Feykir - 05.12.2013, Blaðsíða 10
10 Feykir 46/2013
Þessi magnaða mynd af Hvítserk í miðnætursólbaði prýðir forsíðu bókar Jóns, Ljós og náttúra Norðurlands vestra.
Jólin nálgast
Það er ekki ofsögum sagt að jólin eru rétt handan
við hálsinn – eða þannig. Það styttist í hátíðina og
víða voru tendruð ljós á jólatrjám sveitarfélaga hér
á Norðurlandi vestra um helgina.
Aðventustemningin á Króknum hófst með jóla-
hlaðborði Rótarýklúbbs Sauðárkróks í íþróttahúsinu,
en framtak klúbbsins var sannarlega frábært og fjöl-
margir sem nutu góðs af. Viðburðurinn var ætlaður
sem samfélags- og styrktarverkefni og komu mörg
fyrirtæki að verkefninu með Rótarýmönnum. Auk
þess að þiggja vel útilátinn jólamatinn nutu gestir
tónlistar ungra Skagfirðinga og Guðni Ágústsson,
hinn ættleiddi sonur Skagafjarðar, las upp úr nýjustu
bók sinni við góðar undirtektir.
Í Gamla bæinn á Króknum mætti síðan fjöldi
fólks í sunnan hraglanda til fylgjast með þegar ljós
voru tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi og jólasveinkar
dúkkuðu upp. Ágæt stemning var í bænum þó fólk
hafi kannski staldrað stutt við sökum veðurs sem var
ekki með jólalegra móti. /ÓAB
Svipmyndir frá helginni á Króknum
verkefnum. Hún er þessa
dagana að útsetja tónlist við
óperu sem hún samdi í sam-
vinnu við Guðrúnu Ásmunds-
dóttur. Óperan er um vináttu
Ragnheiðar Brynjólfsdóttur
biskupsdóttur og Hallgrím
Pétursson prest. Tónlist óper-
unnar verður gefin út á næsta
ári og vonandi fer hún á svið
einnig þá.
Við erum mjög ánægð í
Hvalfirðinum og er það gott að
vera nálægt náttúrunni eins og í
Skagafirði.
Eitthvað sem þú vilt koma
á framfæri?
-Ég vona að íbúar Norðurlands
vestra taki bókinni vel, mikill
metnaður er lagður í hana og
með henni er þessum
landshluta gerð góð skil í
ljósmyndabók sem fangar
fallegt landslag og náttúru og er
því góð heimild því landið
okkar tekur sífelldum breyt-
ingum.
Við viljum einnig koma á
framfæri kærum kveðjum til
þeirra sem við þekkjum og
höfðum starfað með á
Norðurlandi vestra, við áttum
góð sjö ár í Skagafirði. Neita því
heldur ekki að ég sakna mikið
sundlaugarinnar á Hofsósi,
væri til að hafa hana hérna hjá
mér í Hvalfirði.
/PF
Laufabrauðið smurt á jólahlaðborðinu.
Skólakór Varmahlíðarskóla söng á Kirkjutorginu á Króknum.
Ungir og eldri áttu góða stund í íþróttahúsinu.
Sólveig Fjólmunds kynnti og söng með glæsibrag á Kirkjutorginu.
Maddömur tóku vel á móti gestum í Maddömuhúsinu.
Rótarýmenn þjónuðu til borðs. Árni Stef, Frímann og Reynir kampakátir.
Góð mæting var í bæinn þó veðrið væri lítið jólalegt.
Allir höfðu gaman að Guðna. Bjarni Har, Dísa, Eiríkur Sig og Lóli.
Jólaepli Ritu og Þuríðar vöktu lukku.
Um 600 manns mættu á jólahlaðborð að talið er.