Feykir


Feykir - 25.07.2013, Page 8

Feykir - 25.07.2013, Page 8
8 Feykir 29/2013 Heilir og sælir lesendur góðir. Þegar ég nú kem mér að því að setjast við skrifborðið og leggja drög að enn einum vísnaþætti til birtingar í Feyki, verður mér fyrst til að grúska í gömlum blöðum sem ég hef fyrir margt löngu krotað á vísur sem mig hefur langað til að læra eða geyma. Nú upp úr kafinu koma ágætar vísur sem ég tel eftir Sigríði Árnadóttur á Svanavatni. Þekki ekki nema eitt slíkt bæjarnafn í Hegranesi í Skagafirði, og veit því miður ekki hvort þessi ágæti hagyrðingur hefur verið þaðan. Bið lesendur um upplýsingar ef þeir kunna þá sögu. Stakan léttir guma geð glögg og snögg í förum, hlý og glettin heilsa með hýru bros á vörum. Hér þó bjáti eitthvað á ættum kát að vera, því að hlátur huggar þá í hljóði grát sem bera. Einhverju sinni er Sigríður var stödd út í fallegri vornótt varð þessi til. Út ég horfi, allt er hljótt engar raddir kvaka. Úr lágnætti mun lífið hljótt ljóð sín endurtaka. Ein vel gerð vísa kemur hér í viðbót eftir Sigríði. Undur skýrt með ættarmót allt er í drottins nafni, uppvaxið af einni rót úr alviskunnar safni. Til góðs vinar mun Sigríður einhverju sinni hafa ort svo. Eðlið þitt er eflaust gott unni ég því í leynum. Er sem finni yndisvott. ást er heit í meinum. Hólmgeir Þorsteinsson áður bóndi í Vallakoti í Þingeyjarsýslu orti svo á efri árum. Æskan löngu liðin er lífs á göngu þreytist. Kjörin þröng þó mæti mér minn ei söngur breytist. Ég hef tekið lífið létt látið á súðum vaða, markið of lágt sífellt sett sjálfum mér til skaða. Þegar Hólmgeir var áttræður orti hann. Syrtir óðum, sjónin dvín senn lífsþráður brunninn. Áttatíu árin mín Vísnaþáttur 599 eru að baka runnin. Hólmgeir mun hafa nokkru áður en hann lést beðið vin sinn Indriða á Fjalli að gera gera sér greiða. Ekki mun þér erfiði eða tregt um greiða ofan á mig Indriði eina stöku breiða. Ekki fór svo að Indriði gæti gert vini sínum þennan greiða því hann andaðist réttu ári á undan Hólmgeiri. Glúmur sonur Hólmgeirs var einnig vel hagmæltur og mun hafa ort svo einhverju sinni við lát samferðamanns. Þetta er okkar allra leið enginn breytt því getur. Þegar allt er æviskeið alfaðirinn metur. Glúmur átti eitt sinn sem oftar leið fram hjá Vallanesi. Varð honum þá hugsað til séra Stefáns Ólafssonar og orti þá þessa. Var hér í Vallanesi virt og göfug sál, kvað svo ymur ennþá íslenskt stuðlamál. Hér má geta þess að undirritaður er mikið hrifinn af þriðju hendingu þessarar vísu, þótt í vísnagerð ég hefði leitað dauðaleit í haus mínum hefði það trúlega ekki fundist þar, þetta snjalla orð ymur. Eins og lesendur vita hef ég frá barnsaldri verið sjúkur í að læra vísur. Nú nýverið rakst ég á tvær slíkar í dóti mínu sem ég hef ekki munað eftir hvern væru. Tildrög þeirra munu vera þau, að hjón í Þingeyjarsýslu Sigurbjörn Sigurðsson og Ingibjörg Kristjánsdóttir dunduðu sér við að yrkjast á. Sigurbjörn segir Vera snauður vont er það varla nauð fá bifað. Ætti ég sauði og gjarðaglað gæti ótrauður lifað. Frú Ingibjörg var á öðru máli en svarar með svo laglegri hringhendu. Þegar dauði að dyrum ber á dimmu nauða kvöldi, hjálpar auður enginn þér eða sauðafjöldi. Kemur nú enn að leiðarlokum vísnaþáttar. Gleðjumst öll við lokavísu þáttarins sem er eftir hinn snjalla hagyrðing Gissur Jónsson bónda í Valadal á Skörðum. Mín er ekki vonin veik, vermd af