Feykir - 19.12.2013, Qupperneq 4
4 Feykir 48/2013
Jóhannes Friðrik
Þórðarson, betur þekktur
sem Jói Þórðar, varð við
græjuáskoruninni frá Ástu
Birnu. Jói starfar hjá föður
sínum, Þórði Hansen og
vinnur á kranabílum,
gröfum og allskyns
vinnuvélum og tækjum. Jói
er í sambúð með Helgu
Eyjólfsdóttur og eiga þau
eina dóttur saman, hana
Maríu Dögg, já og svo einn
hund, hann Skugga.
„Þetta er fjöl-
skyldusport“
Áramótalúkkið 2012
UMSJÓN
Guðrún Sif Gísladóttirttir
Hvaða græju heldur þú
mest upp á og hvers vegna?
Í augnablikinu er það
Timberslede græjan mín
sem er motocross hjól, en í
stað afturdekks er belta-
búnaður og í stað fram-
dekks er skíði.
Hvernig kom það til að þú
eignaðist þessa græju?
Ég fékk hjólið í fertugs
afmælisgjöf og fluttum við
þetta inn frá USA.
Hvernig var fyrsta gerðin af
þessari græju sem þú
eignaðist?
Þetta er í raun fyrsta og eina
tækið hér í Skagafirði eins
og er.
Er græjan jafn vinsæl hjá
öðrum fjölskyldumeð-
limum?
Já, mæðgurnar eru alsælar
fyrir mína hönd og svo er
þetta fjölskyldusport og í
raun allt motorsport.
Við hvaða tækifæri nýtist
græjan mest?
Þegar Timberslede bún-
aðurinn er undir þá nýtist
hann á veturna og er ég að
fara á sömu staði og
vélsleðamenn/konur og á
sumrin nota ég hjólið í
motocross og enduro.
Áttu einhverja skemmtilega
sögu tengda græjunni?
Ég er kannski ekki með
neina skemmtisögu en það
sem er skemmtilegt við
þetta sport er að geta farið á
fjöll og notið náttúrunnar í
öllu sínu veldi.
Hvern vilt þú sjá svara
þessum spurningum?
Ég myndi vilja að hann
Addi vélstjóri á Örvari svari
næst, hann er ótrúlega
magnaður smiður og ég veit
að það leynist ýmislegt í
skúrnum hjá honum.
Jóla barnaball Lions
Verður haldið á sal Fjölbrautaskólans á
Sauðárkróki laugardaginn 28. des. kl. 16:00
Allir hjartanlega velkomnir – börn og fullorðnir
Nemendur í 10. bekk Árskóla syngja og dansa við jólatréð.
Jólasveinarnir koma með glaðning... Hóhó!
Öll börn fá kveðjugjöf
ÞAKKIR FYRIR STYRK OG STUÐNING:
Fisk Seafood - Steinullarverksmiðjan - Aldan stéttarfélag - Kaupfélag Skagfirðinga - Ólafshús - Skagfirðingabúð
- Vífilfell - Sveitarfélagið Skagafjörður - Landsbanki Íslands - Árskóli - FNV - Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson -
Rögnvaldur Valbergsson - Nýprent - Jólasveinarnir og aðrir - Feykir - Velunnarar
Minnum Lions félaga á að mæta til undirbúnings morguninn 28. des. kl. 10:00.
LIONSKLÚBBURINN BJÖRK LIONSKLÚBBUR SAUÐÁRKRÓKS
Græjan mín
Í körfu um jólin
Áramótalúkkið 2012
Jólamót Molduxa haldið í tuttugasta sinn
Annan jóladag ár hvert
hefur Jólamót Molduxa í
körfubolta verið haldið sl.
tvo áratugi. Fyllist þá
íþróttahúsið af allskyns
körfuboltakempum á
öllum aldri sem leika frekar
af kappi en forsjá.
Mótið er sérstaklega vin-
sælt meðal brottfluttra
Skagfirðinga sem vilja sýna
sig og sjá aðra og um leið
rifja upp körfuboltakunn-
áttuna sem virðist aldrei
gleymast, bara ryðga.
Flestir hafa keppendur
verið um 160 en oftast taka
um 20 – 25 lið þátt í mótinu.
Allur ágóði hefur runnið til
körfuboltadeildar Tinda-
stóls sem séð hefur um
dómgæslu og nú ætla yngri
flokkar að sjá um ritara-
störf.
Keppt verður í opnum
flokki, kvennaflokki og +35
og fer skráning fram á
netfangið pilli@simnet.is
eða í síma 8619842 og
henni lýkur á hádegi jóla-
dags 25. desember. Mótið
hefst svo stundvíslega
klukkan tólf daginn eftir,
þann 26. desember.
/PF
Systkinin Rannveig, Sigurður, Erla Guðrún og Vilberg á jólamótinu í fyrra.