Feykir


Feykir - 12.12.2013, Side 9

Feykir - 12.12.2013, Side 9
47/2013 Feykir 9 Hjá Æskunni er komin út bók eftir Jens Guð, sem í Skagafirði er betur þekktur undir nafninu Jens Kristján. Þrátt fyrir að vera löngu brottfluttur er þessi landsþekkti bloggari og skrautskriftarkennari Skagfirðingur að ætt og uppruna. Bókin sem hann skrifar fjallar um færeysku söngkonuna Eivöru og ber titilinn Gata, Austurey, Færeyjar, EIVÖR og færeysk tónlist. -Ég er fæddur (1956) og upp- alinn á Hrafnhóli í Hjaltadal, sonur Guðmundar Stefáns- sonar og Fjólu Kr. Ísfeld. Bærinn á Hrafnhóli brann 1979 og þá flutti fjölskyldan til Akureyrar, nema Sæunn systir mín. Hún tók saman við Hallgrím Tómasson á Sauðár- króki, settist þar að og eignaðist með honum tvo syni. Sjálfur var ég kominn suður í nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands þegar bærinn á Hrafnhóli brann, segir Jens. Hin nýútkomna bók fjallar að uppistöðu um færeysku söngkonuna Eivöru, sem er vinsælasti erlendi tónlistar- maðurinn á Íslandi ef miðað er við plötusölu. Hérlendis selur hún um 10 þúsund eintök af hverri plötu. Miðað við vin- sældir Eivarar hérlendis má ætla að bókin verði vinsæl. Hún er einnig seld í Færeyjum. Viðræður eru um að bókin verði þýdd yfir á dönsku og norsku. Jens segist ennþá vera Skag- firðingum að góðu kunnur. -Flestir íbúar Hjaltadals og Við- víkursveitar þekkja mig. Ég var tvo vetur í gagnfræðaskóla á Steinsstöðum. Flestir í Lýtings- staðahreppi þekkja mig þess vegna. Það var nokkur sam- gangur á milli nemenda í Steinsstaðaskóla og Varma- hlíðarskóla. Við krakkarnir í Hjaltadal lærðum sund á Sauðárkróki með krökkunum í Hofsósi og Hofshreppi. Öll haust vann ég í Slátur- félagi Skagfirðinga á Sauðár- króki, þar sem pabbi var for- stjóri. Pabbi var oddviti í Hólahreppi, lengi formaður Ungmennafélagsins Hjalta og meðhjálpari á Hólum í Hjalta- dal. Ég hef alltaf skilgreint mig sem Skagfirðing þrátt fyrir að hafa átt heima í Reykjavík síðastliðna áratugi. Til viðbótar þessari upptalningu á ég stóran frændgarð þvers og kruss um Skagafjörðinn. Þegar ég ferðast um Skagafjörðinn í dag þá þekki ég meirihlutann af öllum sem ég hitti. Auk þess að vera lands- þekktur bloggari og hafa áður gefið út Poppbókina og átt kafla í bókunum Megasi og Íslensk- um gamansögum 3 er Jens kunnur fyrir skrautskriftarnám- skeið sem hann hefur haldið vítt og breytt um landið. -Um nokkurra ára skeið kenndi ég skrautskrift fyrir Farskóla Norð- urlands vestra. Ég þekkti ekki alltaf alla nemendur í upphafi námskeiðs. En jafnan kom í ljós þegar á leið að ég þekkti foreldra þeirra, maka eða aðra nátengda. Ég hef einnig verið með fjölmörg skrautskriftarnám- skeið í Húnavatnssýslu og þekki marga þar, segir Jens. /KSE Jens Guð skrifar um færeysku söngkonuna Eivör Vinsælasti erlendi tónlistarmaðurinn á Íslandi Paradísarstræti - metsölubók í Þýskalandi Bókaútgáfan Merkjalækur er til heimilis á Merkjalæk í Svínadal í A-Hún, en bærinn Merkjalækur stendur við Svínadalsfjall milli Grundar og Geithamra. Það eru Sigurður H. Pétursson, fyrrum héraðsdýralæknir í A-Hún til 30 ára, og kona hans, Ragnhildur Þórðardóttir, sem eiga og reka útgáfuna. Fyrir nokkrum árum gaf útgáfan út bókina Bræðravíg á Balkanskaga, sem er þýdd úr Esperanto. Paradísarstræti er önnur bókin sem útgáfan gefur út, þýdd úr þýsku af Sigurði og syni hans, Pétri M. Sigurðssyni. Bókin er prentuð í Litrófi og er 144 síður með mörgum myndum og fjórum landakortum. Í Paradísarstræti segir Lena Grigoleit, austur-prússnesk bóndakona, sögu sína. Höfundur bókarinnar er Ulla Lachauer, þýsk blaðakona. Hún kom í þorpið, þar sem Lena bjó, árið 1989 eftir fall Berlínarmúrsins. Fyrir tilviljun kemst hún í kynni við Lenu sem þá var ein eftir í þorpinu af fyrrum íbúum þess. Með Ullu og Lenu takast góð kynni og nokkrum árum seinna dvelur Ulla hjá Lenu í tvær vikur með upp- tökutæki og stílabók og afraksturinn er bókin Para- dísarstræti. Lena upplifir tvær