Feykir


Feykir - 25.07.2013, Blaðsíða 5

Feykir - 25.07.2013, Blaðsíða 5
29/2013 Feykir 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/sport Knattspyrna 1. deild karla: Tindastóll – Leiknir Reykjavík 4–3 Stólarnir höfðu betur í sjö marka trylli Tindastóll og Leiknir Reykjavík mættust í bráðfjörugum fótboltaleik á Sauðárkróksvelli sl. laugardag. Kjöraðstæður voru til knattspyrnuiðkunar, stillt veður og mátulega hlýtt til að leikmenn gætu sýnt góða takta og vel færi um áhorfendur. Lokatölur í leiknum urðu 4-3 fyrir Tindastól. Leikurinn fór fjörlega af stað og strax á 4. mínútu gerði Seb Furness í marki Stólanna sjaldséð mistök, sendi boltann á Leiknismann sem renndi boltanum til hægri á Kristján Pál Jónsson sem afgreiddi knöttinn af miklu öryggi í markið framhjá svekktum Seba. Tindastólsmenn drifu sig í sókn og fengu hornspyrnu sem Björn Anton Guðmundsson skallaði í netið. Loftur Páll lenti í basli eftir að Stólarnir töpuðu boltanum á eigin vallarhelmingi og Ólafur Hrannar Kristjánsson skoraði laglega. Enn svöruðu Stólarnir hratt og örugglega því á 38. mínútu slapp Ingvi Hrannar Ómarsson inn fyrir vörn gestanna og setti boltann af öryggi í fjærhornið. Tindastólsmenn voru sterkari á upphafs- mínútum síðari hálfleiks og strax á 49. mínútu skoraði Elvar Páll Sigurðsson og staðan orðin 3-2. Á 88. mínútu náði Chris Tsonis að nýta sér Loftur Páll Eiríksson í hörkubaráttu við sóknarmann Leiknis. Körfuknattleiksdeild Tindastóls Helgi Rafn skrifar undir Þann 17. júlí skrifaði baráttujaxlinn og fyrirliði Tindasóls til margra ára undir samning þess efnis að hann leiki áfram með liði félagsins næsta tímabil. Segja má að kynslóðaskipti eigi sér stað hjá Tindastóli um þessar mundir en ljóst er að liðstyrkur Helga Rafns er mikilvægur liðinu sem leikur í fyrstu deild í vetur. -Mér líst bara nokkuð vel á þetta, segir Helgi Rafn þegar mistök í vörn Leiknis, komst á auðan sjó og þrumaði boltanum í markið. Eitt mark til við- bótar leit dagsins ljós en dæmd var vítaspyrna á Tindastólsmenn og Hilmar Árni Halldórsson minnkaði muninn úr vítinu. Lokatölur 4-3. Næsti leikur Tindastóls er gegn Völsungum á Húsavík næstkomandi laugardag og miðviku- daginn þar á eftir kemur lið Þróttar Reykjavík í heimsókn á Sauðárkróksvöll. /ÓAB Úthlutun styrkja úr Menningarsjóði Sparisjóðurinn hefur síðastliðin ár stutt myndarlega við bakið á ýmsum menningarverk- efnum en með því skrefi að stofna formlega menningar- sjóð vonast Sparisjóðurinn eftir að meiri formfesta komist á úthlutun stykja. Þessi úthlutun er sú fyrsta, vonandi í hópi margra, til menningarmála í Skagafirði. Að þessu sinni var sótt um styrki fyrir um 5,3 milljónir en úthlutað var um 1,5 milljónum króna. Sparisjóðurinn vonar að hægt verði að efla sjóðinn þannig að úthlutunarupp- hæðin hækki á komandi árum. Stefnt er að því að í fram- tíðinni verði styrkjum úthlut- að tvisvar á ári. /GSG Sparisjóður Skagafjarðar Skagfirskir strengir spiluðu við úthlutunina. hann er spurður út í komandi tímabil. –Ég held að þetta verði góður vetur. Þetta er náttúrulega uppbygging sem er að eiga sér stað. Það er fullt af guttum sem eru að stíga sín fyrstu skref og reyndar nokkrir þegar búnir að því. Það er hellingur af mönnum sem maður á eftir að spila á móti og þetta verður spennandi vetur. Mér líst vel á þetta, segir Helgi