Feykir


Feykir - 05.12.2013, Blaðsíða 12

Feykir - 05.12.2013, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 46 TBL 5. desember 2013 33. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 s: 455 4610 - Sauðárkróki Mot tur o g dreg lar á JÓ LA- TILB OÐI HJÁ OKKUR FÁST NÚ helstu vörur frá 66°Norður vandaður fatnaður fyrir allan aldur Sama verð hjá 66°Norður um land allt. Verslum í heimabyggð! Frábært í jólapakkann Svava Árnadóttir, Breiðuvík Alltaf með peysur í gangi HVAÐ ERTU MEÐ Á PRJÓNUNUM? UMSJÓN kristin@feykir.is Svava Árnadóttir sem kennir sig við Breiðuvík hefur búið ásamt eiginmanni sínum Jóni Guðnasyni á Litlu-Borg í V-Húnavatnssýslu að ganga átjánda árið. Hún segir staðinn afskaplega góðan fyrir þau að dunda við helstu áhugamálin eftir að hætta varð að vinna. Svava, sem tók áskorun Brynhildar Gísladóttur í Víðidalstungu, leiðir lesendur í allan sannleik um það hvað er á prjónunum hjá henni. -Þegar ég var um það bil sjö ára var ég í sveit hjá móðurömmu minni, austur í Hellatúni í Ásahreppi. Hún var þarna komin hátt á níræðis- aldurinn og með gláku, svo sjón var ekki góð. En hún sat og prjónaði alla daga og þetta var kveikjan að mínu upphafi að prjónamennsk- unni og kenndi hún mér listina þrátt fyrir dapra sjón. Ég er alltaf með peysur í gangi fyrir Hand- prjónasambandið, fyrir utan að vera með eitthvað fyrir einhvern úr fjölskyldunni. Núna eru tvær peys- ur á prjónunum, ein á dótturina og hin á dóttursoninn en þau búa í Montana, USA. Þess utan er ég að vinna smásokka úr filti, skreytt með perlum og pallíettum, frá Bucilla, fyrir hnífapör. Það er alltaf erfitt að gera upp á milli en ég hef líka saumað með krossaum, árstíðirnar eftir Thor- valdsen, sem var heilmikið verk og svo setti minn maður þetta í ramma sem hann smíðaði og var svo sett yfir hjónarúmið. Á einnig nóttina saumaða og daginn á leiðinni. Norskar peysur prjónaði ég á okkur hjónin og flest börnin, tengdabörn og barnabörn, og var það gaman. Það mest ögrandi var að sauma jólatrésteppi frá Bucilla. Það var á hannyrðasýningunni hjá eldri borgurum á Hvammstanga og var svo birt mynd af því í Norðanátt sem var afskaplega gaman fyrir mig. Svava skorar ég á frænku sína Oddnýju Jósefsdóttur á Sporði að upplýsa hvað hún hefur á prjón- unum í næsta þætti. Árstíðirnar eftir Thorvaldsen prýða veggi svefnherbergis þeirra hjóna en Svava tók eina mynd á ári eða þar um bil. Þær voru keyptar í Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga í kringum 1987 og var hún búin með þær upp úr 1990. Svava í norskri peysu, sem hún prjónaði handa sér en eiginmaðurinn fékk aðra eins. Peysur- nar eru prjónaðar úr norsku Dalagarni af gerðinni Falk og tekur það allt að viku, og stundum meira, að útbúa hverja peysu eftir því hvað þær eru stórar og mynstur margbrotið. Jólatrésteppi er eitt af því, sem Svava hefur tekið fyrir að dunda sér við á seinni árum. Var hún lengi búin að láta sig dreyma um, að vinna úr þessum skemmtilegu pakkningum frá Bucilla. Jóla og aðventutónlist Nú á dögunum kom út nýr geisladiskur sem ber nafnið Kertaljós með Kór Glaumbæjarprestakalls sem hefur að geyma hugljúfa jóla og aðventu- tónlist. Auk kórsins sem telur á fjórða tug meðlima fékk hann aðstoð frá stúlkum úr Varmahlíðarskóla sem syngja með í nokkrum lögum. Flest eru þetta kunnug- leg lög að upphafslaginu Það kertaljós undanskildu en það er eftir stjórnandann Stefán Gíslason við texta Sigurðar Björnssonar frá Framnesi. Um undirleik sáu Berglind Stefánsdóttir flautuleikari og Eyþór Ingi Jónsson organisti Akureyr- arkirkju. Upptökur fóru fram í Blönduóskirkju undir styrkri stjórn Skag- firðingsins Hilmars Sverris- sonar. Áður hefur kórinn gefið út diskinn Mín helgi- stund. Nýi diskurinn er fáanlegur í verslunum auk þess sem hægt er að nálgast hann hjá kór- meðlimum. /PF Kór Glaumbæjarprestakalls

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.