Feykir - 19.12.2013, Qupperneq 15
48/2013 Feykir 15
anum og stórri hljómsveit.“
Eftir tíu ára dvöl Helgu í
Þýskalandi, hafði fastráðna fólk-
inu við óperuhúsið verið sagt
upp í kjölfar þess að nýir yfir-
menn tóku við. Hafði hún þá
verið að vinna að því að koma sér
eitthvað annað, var að syngja
fyrir og taka þátt í ýmsum
verkefnum utan óperunnar. „Þá
veiktist ég mjög illa og ákvað að
koma heim. Það var eiginlega
alveg heilt ár sem ég var frá
söngnum.“ Helga segist hafa
reynt að halda þeim samböndum
sem hún hafði úti og fór eftir
veikindin aftur út að syngja.
Skömmu síðar veiktist faðir
hennar mjög illa. „Þá var ég laus
og gat hjálpað þeim og vildi mjög
gjarnan gera það. Svo ákvað ég
að fara í leiðsögunám, það var
byrjað að kenna leiðsögunám við
Endurmenntun HÍ. Ég hef alltaf
haft áhuga á ferðamennskunni
síðan ég sá um rekstur á
Ferðaþjónustu Steinsstaðaskóla
nokkur sumur þegar ég var í
tónlistarnáminu í Reykjavík. Ég
hugsaði með mér að ég gæti nýtt
mér tungumálakunnáttuna og
verið bæði að leiðsegja og syngja,
af því ég er manneskja sem ætlar
alltaf að gera allt í einu. Þetta
voru þrjár annir, alveg rosalega
gaman, þarna komu saman um
40 manns á öllum aldri, úr öllum
áttum. Þarna sátum við í tíma
þegar hrunið varð,“ rifjar Helga
upp.
Á sama tíma var Helga að gefa
út geisladisk ásamt vinkonu sinni
Guðrúnu Dalíu Salómons-
dóttur, sem hún hafði kynnst í
Stuttgart. „Við vorum svo oft
búnar að spá í lögin hennar
Jórunnar Viðar, sem varð níræð
þetta ár, og okkur langaði að gefa
sönglögin hennar út á disk. Það
reyndar frestaðist og allt varð
helmingi dýrara vegna hrunsins,
en við komum þessu á koppinn.
Við fengum styrk frá Hlaðvarp-
anum, menningarsjóði kvenna.
Þetta var alveg frábært, við
fengum að hitta hana og vinna
með henni, hún var það ern
ennþá að hún gat miðlað og sagt
okkur til syndanna. Við fórum
heim til hennar og sungum og
spiluðum. Við fylgdum þessum
disk svolítið eftir, fórum út og
héldum tónleika í Stuttgart,
Berlín og Kaupmannahöfn. Svo
er þetta svoleiðis hérna heima að
maður verður svolítið að gera
hlutina sjálfur, það eru ekki
margar hljómsveitir eða tækifæri
eins og í Þýskalandi. Ég stóð
t.a.m. fyrir tónleikum 2011. Þá
hafði ég stjórnað Karlakórnum
Heimi í eitt ár, og ég fékk þá í lið
með mér ásamt þremur öðrum
einsöngvurum og við héldum
tónleika í Miðgarði um versl-
unarmannahelgina. Síðar varð
þetta hluti af Akureyrarvöku, við
fórum í Hof og Sinfóníu-
hljómsveit Norðurlands spilaði
með okkur. Einnig var þetta hluti
af menningarhátíðinni Bergmáli
á Dalvík. Það er þó nokkuð
mikið að þurfa að vera fram-
kvæmdastjóri verkefnisins og
syngja í því líka. Sjá um að allt
gangi upp og um markaðs-
setninguna og standa svo sjálfur
klár, stökkva í kjólinn og ætla að
„performera“, en það er líka
gaman þegar vel gengur.“
Skagafjörður og Þýskaland
togast á
Helga minnist engra sérstakra
vandræðalegra atvika eða
óhappa úr bransanum en hún
segir aðstæðurnar óneitanlega
stundum vera skrýtnar og margt
skemmtilegt á bak við tjöldin í
leikshúsinu, sem snýr að tækn-
inni og starfsfólkinu baksviðs. „Í
einu hlutverkinu var ég Evridís í
Orfeusi, og þegar hún fór til
heljar og hann fékk tækifæri til
að ná henni aftur var ég sett í
sigband og hífð upp úr sviðinu.