Rafn. /PF Knattspyrna 1. deild kvenna: Tindastóll – Víkingur Ólafsvík 7–1 Öruggur sigur hjá stelpunum forskot í leikhléið. Tindastólsstúkur byrðjuðu seinni hálfleikinn af krafti og strax á 48. mínútu komst Leslie upp að endalínu og sendi boltann fyrir og Bryndís Rún afgreiddi boltann af öryggi í netið. Tveimur mínútum síðar átti Leslie frábært langskot sem lá í netinu og staðan eftir 5 mínútur orðin 5-1. Á 85. mínútu átti Ólína frábæra sendingu á Bryndísi sem átti góðann kross á Leslie sem skoraði af öryggi. Síðasta markið kom svo á 90. mínútu þegar Snæbjört náði að pota boltanum í netið eftir aukaspyrnu frá Leslie. Leiknum lauk með 7-1 sigri Tindastóls. Næsti leikur Tindastóls verður í Reykjavík mánudaginn 29. júlí, en þá mæta stelpurnar Fram. /GSG Að þessu sinni hlutu eftirtaldir aðilar styrk: Skagafjarðarhraðlestin – Lummudagar Geirmundur Valtýsson – Jólatónleikar Lafleur – Fantasíur og ljóðmyndir Kakalaskáli – Leiðsögubæklingur Kakalaskáli – Eftirprentanir á listaverkum Skagfirskir strengir – Tónleikaferð Samgönguminjasafn – Framkvæmdir við safnið Tónlistarhátíðin Gæran – Tónlistarhátíð Kvennakórinn Sóldís – Tónleikar Skagfirski kammerkórinn – Haustdagskrá Fornverkaskólinn – Námskeið í vefnaði Byggðasafn Skagfirðinga – Útgáfa Grundarhópurinn – Menningarhátíð Markvert ehf – Sýning Maddömur – Endurbætur á húsnæði Gísli Þór Ólafsson – Bláar raddir, geisladiskur Kirkjukór Glaumbæjarprestakalls – Útgáfa geisladisks Víkingur Ólafsvík kom í heimsókn á Sauðárkróksvöll sl. sunnudag og þrátt fyrir að það væri yfir 20 stiga hiti og sól, þá sáu gestirnir aldrei til sólar í leiknum. Strax á fyrstu mínútum leiksins sýndu Tindastólsstúlkur að þær hafa tekið miklum framförum og voru betri aðilinn í leikum. Á 7. mínútu vann Carolyn boltann á miðjum vellinum og átti stórglæsilegt skot rétt fyrr utan teig sem steinlá í markinu. Fjórum mínútum síðar gerði Tindastóll sitt annað mark þegar Guðný lagði boltann af öryggi í netið. Eftir þetta náðu Víkingar að færa lið sitt ofar á völlinn og uppskáru mark á 25. mínútu og minnkuðu muninn í 2-1. Á 45. mínútur renndi Carolyn bolt- anum glæsilega framhjá mark- manni Víkings og í netið og fóru Tindastólsstúlkur með 3-1 Breiðhyltingar höfðu betur Kormákur/Hvöt, sameigin- legt lið Vestur- og Austur- Húnvetninga, spilaði heima- leik á Blönduósvelli sl. föstudag í tilefni Húnavöku. Þrátt fyrir góðan stuðning heimamanna og Húnavöku- gesta hafði B-lið Breiðholts (KB) betur og fór leikurinn 0-1. Einar Örn Einarsson skoraði eina mark leiksins á 40. mínútu. Kormákur/ Hvöt er nú í áttunda og neðsta sæti riðils- ins með 2 stig. /KSE Knattspyrna 4. deild karla: Kormákur/Hvöt – KB 0–1 52 keppendur tóku þátt Opna Steinullarmótið fór fram á Hliðarendavelli laugar- daginn 20. júlí í blíðskapar- veðri. Þátttakendur voru 52 og var leikfyrirkomulagið punktakeppni með og án forgjafar og einn opinn flokkur með forgjöf. Úrslit í karlaflokki voru sem hér segir: Punktakeppni án forgjafar sigraði Jóhann Örn Bjarkason, GSS (32 punktar). Í kvennaflokki: Punktakeppni án forgjafar sigraði Árný Lilja Árnadóttir, GSS (22 punktar). Í punkta- keppni með forgjöf sigraði Atli Freyr Rafnsson, GSS (38 punktar). /GSG Golf : Opna SteinullarmótiðRakel Svala búin að vinna boltann af leikmanni Víkings.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.