Feykir


Feykir - 25.07.2013, Blaðsíða 11

Feykir - 25.07.2013, Blaðsíða 11
29/2013 Feykir 11 BJARNI SMÁRI GÍSLASON -Mjög vel, þær líta vel út. Fallegt lið. ORRI HREINSSON -Vonandi sem best bara. PÁLMI GEIR JÓNSSON -Aðeins betur en fyrr á tímabilinu. ELÍNBORG ERLA ÁSGEIRSDÓTTIR -Vonandi bara vel. MARGRÉT ALDA MAGNÚSDÓTTIR -Rooosalega vel. Feykir spyr... [SPURT Á KRÓKNUM] Hvernig heldur þú að meistara- flokki kvenna eigi eftir að ganga það sem eftir er af sumri? FE Y K IL EG A F LO TT A A FÞ R EY IN G A R H O R N IÐ Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina ætti að bregða sér á Eld í Húnaþingi og taka hina með sér. Tilvitnun vikunnar Lífið hefst þann dag sem þú eignast garð. - Kínverskt Sudoku Þrjú dægur í bjargi FRÉTTIR FYRRI ALDA : SKAGASTRÖND 1618 GAGN & GAMAN Ótrúlegt en kannski satt Maðurinn hefur mismikið litarefni í húðinni og eins og nærri má geta hafa blökkumenn meira af því en hinn dæmigerði Íslendingur. En allir menn eiga það sameiginlegt að hafa ansi lítið að litarefni í lófum og iljum og verða því ekki sólbrúnir á þeim stöðum. Ótrúlegt en kannski satt eru þeir einu prímatarnir sem svo er ástatt fyrir. Pétur og Bjarney kokka Bláberjaís á fimm mínútum Rækjusalat með eplum og ananas 1/2 haus jöklasalat 1/2 gúrka 2 græn epli 1 rauð paprika 1/4 ferskur ananas 1/4 blaðlaukur 1/2 poki klettasalat 300 g stórar rækjur 1 1/2 dós sýrður rjómi 1/2 sítróna salt og nýmalaður pipar 1 dl ferskar kryddjurtir, eftir smekk (smátt saxaðar) Aðferð: Rífið niður salatið, fræhreinsið epli og papriku og skerið í bita ásamt gúrku og ananas. Saxið blaðlauk. Raðið fallega ofaná salatið og hafið rækjurnar efstar. Hrærið saman sýrða rjómann, sítrónusafa, krydd- jurtir, salt og pipar. Gott að byrja á að hræra saman dressinguna og láta bíða í ísskáp þar til salatið er borið fram. Kartöflugratín með spergilkáli 1/2 kg kartöflur 1/2 haus spergilkál 1 stk laukur 1 rif hvítlaukur 1 1/2 dl rjómi 1 1/2 dl mjólk salt og nýmalaður pipar u.þ.b. 150 g rifinn ostur Aðferð: Penslið hæfilega stórt eldfast mót. Skerið kartöflur í sneiðar og spergilkál fremur smátt. Forsjóðið í saltvatni þar til tæplega meyrt. Laukur saxaður. Setjið kartöflur, spergilkál og lauk í mótið. Blandið saman rjóma, mjólk, pressuðum hvít-lauk, salti og pipar og hellið yfir. Dreifið rifna ostinum yfir og bakið í 180° heitum ofni í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til gratínið hefur fengið fallega gullin lit. Hér má líka rífa niður piparost og bræða í rjómablandinu sem hellt er yfir og sleppa þá salti og pipar. Bláberjaís 400 g frosin bláber 200 ml rjómi 1 stk egg 10 dropar stevía Aðferð: Setjið bláberin í mat- vinnsluvél og látið vélina snúast í nokkrar sekúndur. Bætið síðan útí rjóma, eggi og stevíu. Unnið saman þar til blandan hefur fengið þykka og fallega áferð. Verði ykkur að góðu! MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN kristin@feykir.is Bjarney Alda Benediktsdóttir frá Neðri-Torfustöðum í Miðfirði. Við búum að Neðri-Torfustöðum ásamt börnum okkar. Þau eru Ármann, Kristrún og María. Bústofninn á bænum er blandaður; kýr, kindur og nokkur hross. Ekki má gleyma að nefna tíkina okkar Millu, örustu hjálparhellu norðan Alpafjalla, segja hjónin Pétur og Bjarney, sem eru matgæðingar vikunnar að þessu sinni. Sumarið er tími uppskeru. Því er ekki úr vegi að uppskriftirnar innihaldi að einhverju leyti eitthvað af öllu því góða hráefni sem náttúran og gróðurhús landsins hafa uppá að bjóða. Við deilum því með ykkur þremur uppskriftum, með þetta í huga. Ferskt salat sem endalaust er hægt að breyta, allt eftir smekk eða því hvað til er í ísskápnum hverju sinni. Gratín sem passar vel með öllum mat, ekki síst grilluðum og að lokum hvernig töfra má fram yndislegan bláberjaís á aðeins 5 mínútum. Við skorum á nágranna okkar þau Pálínu Fanneyju Skúladóttur og Einar Georg Einarsson sem næstu matgæðinga vikunnar. -Við erum hjónin Pétur Hafsteinn Sigurvaldason frá Litlu-Ásgeirsá í Víðidal og Bóndi einn á Skagaströnd fór í vor í fuglabjarg með konu sína... Meðan bóndi var á syllunni, henti það slys konuna, að hún steyptist fram af brúninni og hrapaði niður á snös, er var í bjarginu fyrir neðan bóndann. Ekki hafði annað fólk vitað um ferðir þeirra hjóna, og liðu svo þrjú dægur að þeim barst ekki hjálp. > Öldin sautjánda, bls 52

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.