Feykir


Feykir - 25.07.2013, Blaðsíða 6

Feykir - 25.07.2013, Blaðsíða 6
6 Feykir 29/2013 sóknarinnar felast í því að margir aðilar með ólík sjónarmið og hagsmuni eigi í samræðu um og eigi aðild að stefnumótun um fiskveiðar. Félagslegt gildi fiskveiða og fiskvinnslu sé oft vanmetið í umræðunni um fiskveiðistjórnum. „Með þessari rannsókn ætla ég að varpa ljósi á þætti sem stjórnvöld og almenningur geta nýtt til að skilja fiskveiðar og fiskveiðistjórnun frá ólíkum sjónarmiðum. Jafnframt er rannsóknin skráning sögu- legra heimilda um líf í sjávar- byggðum á Íslandi í dag,“ segir hún. Cat segir það mikilvægt að rannsóknin sé alveg óháð öllum hagsmunaðilum og fjármögnuð af óháðum aðilum, en hún fjármagnar rannsóknina með styrk úr U.S. National Science Foundation, sem er sambærilegur sjóður í Bandaríkjunum og Rannís hér á landi. Gerði sambærilega rannsókn í Alaska Cat hefur áður gert sambærilega rannsókn í Alaska, sem gefur kost á samanburði við niðurstöður þaðan. Í rannsókninni prófar hún fullyrðingar á borð við Fiskveiðar eru fyrir mér bara atvinna og Ég hef hugsað um að hætta fiskveiðum. Cat segir að sumar fullyrðingarnar sem svarendur eru beðnir um að „Með viðtölum við ólíka einstaklinga sem tengjast veiðunum og þessari könnun vonast ég til að draga fram reynslu íbúa í sjávarbyggðunum og setja hana í samhengi við félagslegt og efnahagslegt mikilvægi fiskveiða og fisk- veiðistjórnunar,“ segir Cat. „Ég gerði um 500 manna úrtak og því er mjög mikilvægt að sem flest svör skili sér,“ bætir hún við. Með rannsókninni ætlar Cat að skrá og lýsa sögu þátttakenda í þrennskonar smábátaútgerð á svæðinu. Þannig mun hún skrásetja sögur og orðræðu um mismunandi fiskveiðistjórnun á Íslandi með tilliti til verndunar fiskistofna, aðgengi að fiskveiðum og annarra hvata en efnahagslegra, til þátttöku í fiskveiðum. Einnig ætlar hún að leggja mat á þátttöku í fiskveiðum, félagslega og efnahagslega afkomu af fiskveiðum og hagsmuni af veiðunum og hvernig sá breytileiki tengist fiskveiðistjórnum. „Ég tók formleg og óform- leg viðtöl við breiðan hóp þátttakenda í veiðum og vinnslu, s.s. áhafnir, skipstjórnarmenn, bátaeigendur, fiskvinnslufólk, þjónustuaðila og aðra aðila sem eru virkir í tengslum við fiskveiðar og fiskvinnslu,“ segir Cat. „Óformlegu viðtölin tók ég á vettvangi í fiskvinnslum og um borð í bátum til að kynnast fiskveiðum og fiskvinnslu á Íslandi betur. Út frá þeim samdi ég svo spurningakönnunina.“ Cat segir mikilvægi rann- Catherine Chambers rannsakar fiskveiðar við Ísland „Ætla að skoða félagslegt og efnahagslegt gildi fiskveiða“ VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir Catherine Chambers, sérfræðingur í strandmenningu hjá Þekkingarsetrinu á Blönduósi, vinnur nú að doktorsverkefni sínu við Háskólann í Alaska (University of Alaska Fairbanks). Með verkefninu hyggst hún skýra betur forsendur smábátaútgerðar, það er grásleppuveiða, strandveiða og kvótaveiða, í byggðunum við Húnaflóa og Skagafjörð. Hún hefur því útbúið könnun sem send verður út til 500 sjómanna vítt og breytt um landið á næstu dögum og vonast eftir að svörin gefi sem besta mynd af rannsóknarefninu. Auk þess hefur hún tekið viðtöl við ólíka einstaklinga sem tengjast veiðunum. Cathrine, eða Cat eins og hún er gjarnan kölluð, biðlar því til þeirra sem lent hafa í úrtaki að gefa sér tíma til að taka þátt og svara. Blaðamaður kynnti sér verkefnið sem þessi Blönduósingur frá Bandaríkjunum vinnur að. merkja við kunni að hljóma undarlega, en þær séu engu að síður mikilvægar til að meta félagsleg viðhorf til veiðanna. Varðandi aðrar sambærilegar rannsóknir sem gerðar hafa verið hérlendis nefnir hún t.d. að Háskólasetur Vestfjarða hafi gert rannsókn á strandveiðum árið sem þær hófust og Matís hafi gert rannsókn á viðhorfi til kvótakerfisins. „En þessi hefur m.a. sérstöðu af því hún er fjármögnuð erlendis frá.“ Cat starfar sem sérfræðingur í strandmenningu og gegnir stöðu sem tilheyrir bæði Þekkingarsetrinu á Blönduósi og Háskólanum á Hólum. Hún hefur verið hér á landi síðan 2008, þegar eiginmaður hennar hóf mastersnám við Háskólann á Hólum og síðan þá hafa þau komið og farið. Þau fluttu á Blönduós þegar hún fékk starfið fyrir um einu og hálfu ári og nú eru þau bæði í vinnu á Norðurlandi vestra. Rannsóknin verður send út í pósti kringum Versl- unarmannahelgina og þátt- takendur hafa tíma fram í ágúst/ september til að svara henni. Fyllstu nafnleyndar verður gætt og ekki þarf að svara í gegnum tölvu þar sem könnunin verður send út. Auk könnunarinnar hefur Cat tekið viðtöl við sjómenn, en þau eru tímafrekari og könnunin gefur meira magn upplýsinga á stuttum tíma. Sjálf er Cat á leið í fæðing- arorlof og mun vinna úr gögnunum þegar hún kemur til starfa á ný. Næsta vor eða um mitt sumar vonast hún til að vera komin með frumniðurstöður en heildar- niðurstöður ættu að liggja fyrir fyrri hluta árs 2015. Við úrvinnsluna vonast Cat til að njóta samstarfs annarra sem rannsaka strandmenningu og fiskveiðar, sem hún segir mikilvægt að hafa aðgang að þar sem hún sé sjálf ný í faginu hér á landi. Cat segir að vinnan við rannsóknina fari vel saman með starfi sínu við Þekkingarsetrið, sérstaklega þar sem þessi rannsókn teng- ist strandsmenningu beint. Hún segir rannsókn af þessu tagi mjög viðamikla og veita margvíslegar upplýsingar og opna nýjar spurningar sem leiða til frekari rannsókna, sem t.d. Þekkingarsetrið getur nýtt sér. Hún hlakkar til verkefnisins og vonast eftir góðum viðbrögðum íslenskra sjómanna.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.