nægtabrunni. Kátur eins og lamb mér leik lífs í náttúrunni. Verið þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) Vöktu athygli fyrir líflega framkomu Átján stúlkur úr 3. flokki kvenna hjá Tindastól auk þjálfara og fararstjóra lögðu leið sína til Svíðþjóðar til að taka þátt í Gothia Cup sem haldið var í Gautaborg. Stelpurnar eru fæddar á árunum 1997 og 1998 (15 og 16 ára), en kepptu í G17 þar sem leikmenn eru 17 ára og mega vera með tvo eldri leikmenn. Stúlkurnar hjá Tindastóli lentu á milli aldursflokka og kepptu því við eldri stelpur. Feykir hafði samband við mömmurnar Guðnýju Axels- dóttur og Stefaníu Birnu Jóns- dóttur, sem voru fararstjórar ásamt Sigurlaugu Reynalds- dóttur, og fékk að heyra ferðasöguna. Stelpurnar töpuðu öllum leikjunum í riðlinum, en gekk ágætlega í undanúrslitum. Þær komust í að keppa um átta liða úrslit á móti Lillån FK. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 1-1, en Tindastóll tapaði í vítaspyrnukeppni 5-3. Hápunktar ferðarinnar voru allnokkrir að sögn farar- stjóranna, Guðnýjar og Stefaníu Birnu. „Þar sem þær Stúlkurnar í 3. flokki Tindastóls fóru á Gothia Cup Tindastólsstúlkurnar fyrir leik gegn Tuve. töpuðu öllum leikjum í riðl- inum þá kom það skemmtilega á óvart að komast svona langt í úrslitunum. Opnunarhátíðin var mjög flott og gaman að heyra lagið Small Talks með Monsters Of Men spilað aftur og aftur undir kynningum á þátttökuþjóðunum. Þá fóru þær á landsleik en þar kepptu Danmörk og Finnland. Lise- berg tívolíið var heimsótt þrisvar og var alltaf jafn skemmtilegt. Að ógleymdum verslunarferðunum og öllum sætu strákunum, en stúlkurnar vöktu athygli fyrir fegurð og líflega framkomu. Þær döns- uðu línudans og Gangman Style á miðbæjartorginu og sungu hástöfum Lífið er yndislegt í sporvögnum Gauta- borgar.“ Ferðin gekk almennt mjög vel. Veðrið var mjög gott og góður andi í hópnum. Dvölin byrjaði reyndar ekki vel því beddar, sem búið var að panta, voru ekki til staðar þegar þær mættu í skólann eftir langt ferðalag og næturflug. En stelpurnar létu það ekki á sig fá og lögðu sig bara á gólfið í skólastofunni. Eftir viku dvöl í Svíþjóð hélt hópurinn heim aftur og var alveg tilbúinn að fara aftur að ári. Þjálfari stúlknanna er Guðjón Örn Jóhannsson og segja þær Guðný og Stefanía Birna það vera frábært að sjá hversu vel hann nær til stúlknanna bæði í leik og starfi. /GSG Selatalningin mikla 757 selir taldir Selatalningin mikla fór fram á vegum Selaseturs Íslands á sunnudaginn. Talningin hefur farið fram árlega síðan árið 2007 en markmið hennar er að fylgjast með fjölda og staðsetningu landsela í kringum Vatnsnes og Heggstaðanes, ásamt því að gefa almenningi tækifæri á að kynnast og taka þátt í rannsóknarstarfsemi Selaseturs Íslands. Á vef Húna.is er sagt frá því að selir hafi verið taldir á allri strandlengjunni á Vatns- nesi og Heggstaðanesi í Húnaþingi vestra, en það er samtals um 100 km. Um 30 manns tóku þátt í talningunni og fóru talningarmenn gang- andi, ríðandi eða á báti. Talningin byggir algjörlega á þátttöku sjálfboðaliða, en með þessu móti gefst færi á að kanna stórt svæði á mjög stuttum tíma. Í ár sáust samtals 757 selir á svæðinu, aðallega landselir. Það eru aðeins fleiri selir en sáust 2012, en þá voru talin 614 dýr. Hinsvegar hefur fjöldinn árin þar á undan verið yfir 1000 dýr. /GSG

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.