Vesenið við að koma sér fyrir og
koma manni í þennan búnað var
mikið, auk þess sem ég átti að
syngja á leiðinni niður aftur. Í
Rínardætrunum vorum við þrjár
saman og settar á pall með lyftu
undir sviðiðinu en síðan var
okkur lyft upp til að komast inn í
sviðsmyndina. Þetta gat verið
mikil líkamsrækt.“
Einu sinni veiktist söngvari í
sýningu á Ragnarökunum eftir
Wagner, það er fimm klukkutíma
stykki. Það var ljóst að hann gæti
ekki sungið áfram og því voru
góð ráð dýr, en það var hringt í
allar áttir og loks fenginn
söngvari frá Mannheim sem er í
um 40 mínútna fjarlægð frá
Stuttgart með lest. Hann skellti
sér í kjólfötin á leiðinni og söng
síðan frá hliðarvængnum og
hinn lék. En gestirnir máttu bíða
á meðan.“
Sem lítil stelpa segist Helga
hafa sungið með Hönnu Valdísi,
Ruth Reginalds, Vilhjálmi og BG
og Ingibjörgu og hlustað á RÚV
eða kassettutækið í bílnum. Í
Þýskalandi vann hún með hinum
heimsþekktu Jonas Kaufman og
EvuMariu Westbroek , sem hún
segir hafa verið gaman að fylgjast
með og vera miklar fyrirmyndir.
Einnig voru við óperuhúsið
miklir reynsluboltar sem mátti
mikið læra af. „Það er svo mikið
til af hæfileikaríku fólki. Það er
bara stórkostlega gefandi og
skemmtilegt að vinna með fólki
sem kann sitt fag, ég get ekki
nefnt neinn einn sem er eftir-
minnilegri en aðrir eða mig
myndi langa að vinna með.“
Alkomin kom Helga aftur í
Skagafjörðinn 2009. Aðspurð
segir hún það alltaf togast á í sér
að fara aftur út. „Ég var samt
búin að velta því fyrir mér áður
en ég kom, af því ég hafði verið í
Stuttgart allan þennan tíma,
hvort ég væri tilbúin að fara
eitthvað annað í Þýskalandi og
byrja upp á nýtt. Góður maður
sagði að íslenskar konur í
útlöndum væru alltaf með heim-
þrá, það er svolítið til í því.
Það er stórkostlegt að taka þátt
í og vera hluti af svona teymi eins
og er í stóru óperuhúsi. Þetta er
þúsund manna vinnustaður með
ballet, óperu og leikhús. En svo
var stundum svolítið einmanalegt
að labba einn heim á kvöldin, þó
maður ætti góða vini þarna úti,
þá átti ég ekki fjölskyldu. Og að
þurfa alltaf að vera að passa sig að
verða ekki veikur, það þýddi ekki
að vera að þvælast eitthvað úti á
kvöldin, maður varð að vera í lagi
til þess að halda röddinni og
kröfurnar eru miklar. Ég var
reyndar mjög heppin að finna
kennara sem hjálpaði mér að
vinna áfram með röddina mína
og kenndi mér líka ákveðin
vinnubrögð, en þú verður bara
að halda þér í formi, raddlega og
líkamlega, því það er engin
miskunn. En þetta togast alltaf á í
mér,“ segir Helga.
Hún segir þó vega sterkara að
vera fyrir norðan í náttúrunni
heldur en að búa á höfuðborgar-
svæðinu, þó það gæfi ef til vill
fleiri tækifæri varðandi sönginn.
