verði hluti af liðinni tíð og sögu sem nær aftur um aldir. Ekki er með öllu vitað hversu gömul Grafarkirkja er en víst þykir að saga hennar nái að minnsta kosti aftur á 17. öld og alls ekki ósennilegt að kirkjan sé að stofni til frá því fyrir siðbót. Hvað sem því líður hefur kirkja staðið í Gröf frá fornu fari. Lengst af var Grafarkirkja vettvangur helgrar þjónustu og þegar mest var umleikis í Gröf, í tíð Ragnheiðar Jónsdóttur (d. 1715) ekkju Gísla Þorlákssonar Hólabiskups (d. 1684), var Árleg helgistund á sunnudaginn í einu fágætasta húsi landsins messað þar reglulega. Með breyttum tíma og aðstæðum lagðist helgihald þó af og húsið nýtt til veraldlegri hluta, eins og algengt var um aflögð guðshús. Með tíma lét Grafarkirkja, sem nú var nýtt sem geymsluhús, á sjá og ljóst að á kirkjunni væri gagngerra endurbóta og við- gerðar þörf. Ráðist var í þær um miðja síðustu öld en þá var kirkjan komin í eigu Þjóðminja- safns Íslands. Þeirri vinnu var lokið árið 1953 og af því tilefni var Grafarkirkja endurvígð 12. júlí sama ár af biskupi Íslands. Enn var ráðist í yfirgripsmiklar viðgerðir á kirkjunni árið 2011 sem staðið höfðu til um þó nokkurn tíma. Að þeirri fram- kvæmd lokinni og af því tilefni var Grafarkirkja blessuð af Hólabiskup í helgistund í júlí 2012. Grafarkirkja er ekki aðeins minnisvarði um liðna tíð. Hún stendur umfram allt sem árétting á samhengi sögu og menningar lands og þjóðar sem sótt hefur þrótt og næringu til kristinnar trúar frá upphafi – og gerir enn. Helgistund í Grafarkirkju að sumarlagi hefur því um langt skeið verið árviss viðburður í Hofsóss- og Hólaprestakalli. Þá er komið saman til kyrrlátrar stundar í kvöldsólinni og notið ein- stæðrar kyrrðar og helgi. Að helgistundinni lokinni er FRÁ LESENDUM SR. GUNNAR JÓHANNESSON SKRIFAR drukkið kaffi undir kirkju- veggnum og gætt sér á meðlæti sem kórfélagar Hofsóss og aðrir velunnarar kirkjunnar hafa meðferðis. Helgistund í Grafar- kirkju er jafnan vel sótt og kemur fólk víða að og á ánægju- lega stund á fallegum stað. Að þessu sinni verður helgi- stundin haldin að kvöldi sunnudagsins 28. júlí kl. 20. Sóknarprestur Hofsóss- og Hólaprestakalls þjónar fyrir altari og flytur íhugun og kirkjukór Hofsóss syngur fallega kvöldsálma. Að venju bíður kirkjufólks kaffisopi og meðlæti að helgistundinni lokinni. Allir eru hjartanlega velkomnir og vonandi sjá sem flestir sér fært að koma og njóta saman helgrar stundar á kyrrlátu kvöldi. Sr. Gunnar Jóhannesson Fullur bjartsýni og tilhlökkunar Skagafirðingurinn Jóhann Rúnar Skúlason er í 21 manns hópi sem valinn hefur verið í landsliðið í hestaíþróttum fyrir heimsmeistaramótið í Berlín í ágúst. Hann kemur inn í liðið sem sigurvegari á heimsmeistaramótinu fyrir tveimur árum, en þrír liðsmenn eru valdir þannig og eiga því kost á að verja sína titla. Jóhann á að baki langan feril í hestamennsk- unni og hefur þegar unnið fjórtán heimsmeistara- titla, átta fyrir sport og sex fyrir kynbótahross. En hvers skyldi þá vera hápunktur ferilsins hingað til? „Það var rosalega gaman að vinna í fyrsta skipti, 1999. Ég var búinn að keppa fyrir Dani tveimur árum áður og þurfti að vera liðstjóravalinn. Sigurður Sæmundsson valdi mig í liðið og bæði ég og minn hestur vorum óskrifað blað í þessari keppni, ég held það hafi enginn átt von á að við myndum vinna.“ Að þessu sinni teflir Jóhann fram sama hesti og síðast, Hnokka frá Fellskoti sem er fyrstu verðlauna stóðhestur undan Hrynjanda frá Hrepphólum, þeim sama og hann keppti á síðast. Hesturinn er ekki í hans eigu en hann er með hann í þjálfun. Þeir eru skráðir til keppni í tölti og fjórgangi. Ertu bjartsýnn á heimsmeistaramótið fram- undan? „Já, já, ég er fullur tilhlökkunar. Ég vann töltið á danska meistaramótinu um síðustu helgi. En þetta Skagfirðingurinn Jóhann Skúlason í landsliðinu í hestaíþróttum verður hörkukeppni, þarna verða margir gríðarlega sterkir og það verður ekkert gefið, þetta verður hörð keppni alveg fram á það síðasta.“ Jóhann sem er fæddur og uppalinn á Sauð- árkróki hefur búið í Danmörku undanfarin tuttugu ár, með tveimur stuttum hléum. Hann býr nú í Silkeborg og segist ekkert vera á heimleið úr þessu. „Ég keypti þennan stað fyrir tíu árum og er búin að koma mér upp mjög góðri aðstöðu varðandi hestana, hér hef ég allt sem til þarf.“ /KSE Jóhann á Danska meistaramótinu. Tekilð í sápurennibrautinni í fyrra.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.