Feykir


Feykir - 19.12.2013, Side 12

Feykir - 19.12.2013, Side 12
12 Feykir 48/2013 Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Ólafur B. Guðmundsson sem á fyrstu vísuna að þessu sinni. Mun hann vera að fjalla um ógiftan samferðamann. Hann sem lengi heims um ból hafnaði blíðu vífsins. Hlaut að lokum stakan stól í strætisvagni lífsins. Kannski hefur Stefán Stefánsson frá Móskógum verið að hugsa heim í Fljótin er hann orti svo. Aldrei breyta árin mér öls þó neyti glaður. Drottinn veit það að ég er alltaf sveitamaður. Held að það hafi verið fjallaskáldið sem orti svo. Ef þú kæra kyssir mig kætist brjóstið fremur. Eina skal ég elska þig - uns önnur skárri kemur. Hinn þekkti kvæðamaður og Iðunnarfélagi Ormur Ólafsson var duglegur við að safna saman vísum. Einhverju sinni er honum hafði verið vel ágengt orti Jóhannes Benjamínsson svo. Löngum vandar grálegt gaman glettur andinn kaus. Ógnarblandi safnar saman segulbandvitlaus. Þar sem jól og áramót eru nú að segja má skammt undan rifjast upp ágætur nýárskveðskapur sem mig minnir að birtist á mínum unglingsárum í hinu dásamlega riti Speglinum og var eignaður Böðvari Guðlaugssyni. Vætti kverkar vínandinn uns valt ég útaf í morgunsárið. Alveg á hausnum hvínandi heilsa ég upp á nýja árið. Fólkið blínir beygt og krankt í blóðugt morgunsárið. Kurteislega en kynja blankt kvaddi gamla árið. Fleira kemur hér sem nokkuð er víst að tilheyri Böðvari. Aldrei á strik sér andinn náði ótuktarlega brást hann mér. Holdið er þó með réttu ráði og reiðubúið til hvers sem er. Í minningu ónefndrar samferðakonu á lífsins leið orti Böðvar. Heiðrað veri hennar nafn þó hún væri talsvert gölluð og einhvern veginn alltaf jafn illa fyrirkölluð. Ekki er til fyrirmyndar að alhæfa um útlit kvenna og þeirra gengi í ástarmálum. Samt finnst mér vísan góð og ef ég man rétt mun Bjarni frá Gröf einhverju sinni hafa laumað henni á kreik. Vísnaþáttur 608 Aldrei færðu ástarhót.Alltaf máttu vona. Undarlega ertu ljót ekki stærri kona. Gaman að halda áfram með glettur Bjarna. Svo ætla ég að óska þess við Drottinn - eftir langa reynslu og syndabann. Hann fari ekki að flana í gamla pottinn og fikta við að skapa nýjan mann. Held að það hafi verið Sumarliði Grímsson sem komst svo að orði í næstu vísu. Gengin leið er góðs á mis gegnum neyðarhreysi. Ég er að skreiðast áleiðis út í reiðuleysi. Kristján Guðjónsson Schram var með snjallari hagyrðingum á sinni tíð. Oftast kallaður Stjáni Schram eða Stjáni í Gasstöðinni. Ekki mun hann hafa safnað veraldarauð en skyldi eftir sig mikið af snjöllum vísum. Vonandi verður undirritaður aldrei svo vitlaus í þessu lífi að gleyma nokkurn tímann þessari snilldarvísu Stjána sem ort var í gleðskap. Hann mun hafa verið eins og margir snillingar talsvert hallur undir Bakkus. Tek ég upp úr töskunni til að gleðja og bjarga. Það er fljótt úr flöskunni fyrir svona marga. Þegar Stjáni taldi að nálgast færi hans síðasta augnablik hér á jörð orti hann þessar mögnuðu vísur um sinn viðskilnað hér í heimi. Góður kunningi minn sem er aldraður rútubílstjóri, hefur fullyrt við mig að þessar vísur séu það síðasta sem hann orti. Ævi mín er einskins verð eintómt grjót og klaki. Allt sem þurfti í þessa ferð það var skófla og haki. Sorgunum hef ég saman þjappað syndanna þegið gólf. Nú er allt saman klárt og klappað og klukkan að verða tólf. Nú styttist í að árið 2013 syngi sitt síðasta eins og stundum er sagt. Langar í þessum síðasta