Feykir


Feykir - 19.12.2013, Qupperneq 17

Feykir - 19.12.2013, Qupperneq 17
48/2013 Feykir 17 EHF. Kæru vinir! Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Með kveðju, Ásdís og Bjarni AÐALGÖTU 22 SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 453 5124 / 453 5136 VERSLUN Haraldar Júlíussonar FEYKIR :: SJÓNHORNIÐ :: FEYKIR.IS Við sendum viðskiptavinum okkar nær og fjær bestu óskir um gleðiríka jólahátíð og bjart nýtt ár. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða Sjáumst hress starfsfólk Nýprents Jólakveðja Jólalögin túlkuð með förðun Fröken Fabjúlöss skapar: Alþjóðlegt jólasamstarf! Eitthvað segir okkur hérna í heimshorni Fabjúlössmans að sá grunur hafi annað slagið læðst að hinum almenna lesanda Fröken Fab að hún hafi lúmskan áhuga á förðun. Úti í hinum almenna förðunarheimi gengur Frökenin undir nafninu RavenIce Makeup og heldur úti förðunarbloggi og förðunarfacebooksíðu. Í langan tíma hefur Frökenin fylgst með stórkostlega hæfi- leikaríkri norskri stúlku sem gengur undir nafninu Glitter- girlC í netheimum, en Cecilie í raunheimum. Eftir smá um- hugsun ákvað frökenin um miðjan október að hafa bara samband við hana og athuga hvort áhugi væri á smá jólasamstarfsverkefni þar sem nokkrar förðunardömur myndu taka sig saman í jólaþema. Hugmyndin var að hver og ein fengi úthlutað jólalag og myndi svo gera förðun eftir laginu/ titlinum. Hún Cecilie tók svona billega í þetta og var ekki lengi að safna saman úrvalsteymi og Frök- eninni bara hreinlega vöknaði um augun þegar hún áttaði sig á að nokkrar af stúlkunum sem Cecilie hafði viðað að sér eru förðunarfræðingar sem Frök- enin hefur verið að fylgjast með í lengri tíma og dáðst að. Þegar farið var í það að velja lögin og úthluta var það klassík- in, fegurðin og innifalda glimm- erið í laginu Winter Wonderland sem heltók hjarta Fab. Frökenin var nú ekki lengi að hrista út úr erminni þetta glymrandi fína vetrarlúkk og sendi það til Cecilie. Eftir nokkurra daga grasseringu og síendurtekið áhorf á myndina ákvað Frökenin þó að hún væri nú ekki allskostar ánægð með förðunina og settist því við snyrtiborðið aftur. Eftir klukkutíma dúllerí var svo tilbúið hið fínasta vetrarríki á augnlokinu sem Fabjúlöss gat í fullri hreinskilni sætt sig við. Fröken Fabjúlöss er bæði virkilega ánægð með útkomuna og stolt af þessu skemmtilega samstarfsverkefni og hefur það á tilfinningunni að þetta sé ekki síðasta samstarfsverkefni henn- ar í meiköppheimi hins geysi- stóra internets! Fröken Fabjúlöss og afgangur tískuteymis hennar hérna í heimshorni Fabjúlössmans óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og gæfu og glimmers á komandi ári! COLLABORATION - CHRISTMAS SONGS 1. Glittergirlc– When you wish upon a star 2. MakeupFrenzy– Rocking around the Christmas tree 3. BoldCreations– Santa Claus is coming to town 4. Nijigasumi– Jingle bell rock 5. Tal Peleg- Rudolph the red nosed reindeer 6. KatieAlves– Frosty the snowman 7. RaveniceMakeUp (Fröken Fab) – Winter wonderland UMSJÓN Hrafnhildur Viðarsdóttir Efri myndin er tilraun 1 sem var ekki notuð en sú neðri var tilraun 2 og hún var notuð.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.