Feykir


Feykir - 05.12.2013, Blaðsíða 8

Feykir - 05.12.2013, Blaðsíða 8
8 Feykir 46/2013 Sonja Petra hugsar hlýtt til Króksins góða. Ég man að ég fór fyrst að spá í þessu eftir annan bekk, eftir því sem ég man best þá flutti æskuvinkona mín, hún Lilja, frá Króknum. Hún fór reyndar ekkert lengra en á Halldórsstaði rétt fyrir utan Varmahlíð, en samt!, hún var ekki lengur frá Króknum að mínu mati. Þann sama dag kviknaði upp þessi speki „Af hverju vill fólk fara frá Sauðárkróki?, ég ætla sko aldrei að fara”. Hérna á ég fullt af vinum í skólanum og hér eru líka uppáhalds kennararnir mínir, Ingibjörg og Sighvatur. Hér á ég líka yndislega fjölskyldu og ættingja sem ég hitti hvern Sonja Petra Stefánsdóttir skrifar Burtfluttur Króksari ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is einasta dag. Sérstaklega vil ég þá nefna hana Lýdíu mína eða „bestu frænku“ eins og hún hefur oft bent á og bíltúrana með henni upp á Nafir til að skoða litlu lömbin. Ár eftir ár kom þessi hugsun alltaf í hausinn á mér þegar nýir krakkar komu eða fóru úr bekknum og var alltaf þessi spurning til staðar. Ég man alltaf að það voru blendnar tilfinningar þegar brottfluttir ættingjar komu í heimsókn og var þá helsta hugsunin hjá litlu mér þessi: „Ég vissi að þau myndu sakna okkar og koma aftur”. Árið 1997 var komið að mér… Fjölskyldan mín ákvað þá að flytja til Svíþjóðar þar sem pabbi var kominn með vinnu. Ég var ekki par sátt með þá ákvörðun og hugsaði til krakkanna sem voru farin frá Króknum og ég hafði ekki séð lengi. Nú myndi ég verða alveg eins og þau, hætta að vera frá Sauðárkróki. Svíþjóð var algjört ævintýri en það vantaði alltaf eitthvað. Þegar ár var liðið spurði pabbi okkur hvað við vildum gera og voru allir á sama máli að við vildum fara heim. Ég gleymi aldrei fyrsta deginum aftur á Króknum. Það var stór veisla í Barmahlíð hjá ömmu og afa þar sem ég hitti öll frændsystkinin aftur. Seinna þetta kvöld komu svo gömlu æðislegu bekkjasystkinin óvænt í heimsókn til að bjóða mig velkomna heim. Við duttum strax í spjall og var eins og ekkert hefði í skorist. Ég man sérstaklega eftir því þegar ég fór í háttinn þetta kvöld að þessar skrýtnu pælingar mínar vöknuðu aftur upp og að núna væri ég sko aftur orðin Króksari. Það leið ekki nema ár frá því kvöldi þar til að við fluttum alveg frá Króknum en þegar ég hugsa til baka þá finnst mér æðislegt hvað ég spáði mikið í því hvaðan ég væri og að sem krakki hafi ég komist að því að Sauðárkrókur er miklu meira en bara eitthvert bæjafélag. Sauðárkrókur er þar sem litla stolta hjarta mitt mun alltaf vera. - - - - - Sonja skorar á æskuvin sinn, Arnar Snæ Gunnarsson, að koma með næsta pistil. Hestamenn gera upp árið Knapar og hross verðlaunuð Valið á hrossaræktarbúi Skagafjarðar grundvallaðist á árangri hrossanna Knás, Kommu og Gátu. Þau Ytra- Vallholtshjón, Björn og Harpa, fóru því heim með Ófeigs- bikarinn, sem er farandgripur, er veittur er árlega af þessu tilefni. Sörlabikarinn hlýtur hæst dæmda kynbótahross ársins (skagfirskur uppruni og eig- andi) og að þessu sinni var það stóðhesturinn Blær frá Miðsitju (8,54) sem hlaut þann bikar og var það ræktandinn, Magnús Andrésson, sem veitti bikarn- um viðtöku. Kynbótaknapi ársins að