Feykir


Feykir - 25.07.2013, Blaðsíða 9

Feykir - 25.07.2013, Blaðsíða 9
29/2013 Feykir 9 Einhverjir hafa eflaust velt því fyrir sér hvað gerðist í lífi mínu. Einhverjir hefðu sagt að ég væri bara fyllibytta og dópisti fyrir ekki svo löngu síðan. En í dag á ég virkilega flott og gott líf. Ég byrjaði ung að „detta í‘ða“. Ég byrjaði eiginlega strax að drekka bæði föstudag og laugardag og um hverja helgi. Ekki leið á löngu þar til ég var fljótt farin að drekka fjóra daga vikunnar. Og áður en ég vissi af var ég farin að drekka á hverjum degi ásamt því sem ég var farin að nota önnur efni með áfenginu. Ég man eftir tímabili þar sem ég bjó heima hjá foreldrum mínum og þegar ég kom heim eftir vinnu fékk ég mér kaffibolla með vodka út í, í von um að þau myndu ekki fatta neitt. Ég var að reyna að stjórna drykkju minni og var eflaust ekki nema rétt um 18 ára eða svo, man nú ekki alveg tímann nógu vel en ég var einum of ung til að vera að pæla í þessu! Á sama tíma var ég farin að fá mér eitt og annað þegar ég vaknaði, mér fannst ég ekki annars komast fram úr rúminu. Eftir partý þegar ég vaknaði fór ég jafnvel fram úr og drakk afgangana úr glösunum. Svo kom að því að ég var 22 ára, “bjó” í bænum og nýlega komin úr minni annarri meðferð þegar ég datt í það og tók mitt síðasta “djamm” sem varði í sex mánuði. Ég komst svo loks í mína þriðju meðferð upp á Hlaðgerðarkoti sem er Kristileg meðferðarstofnun. Þetta var fyrsta skiptið mitt þar og það gerðist eitthvað stórkostlegt þarna! Þvílíkur kærleikur sem er á einum stað, ég hafði bara aldrei upplifað annað eins. Á Hlaðgerðarkoti kynntist ég Jesú Kristi sem í dag er frelsarinn minn. Ég er búin að vera edrú síðan 11. mars 2010 og hef í raun ekki þurft að glíma við neina fíkn síðan þá. Ég - manneskjan sem gat ekki lifað án þess að fá mér! Ég öðlaðist kraft til að takast á við líf mitt á nýjan og betri hátt og ég hef öðlast svo ótrúlega fallegt líf í dag. Ég hef líka fengið að gera alveg ótrúlega hluti, hluti sem ég hefði aldrei látið mig einu sinni dreyma um þegar ég var í neyslu. Eins og að fara til Afríku að stunda hjálparstarf, og að fara til Indlands ásamt því að ferðast um Evrópu. Í dag er ég búin að klára þriggja ára Biblíunám í Masters Commission og hef bara brennandi áhuga á að mennta mig meira. Í dag veit ég hver ég er, og ég veit hvert ég stefni. Ég ætla mér að ná árangri í lífi mínu. Ég er búin að ákveða að mín leið í lífinu er að hjálpa einstaklingum sem hafa verið og eru jafnvel í þeirri stöðu sem ég var í. Að komast upp úr þeim forarpytti. Ég var leyst undan erfiðum og þungum birgðum eins og er talað um í Matteusarbréfi 11. kafla vers 28. En þar segir: „Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld”. Hver eru þín erfiði og þínar þungu birgðir? Jesús er í boði fyrir alla, og hann hefur svo sannarlega veitt mér hvíld. Ég stend ekki lengur í stöðugri baráttu með líf mitt eins og ég gerði. Lífið hefur orðið svo miklu auðveldara, vona að þið gefið Guði sjéns og hleypið honum inn í hjartað ykkar. Guð blessi ykkur! - - - - - Ég skora á Lindu Rós Ómarsdóttur að taka við pennanum. Selasetur Íslands Uppstoppaðir selir og beinagrindur Á Selasetrinu á Hvammstanga ber margt fyrir augu, meðal annars uppstoppaða seli og beinagrindur. Setrið sinnir rannsóknum og skoðunarferðum, ásamt því að vera með sýningar. Selasetrið var stofnað árið 2005 og er rekið samhliða upplýsingamiðstöð. Hönn- uður sýningar var Steinþór Sigurðsson. Það er staðsett á við Strandgötu 1 á Hvamms- tanga. Yfir sumarið, það er frá 1. júní til 31. ágúst er opið alla daga vikunnar frá 9-19. Seinni hluta maí og fyrri hluta september er opið alla daga frá 9-16, seinni hluta september