Feykir


Feykir - 25.07.2013, Blaðsíða 3

Feykir - 25.07.2013, Blaðsíða 3
29/2013 Feykir 3 Ferdin.is í samstarfi við Feyki Thailandsferð á tilboði Feykir og Ferdin.is hafa ákveðið að bjóða áskrifendum Feykis sérkjör á Thailandsferð sem Ferdin. is stendur fyrir 21. nóvember til 11. desember nk. Áskrifendum Feykis stendur til boða 20.000- króna afsláttur og gildir afslátturinn fyrir tvo, þ.e. 40.000- kr pr/áskrift. Ferdin.is er ferðaskrifstofa sem auk þess að selja flugmiða og skipuleggja ferðir hvert á land sem er, hefur sérhæft sig í ferðum til Asíu. Ferdin.is er eina ferðaskrif- stofan sem bíður upp á reglulegar ferðir til Thailands með íslenskri fararstjórn og eru nú tvær slíkar komnar í sölu næsta vetur, þ.e. í nóvember og janúar auk þess sem verið er að vinna að ferð í apríl. Nóvember ferðin er þriggja vikna ferð og verður flogið frá Kaupmannahöfn beint til Bangkok með Thai Airways. Í ferðinni verður lögð áhersla á sögu og náttúru landsins, auk afslöppunar í lok ferðar. Byggingarlist verður einnig í brennidepli og margar sögufrægar byggingar sem gaman er að skoða og mynda. Fílabúgarður, stríðs- minjasafn, brúin yfir Kwai – fljótið, Þriggja mustera skarð- ið og fljótandi markaður eru meðal áhugaverðra viðkomu- staða. Eftir að dvalið hefur verið í Bangkok í tvo daga tekur við sjö daga hringferð inn í land, þar sem m.a. verður komið að landamærunum að Burma. Eftir hringferðina verður gist í eina nótt í Bangkok og síðan haldið til ævintýraeyjunnar Koh Chang, sem er rétt við landamærin að Kambódíu og dvalið þar í átta daga. Hægt er að fá nánari upplýsingar um ferðina á www.ferdin.is og eins má sjá myndir úr fyrri ferðum á facebook síðunni „tælandsferðir.“ Ferdin.is leggur áherslu á persónulega þjónustu og kemur því með ferðakynn- ingu heim í stofu til þeirra sem þess óska. Frekari upplýs- ingar um ferðaskrifstofuna og hennar ferðir er að fá á www. ferdin.is eða í símum 893- 8808 og 846-2510. „Kæmi alveg til greina að gera þetta aftur“ Að sögn Kristínar Ingibjargar Lárusdóttur, eins skipu- leggjenda Húnavöku 2013, gekk hátíðin rosalega vel, en henni lauk sl. sunnudag. Söfn og setur voru með opið hús alla helgina ásamt ýmsu öðru sem var í gangi og mikill fjöldi var í bænum. „Hátíðin var sett fyrir utan Hafíssetrið á fimmtudeginum í mígandi rigningu, en íbúar og gestir létu það ekki á sig fá og var góð mæting í grillpartýið í gamla bænum. Fyrirtækja- dagurinn á föstudeginum gekk alveg rosalega vel og var mikið af fólki sem heimsótti þau fyrirtæki sem opnuðu hús sín,“ segir Kristín. Á laugardeginum fengu gestir hátíðarinnar flott veður og var nóg um að vera fyrir alla, m.a. vatnaboltar, lazertag, hoppukastalar, tívolí ásamt markaðsstemningu. Míkróhúnn- inn var á sínum stað og hápunkturinn var svo kvöldvakan um kvöldið. Þar komu fram Ari Eldjárn og sigurvegarar í Mikróhúninum. Einnig var keppt í reipitogi á milli hverfa og sjómanni. Kveiktur var varðeldur og Stefán Ólafsson stýrði bakkasöng af mikilli snilld. Hvanndalsbræður komu svo og enduðu kvöldvökuna með glæsibrag og þeir spiluðu síðan í félagsheimilinu um kvöldið fyrir troðfullu húsi. „Það er ekki annað að heyra en fólk hafi verið mjög ánægt með helgina og allt sem í boði var og ekki spillti veðrið fyrir. Þetta er búið að vera krefjandi og skemmtilegt og það kæmi bara alveg til greina að gera þetta aftur,“ segir Kristín. /GSG Svipmyndir frá Húnavöku

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.