heims- styrjaldir og útlegð í fimm ár í Síberíu með fjölskyldunni. Hún kemst heim aftur. Lena Bókaútgáfan Merkjalækur í A-Hún sendir frá sér bók hefur mikla frásagnarhæfileika og frásögn hennar er einlæg og sönn. Frásögnin snýst um hið mannlega án nokkurra stríðslýsinga á þessum miklu umróta- og stríðstímum sem Lena upplifir, sem skók alla Evrópu á 20. öld og gjörbreytti landakorti álfunnar. Í bókarlok er vandaður eftirmáli um tilurð bókarinnar og sögu Memelhéraðs. Einnig eru í bókinni fjögur landakort sem sýna þróun landsvæðisins á 20. öld ásamt fjölda ljós- mynda. Bókin varð metsölu- bók í Þýskalandi þegar hún kom út og hefur verið þýdd á nokkur tungumál. Bókin er komin í sölu í mörgum verslunum á Höfuð- borgarsvæðinu. Einnig er hægt að panta bókina hjá útgefanda, Sigurði H. Péturssyni, í síma 557-2480 eða 892-3215 eða með tölvu- pósti í netfang sighp@emax.is. Kostar þá bókin 2.100 krónur með sendingarkostnaði. /KSEEins og fram hefur komið í fréttum Ríkisútvarpsins og á fréttamiðlinum Húnahorninu gæti beint fjárhagslegt hagræði af sameiningu allra sveitarfélaga í Austur- Húnavatnssýslu verið allt að 50 milljónir króna á ári. Skuldahlutfall sameinaðs sveitarfélags yrði nálægt landsmeðaltali. Þetta kemur fram í nýrri úttekt um hagkvæmni sameiningar sem KPMG vann fyrir sveitarfélögin. Í Austur-Húnavatnssýslu eru í dag fjögur sveitarfélög; Húna- vatnshreppur, Blönduósbær, Sveitarfélagið Skagaströnd og Skagabyggð. Niðurstöðurnar voru kynntar á sameiginlegum fundi í síðustu viku og þar kom fram að nokkur ávinningur yrði af sameiningu. Beinn Sveitarfélögin í Austur-Húnavatnssýslu Sameining yrði hagstæð samanlögð rekstrarniðurstaða á síðasta ári var jákvæð og sameinað er sveitarfélagið talið ráða vel við skuldbindingar sínar. Til framtíðar telur KPMG að sameinað sveitarfélag standi vel að vígi með reksturinn, í samanburði við önnur land- svæði og hafi góða vaxtar- möguleika. Arnar Þór segir engin áform um áframhaldandi sameigin- lega vinnu með niðurstöðurnar, þær verði kynntar í hverju sveitarfélagi fyrir sig en síðan verði tíminn að leiða í ljós hvert framhaldið verður. Er hann frekar svartsýnn á að kosið verði um sameiningu í Austur- Húnavatnssýslu í sveitarstjórn- arkosningum í vor. Síðast þegar vilji íbúa til sameiningar var kannaður var meirihluti íbúa Blönduóss jákvæður en í hin- um sveitarfélögunum reyndist ekki vilji til sameiningar. Arnar Þór segir að þrátt fyrir að Blönduós hafi verið undir eftirliti Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga þá sjái fyrir endann á því, enda sé svokallað 150% viðmið að nást þegar á næsta ári og fjárhags- áætlun geri ráð fyrir hagnaði í rekstri næsta ár. „Við höfum fjárfest mikið undanfarin 20 ár þannig að í dag er fjárfestingar- þörf nánast engin. Hér er íbúafjöldi tiltölulega stöðugur og fráveitumál, sem víða eiga eftir að verða fjárfrek á næst- unni, eru hér til fyrirmyndar. Við hérna á Blönduósi erum tilbúin, við erum bara sæt stelpa á ballinu, sem bíður eftir að verða boðið upp.“ /KSE árlegur sparnaður í rekstri, einkum vegna hagræðingar í yfirstjórn og aukinna tekna frá Jöfnunarsjóði, þýddi að fjár- hagslegt hagræði gæti orðið allt að 50 milljónir króna á ári. Þá er bent á möguleika til frekari hagræðingar, meðal annars í öldrunarmálum og rekstri grunnskóla. Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi, sagði í samtali við Feyki að úttektin hefði eingöngu náð til hag- ræðingar í yfirstjórn en ekki hefði verið komið inn á aðra hagræðingarmöguleika, svo sem í skólamálum. Á móti komi að ekki sé gert ráð fyrir ýmsum aukakostnaði sem t.d. hlýst að því að hafa aukið starfsmannahald í stjórnsýsl- unni þegar hún dreifist á fleiri en eitt byggðarlag. Fjárhagsleg staða sveitarfél- aganna er afar misjöfn en Í dag eru fjögur sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu og gæti hagræðing af sameiningu þeirra orðið allt að 50 milljónir á ári.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.