og fyrri hluta maí er opið virka daga frá 9-16. Annars er alltaf opnað eftir samkomulagi og er nóg að hringja í síma 45-12345 til að láta opna. Selasetrið er rekið af 93 hluthöfum; stofnunum, fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum, en félagið gerir engar arðsemiskröfur. Forstöðumaður Selaseturs er Vignir Skúlason. Í fyrra heimsóttu rúmlega 11.000 gestir Selasetrið og var það 112% aukning frá árinu áður. -Við sjáum fram á gríðarlega aukningu nú, annað árið í röð, segir Vignir. -Og má það þakka fjölþættri markaðs- setningu. T.d. má nefna að náið samstarf hefur verið sett í gang við Hvalasafnið á Húsavík (og Norðursiglingu), þar hefur verið sett upp sýningaraðstaða á besta stað þar sem Selasetrinu ásamt Húnaþingi vestra eru gerð greinargóð skil. Hnitmiðuð markaðssetning er greinilega að skila sér. Markmið Selaseturs Íslands er að vera leiðandi í rannsóknum á sel við Ísland og standa fyrir fræðslu um seli. Vinna að uppbyggingu selaskoðunar sem afþreying- ar í ferðaþjónustu, auk þess að rannsaka og byggja upp náttúrutengda ferðaþjónustu. Selasetrið hyggst ná þessum markmiðum sínum með því að efla eigin starfsemi og þekkingu innan félagsins, fjölga starfsfólki, sérfræð- ingum og samstarfsaðilum, vinna að auknu samstarfi við stofnanir, fyrirtæki og ein- staklinga, ásamt því að koma á samstarfverkefnum bæði innanlands og utan. Selasetrið leggur áherslu á að hafa færustu vísindamenn á sínum snærum og að vinna í nánu samstarfi við rann- sóknastofnanir og sérfræð- inga. Fræðsludeild Selaset- ursins miðlar síðan upplýsingum um rannsókn- irnar og lifnaðarhætti sela til alþjóðasamfélagsins, al- mennings og ferðamanna. Katrín Inga Hólmsteinsdóttir á Skagaströnd skrifar Djamm sem varði í sex mánuði ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is Aflahornið 14. júlí -21. júlí 2013 Hlé á strandveiðum til 1. ágúst Í vikunni sem leið var landað rúmum 27 tonnum á Sauðárkróki og rúmum 14 á Hofsósi, eða samtals um 40 tonnum hjá Skagafjarðar- höfnum sem er einungis afli af strandveiðum. Verður nú hlé á þeim til 1. ágúst. Á Hvamms- tanga var landað 4,4 tonnum og rúmum 100 tonnum á Skagaströnd. /KSE Brák HU 115 Handfæri 541 Harpa HU 4 Handfæri 3860 Alls á Hvammstanga: 4401 kg Alda HU-112 Landb. Lína 8.942 Arney Lína 15.331 Ásdís ÓF-250 Handfæri 1.924 Bergur sterki HU-17 Handfæri 3.128 Bjarmi HU-33 Handfæri 3.206 Bjartur í Vík Handfæri 3.200 Bogga í Vík HU-6 Handfæri 3.175 Blær HU-77 Handfæri 1.774 Dagrún ST-12 Dragnót 3.087 Eiður ÍS-126 Rækjutroll 3.139 Elín ÞH-82 Handfæri 2.651 Garpur HU-58 Handfæri 3.089 Greifinn SK-19 Handfæri 3.149 Guðrún Ragna BA-162 Handfæri 3.137 Hafrún Dragnót 12.182 Húni HU-62 Handfæri 3.580 Hvítá MB-2 Handfæri 2.199 Muggur KE-57 Handfæri 6.254 Nonni HU-9 Handfæri 3.091 Ólafur Magnúss. HU-54 Handfæri 3.109 Snorri ST-24 Handfæri 2.906 Stormur EA-48 Handfæri 653 Straumur EA-18 Handfæri 2.095 SETRIÐ MITT UMSJÓN kristin@feykir.is Sveinbjörg HU-49 Handfæri 2.269 Sæborg SK-8 Handfæri 1.393 Víðir ÞH-210 Handfæri 2.268 Alls á Skagaströnd: 100.931 Berglind SH-574 Handfæri 2.057 Bliki SK-15 Handfæri 129 Hafey SK-10 Handfæri 3.052 Helga Guðm. SK-23 Handfæri 3.042 Kristín SK-77 Handfæri 2.404 Maró SK-33 Handfæri 3.150 Már SK-90 Handfæri 2.976 Óskar SK-13 Handfæri 2.158 Ríkey SK-111 Handfæri 529 Steini G SK-14 Handfæri 2.121 Vinur SK-22 Handfæri 2.629 Þytur SK-18 Handfæri 421 Ösp SK-135 Handfæri 2.652 Alls á Sauðárkróki: 27.320 Aggi Si-8 Handfæri 406 Ásmundur SK-123 Landb lína 4.609 Dúan SI-130 Handfæri 2.850 Hafbjörg SK-58 Handfæri 1.732 Skáley SK-32 Handfæri 2.806 Þorgrímur SK-27 Landb. lína 1.724 Alls á Hofsósi 14.127 kg SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.