þessu sinni var Bjarni Jónasson og hampaði hann Kraftsbikarnum. Einnig hlutu þrjú efstu kynbótahross í hverjum flokki viðurkenningu. Hjá hestaíþróttafólkinu var Mette Mannseth valin Íþrótta- knapi ársins en Bjarni Jónasson reið feitum hesti frá þessum uppskerufögnuði því auk þess að vera kynbótaknapi ársins Björn Grétar Friðriksson og Harpa Hrund Hafsteinsdóttir Ytra-Vallholti. Mynd: HSS nýtur hann þess einnig að hafa verið valinn gæðingaknapi- og knapi ársins. Hestaíþróttamenn ársins hjá unga fólkinu var einnig heiðrað en þar voru á ferð Guðmar Freyr Magnússon í barnaflokki, Ásdís Ósk Elvarsdóttir í ungl- ingaflokki og Jón Helgi Sigurgeirsson í ungmenna- flokki sem þóttu skara framúr. Leysingjastaðir Ræktunarbú ársins í A-Hún Uppskeruhátíð húnvetnskra bænda og hestamanna var haldin þann 23. nóvember sl. og líkt og fyrri ár voru veitt verðlaun fyrir hesta, kýr og kindur. Knapi ársins 2013 hjá Hestamannafélaginu Neista er Jakob Víðir Kristjánsson. Á neisti.net segir að hann hafi gert það gott á keppnisvellinum, var með tvo efstu hestana í B-flokki gæðinga á félagsmóti Neista og úrtöku fyrir Fjórðungsmót, þá Gítar frá Stekkjardal og Börk frá Brekkukoti. Var með þrjá hesta í úrslitum í B-flokki á félagsmótinu. Hann var einnig í A-úrslitum í B-flokki gæðinga á Fákaflugi og í úrslitum í tölti og fjórgang á opnu íþróttamóti Þyts. Að venju veittu Samtök Hrossa- bænda í A.-Hún ræktendum í félaginu viðurkenningar fyrir hæst dæmdu kynbótahrossin en í flokki fjögra vetra hryssa var það Telma frá Steinnesi sem fékk þau, Þórdís frá Skagaströnd í fimm vetra flokknum, Hvöt frá Blönduósi í sex vetra og Staka frá Steinnesi í flokki sjö vetra og eldri Í flokki fjögra vetra stóð- hesta stóð Besti frá Upphafi undir nafni og hlaut verðlaun, Hausti frá Kagaðarhóli í sex vetra og í flokki sjö vetra og eldri varð það Kompás frá Skagaströnd sem hlaut þann heiður. Sölufélagsbikarinn fær hæst dæmda hryssa á héraðssýningu í Húnaþingi í eigu heimamanns og varð það Vigur frá Hofi sem hann hlaut en Búnaðarbanka- bikarinn hlýtur hæst dæmdi stóðhestur á héraðssýningu í Húnaþingi í eigu heimamanns og kom hann í hlut Hausta frá Kagaðarhóli. Fengsbikarinn sem gefinn var til minningar um Guðmund Sigfússon frá Eiríksstöðum og veittur er hæst dæmda kyn- bótahrossi í eigu heimamanns hlaut að þessu sinni Kompás frá Skagaströnd. Bikar til minningar um Magnús Blöndal frá Skagaströnd og gefinn af Sveini Inga Grímssyni og fjölskyldu er veittur hæst dæmda fjögra vetra stóðhesti úr Austur-Húnavatnssýslu. Að þessu sinni var það Besti frá Upphafi sem hlýtur þann heiður. Þá var Leysingjastaðir í Húna- vatnshreppi valið Ræktunarbú ársins 2013 en ábúendur þar eru þau Hreinn Magnússon og Hjördís Jónsdóttir. /PF Það var húsfyllir á efri hæðinni í Miðgarði þegar uppskerufögnuður skagfirskra hestamanna fór fram sl. laugardagsvöld. Að sögn Guðmundar Þórs Elíassonar á Varmalæk var feiknagóð stemning í salnum og auk verðlaunaafhendinga fór Hinrik Már Jónsson á kostum í pistli sínum um hvernig hestamenn eru frábrugðnir venjulegu fólki. En það var Ytra-Vallholt sem var útnefnt hrossaræktarbú Skagafjarðar 2013 og helstu knapar héraðsins voru útnefndir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.