„Svo getur maður bara skroppið
suður, ég var að syngja í nóvem-
ber stóra tónleika með Gunnari
Guðbjörns og Bjarna Thor, ég
þurfti að vísu að hagræða hérna í
vinnunni af því ég er að kenna,
en það er allt hægt.“
Í dag starfar Helga m.a. við
kennslu. Hún kennir á píanó við
Tónlistarskóla Skagafjarðar og
býður upp á einkakennslu í söng,
en ekki er starfandi söngdeild við
Tónlistarskólann. Helga segir
eftirspurnina vera næga, bæði
hjá börnum og fullorðnum. Hún
stjórnar einnig Skagfirska
kammerkórnum og syngur við
hina ýmsu viðburði, þar sem hún
er ýmist fengin til að syngja, eða á
þátt í að standa fyrir viðburðum.
Á sumrin kúplar Helga sig
mikið til frá tónlistinni og fer
sem leiðsögumaður á hestum
upp á hálendinu, á vegum
Hestasports. Þá gefst gott tæki-
færi til að halda þýskunni við og
fá næringu fyrir Þýskalandsþrána.
Lengstu hestaferðirnar eru 5-6
dagar. Einnig hefur hún farið
síðustu sumur í dagstúra í
Mývatnssveit með farþega úr
skemmtiferðaskipum.
Hestamennskunni kynntist
Helga Rós sem stelpa í sveitinni.
„Maður fór berbakt að reka
kýrnar, það þurfti að reka þær
frekar langt upp fyrir bæinn hjá
okkur, alla leið í Hamarsgerði.
Svo var helsta vörnin að loka
einu hliði á miðri leið því að þeir
tóku auðvitað á stökk heim og þá
þurftu að hanga á baki en gott að
hafa eitt hlið lokað til að bremsa
sig af,“ en maður þjálfaði jafn-
vægið með þessu, útskýrir Helga
og segist alltaf hafa haft gaman af
hestamennsku. „Svo eru kind-
urnar, ég er í hlutastarfi sem
fjárhirðir hjá foreldrum mínum“
bætir hún við hlæjandi.
Tónleikar framundan
Nú er stórt verkefni framundan
hjá Helgu Rós, en að því standa
fimm tónlistarmenn fjórir
þeirra af skagfirskum uppruna,
auk Helgu þau Ásgeir Eiríksson,
Margrét Stefánsdóttir og
Sigurjón Jóhannsson en þau
fengu til liðs við sig meðleikarann
Gróu Hreinsdóttur sem kenndi
við Tónlistarskóla Skagafjarðar.
Er þetta nokkurs konar „come
back“ hluta af hópnum sem flutti
svipaða efnisskrá um jólaleytið
1992. Tónleikarnir verða í
Miðgarði 28. desember, en
forsala er hafin á Ábæ og KS
Varmahlíð. Tónskáldin sem þau
ætla að gera skil eru ramm-
skagfirsk. „Það eru stólparnir
þrír í skagfirskri menningu,
Eyþór Stefánsson, Pétur
Sigurðsson og Jón Björns-son.
Þeir sömdu fjölda sönglaga.
Pétur er m.a. þekktur fyrir Erla,
góða Erla og Eyþór fyrir Lindina,
en Jón Björnsson t.d. fyrir Hallar-
frúna og fyrir fjölda dúetta.
Einhverjir eru kannski að velta
fyrir af hverju við höfum þennan
magnaða titil, „Þú sem eldinn átt
í hjarta,“ en hann er sóttur til
ljóðs eftir Davíð Stefánsson sem
Jón Björnsson samdi dúett við.
En ég held að við eigum öll eld í
hjarta, við þurfum bara að halda
loganum við og leyfa okkur að
kynda eldinn, þá getum við allt
sem okkur dettur í hug,“ segir
Helga Rós að lokum.
Helga Rós ásamt foreldrum sínum í Íslensku óperunni 1999.
Með gærðingi á góðri stund.
Helga Rós í hlutverki Serlinu úr Don Giovanni.