vísnaþætti ársins að þakka ykkur góðu vísnavinir fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem brátt hverfur í aldanna skaut. Kannski býður nýja árið upp á áframhaldandi samvinnu og margar góðar vísur. Langar að enda þáttinn með fallegri vísu sem minn góði vinur Jón Karlsson bóndi í Gýgjarhólskoti í Biskupstungum sendi mér á fallegu jólakorti. Burtu nóttin brunar svört bráðum hækkar sólin. Heimili þitt hitti björt hamingja um jólin. Endurtek þakkir til ykkar fyrir ánægjulegt samstarf og bið ykkur að vera sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is Nýir svínaskankar - Einn á mann Skankarnir saltaðir og geymdir i kæli yfir nótt, ég nota gróft salt og strái rausnarlega yfir þá. Ekki skola skankana áður en þeir verða soðnir. Kalt vatn sett í pott ásamt pipar, strái u.þ.b. 1/2 tsk yfir. Allra handa 1 tsk, 3-4 lárviðarlauf. Læt þetta sjóða í svona klukkutíma. Síðan í ofn á 170° í 30 mínútur . Með þessu höfum við rifna ferska piparrót og rifið epli (rautt eða grænt, skiptir ekki máli) sem er blandað saman. Þetta er sterkt!!! Og gott sinnep. Brauð nota Tékkarnir með þessu, en við getum haft kartöflur og brúna góða sósu. Djúpsteiktur ostur Mjólkurostur skorinn í ½ sm þykkar sneiðar. Mér finnst gott að hafa sneiðarnar ekki mjög stórar, en þeir elduðu þetta á stærð við samlokubrauð. Egg og mjólk hrært saman. Hveiti Rasp, kryddað með salti og pipar. Ostinum er velt upp úr hveiti, síðan egginu, sett í rasp, aftur egg og vel af raspi. Þarf að hylja vel. Djúpsteikt. Tékkarnir borðuðu þetta sem kvöldmat með soðnum kartöflum sem voru kryddaðar með kúmen og Tartarsósu. En mér finnst þetta gott bara eitt og sér eða með góðu sultuhlaupi. Tartarsósa. Mæjones 1 bolli Pickles saxað smátt 1/2 bolli Laukur ½ Sítrónusafi ½ tsk Salt og pipar eftir smekk Salat Soffíu systur Í lokin: gott salat til að smyrja á snittubrauð eða kex en þessi uppskrift kemur frá Soffíu systur í Ameríku. 1/4 bolli smátt skorinn laukur 1 bolli krabbakjöt, smátt skorinn humar eða bara einhver góður fiskur. 1/4 bolli mæjónes salt og pipar eftir smekk Steinselja til að skreyta með Verði ykkur að góðu! Sigríður Hallgrímsdóttir á Markhöfða í Hrútafirði kokkar Eldað á Hawaii og í Hrútafirði MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN kristin@feykir.is Ég heiti Sigríður Hallgríms- dóttir (Sirrý) og vinn hjá N1-Staðarskála. Í Hrútafjörð flutti ég í maí 1991 en keypti síðan Markhöfða í lok árs 1992. Þar áður bjó ég í Californíu og á Hawaii. Ég kom hingað sem ráðskona í vegagerð og hef unnið við vegagerð og gangnagerð síðan, með góðum stoppum í Brú og gamla Staðarskála, í milliverkum, ef svo má segja. Núna er ég endanlega komin heim. Á þessu flakki mínu hef ég eldað allt frá Mahimahi (fisktegund ) á Hawaii til allra besta Sirrý við pottana í Staðarskála. lambakjöts héðan úr Hrútafirði. Synir mínir eru tveir Eiríkur Ingi Jóhannsson og Hallgrímur Valgeir Yoakum og barnabörnin átta plús. Þeir eru miklir matsmenn og verð ég að viðurkenna að þeir eru miklu betri kokkar en mamma þeirra, en sumt neyðist ég til að elda vegna vankunnáttu þeirra, segja þeir. Síðasti vinnustaður minn var Héðinsfjarðargöng, þar unnu með mér Tékkar sem ég lærði ýmislegt af og mig langar til að bjóða ykkur upp á tékkneskar uppskriftir sem ég tel mjög góðar. Svanhildur Hlöðversdóttir, stöðvarstjóri hjá N1 Staðarskála ætlar að taka næstu áskorun. Hún er

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.