Feykir - 19.12.2013, Blaðsíða 22
22 Feykir 48/2013
Ásdís Ýr Arnardóttir, Vindhæli í Húnavatnshreppi, skrifar
Hvar er Blönduós? Sveitabær? Hvernig dettur þér þessi
vitleysa í hug? Þú sem ert með fjögur háskólapróf!
Fyrir ekki svo löngu síðan
starfaði ég í Háskóla
Íslands, bjó á Hagamel
og átti barn í Melaskóla.
Ég kíkti endrum og eins í
Melabúðina, lapti latte á
kaffihúsum borgarinnar og
fylgdist með gengi KR (sér
í lagi í yngri flokkunum). Ég
var týpískur Vesturbæingur,
vann langan vinnudag og
með fínar tekjur. En það
var alltaf eitthvað sem
vantaði, eitthvað sem
landsbyggðarstelpan fann
ekki í Reykjavík.
Ég ákvað að flytja út á
land, kollvarpa lífinu í
Vesturbænum. Viðbrögð
fólks létu ekki á sér standa,
flestum fannst þetta argasta
vitleysa og jafnvel frekar
hlægilegt að ung kona með
góða menntun ætlaði sér
að setjast að á sveitabæ
við Blönduós. Ég var spurð
að því hvernig ég ætlaði að
nota háskólanámið mitt við
eldavélina í sveitinni og fleira
í þeim dúr. Fordómar fólks
gagnvart landsbyggðinni
virtust gígantískir og yfirleitt
var horft til menntunar
minnar þegar mér var
bent á fáránleika þess
að flytja, í raun eins og
háskólamenntað fólk gæti
bara búið í Vesturbænum.
Sem betur fer er það ekki
raunin.
En ég fór og er afskaplega
ánægð með þá ákvörðun
mína. Í dag bendi ég fólki
gjarnan á að Blönduós
sé í 243 km fjarlægð frá
Reykjavík, jú ég elda talsvert
mikið í sveitinni en nýt þess
að eiga góðar samverustundir
með fjölskyldu minni. Það
var eitthvað sem oft var
af skornum skammti í
Vesturbænum, eingöngu
vegna tímaleysis. Þrátt fyrir
að vera nokkuð nösk við
eldavélina þá veit ég að
allir þurfa að hafa krefjandi
verkefni, og ef maður hefur
menntað sig til ákveðinna
starfa þá er það mikill akkur
að fá að starfa á þeim
vettvangi. En jú, ég er með
fjögur háskólapróf og hef
fengið tækifæri til að nýta þau í
eflingu menntunar á NV-landi,
mín menntun og reynsla kemur
íbúum til góða.
Það er samt ýmislegt sem við
á þessu svæði megum læra
af Vesturbæingum og við sem
íbúar NV-lands þurfum að gera
meiri kröfur til þeirra sem ráða.
Það er t.d.ekki ásættanlegt
að heilbrigðisþjónusta sé
takmörkuð líkt og hún er í
A-Hún. Það er ekki sjálfsagt
að leggja sjúkrabílnum á
Skagaströnd í sparnarskyni
og síður en svo ásættanlegt
að þungaðar konur þurfi að
ferðast hundruði km með
léttasótt, í hvaða veðrum sem
er. Síðast en ekki síst þá er
með öllu óásættanlegt að hafa
ekki lækna með fasta viðveru
á svæðinu. Fjarskiptamál
svæðisins eru í raun hlægileg,
gagnaflutingur með 4G kynntur
í öllum fjölmiðlum á sama tíma
og símasamband næst ekki alls
staðar í byggð hér á svæðinu
og ákveðinn hluti íbúa þarf að
búa við lélegt internetsamband.
4G er því langt frá því að
vera raunveruleikinn hér.
Launaumhverfi svæðisins er
svo annar farsi, langt frá því
að vera samkeppnishæft við
t.d. suðvesturhornið. En þrátt
fyrir þessa „annmarka“ er lífið
á landsbyggðinni dásamlegt,
tempóið er hægara og
umhverfið fjölskylduvænna.
Við verðum að halda vel á
spöðunum, því þættir eins og
þessir hafa talsvert um að segja
um hvar fólk ákveður að setjast
að. Okkur vantar fólk heim í
hérað.
