Feykir


Feykir - 25.07.2013, Blaðsíða 12

Feykir - 25.07.2013, Blaðsíða 12
Dusty Miller Hvernig myndir þú/þið lýsa tónlistinni þinni/ykkar? -Rokk/popp/rótgróin bráðin framtíðarmúsík. Hefur einhvern tímann eitthvað skondið átt sér stað á tónleikum hjá þér/ykkur? -Nei. Hvernig leggst það í þig/ykkur að spila á Gærunni 2013? -Okkur hlakkar mikið til að koma, spila og njóta! Afar skemmtileg hátíð hér á ferð og vel séð um sína. Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 29 TBL 25. júlí 2013 33. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 VEIÐIDAGAR 20% afsláttur af allri veiðivöru fimmtudag, föstudag og laugardag Móttaka Hesteyri 2 550 Sauðárkróki Vélaverkstæði KS veitir alhliða pípulagnaþjónustu Sími hjá pípulagnadeild er 825-4565 Jón Geirmundsson pípulagningameistari Hvað er á döfinni hjá þér/ykkur? -Gefa út plötu með tíð og tíma og leika á hljómleikum ásamt því að vinna nýtt efni. /GSG Kontinuum Hvernig mynduð þið lýsa tónlistinni ykkar? -Við erum rokkhljómsveit. Við spilum indí slegið rokk málm suðu með trúarlegri sannfæringu. Rokk, dulúð, fegurð, draumar, reiði, hávaði og læti. Bara eins og lífið. Hefur einhvern tímann eitthvað skondið átt sér stað á tónleikum hjá ykkur? -Á síðustu tónleikum var einn hress sem grátbað okkur um að fá að dansa á sviðinu meðan við spiluðum, nakinn. Nekt hans hefði líklega ekki gert mikið fyrir okkur, áhorfendur eða orðspor hans, þannig við afþökkuðum, en hann grét hinsvegar alla tońleikana í fremstu röð. Alvöru. Vonandi grenjar einhver á Sauðárkróki líka, af réttum ástæðum. Hvernig leggst það í ykkur að spila á Gærunni 2013? -Við hlökkum mikið til að spila. Við höfum bara heyrt góða hluti um hátíðina og finnst frábært að sjá hversu fjölbreytileg böndin eru. Tónlist á að vera landamæra- og fordómalaus, Gæran er það. Hvað er á döfinni hjá þér/ykkur? -Við vorum að koma af Eistnaflugi. Gáfum nýverið út myndaband við lagið Moonshine, sem var snögglega bannað í birtingu á daginn í sjónvarpi. Erum að spila á festivali í Camden London síðar í sumar og svo Iceland Airwaves í haust. /GSG TÓNLISTARHÁTÍÐIN GÆRAN SAUÐÁRKRÓKI 15.-17. ÁGÚST Hljómsveitir Gærunnar 2013 í spjalli við Feyki

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.