Við þurfum að skapa fleiri
tækifæri og ákjósanlegar
aðstæður fyrir fólk sem vill
setjast að í héraðinu, án þess
að samverkamenn þeirra á
suðvesturhorninu reki upp
stór augu og fari að leita að
Blönduósi á landakorti.
- - - -
Ég skora á Elínu Ósk
Gísladóttur, fótaaðgerða-
fræðing á Blönduósi, til að
taka við pennanum.
ÁSKORENDAPENNINN
UMSJ kristin@feykir.is
Aflahornið 8.-14. desember 2013
Íþróttir 1. deild karla : Tindastóll – Þór 92-73
Málmey léttir á sér
Körfuboltadeild Tindastóls, FyrirmyndarfélagHörkurimma og sætur sigur
Landað var um tæpum níu tonnum á Hofsósi
og rúmum 385 tonnum á Sauðárkróki.
Málmey SK-1 kom inn og létti á sér, þar sem
lest var orðin full, en túrinn rétt rúmlega
hálfnaður. Á Skagaströnd var landað rúmum
640 tonnum og rúmum 12 tonnum á
Hvammstanga. Alls gera þetta rúmlega 1046
tonn á Norðurlandi vestra. /KSE
Fyrir leik Tindastóls og Þórs
í fyrstu deild sl.
föstudagskvöld var
körfuboltadeild Tindastóls
afhent viðurkenning sem
Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Það
var Viðar Sigurjónsson
starfsmaður Fræðslusviðs
ÍSÍ sem heiðraði deildina
með undirrituðu skjali sem
staðfesti að öllum formum
væri uppfyllt til að öðlast
þennan heiður.
Unglingadeildin hafði áður
fengið þessa viðurkenningu
en nú er það öll deildin sem
hana hlýtur. Það voru þau
Stefán Jónsson formaður,
Hafdís Einarsdóttir og Eiríkur
Loftsson sem tóku við
viðurkenningunni ásamt
fríðum hópi barna sem eflaust
eiga eftir að gera garðinn
frægan á körfuboltavöllum
landsins.
/PF
Það var loksins að stuðnings-
menn Tindastóls fengu hasar
og spennu í Síkinu þegar lið
Þórs frá Akureyri kom í
heimsókn sl. föstudagskvöld.
Lokatölur voru 92-73 og
Stólarnir komnir með
fjögurra stiga forskot í 1.
deildinni.
Þórsarar komu einbeittir og
baráttuglaðir til leiks og náðu
forystu í byrjun leiks. Þeir
höfðu greinilega reiknað með
pressu hjá Stólunum, sem gekk
eftir, en gestunum gekk
ágætlega að spila sig í gegnum
pressuna. Þórsarar komust í
5-11 en heimamenn jöfnuðu
og höfðu síðan forystuna út
fyrsta leikhluta. Staðan 22-20.
Eins og stundum áður í vetur
þá varð pressuvörnin til þess að
Tindastólsmenn söfnuðu
villum af miklum móð og
Proctor, sem annars var að
spila vel, fékk sína þriðju villu
snemma í öðrum leikhluta.
Helgi Rafn náði 11 stiga
forystu, 38-27, um miðjan
annan leikhluta. Þegar rúmar
tvær mínútur voru til leikhlés
kom Helgi sínum mönnum í
48-33 og í hálfleik var staðan
48-35. Áður en Stólarnir náðu
að gera fyrstu stig sín í seinni
hálfleik höfðu Þórsarar
minnkað muninn í 48-44.
Þórsarar fylltust sjálfstrausti og
börðust eins og ljón. Tindastóll
komst þó í 54-46 en þegar tvær
og hálf mínúta var eftir af
fjórðungnum komust Þórsarar
yfir, 56-57. Þá sagði Helgi
Margeirs hingað og ekki lengra
og setti niður tvær flauels 3ja
stiga körfur og Stólarnir náðu
takti fyrir fjórða leikhluta.
Staðan 67-59.
Í fjórða leikhluta fór harður
varnarleikur Þórsara að segja
til sín því þeir fóru að týnast út
af einn af öðrum með fimm
villur. Þeir brutu endalaust á
Proctor, Helga Margeirs og
Helga Rafni og þeir tveir
fyrrnefndu settu öll sín víti
niður en fyrirliðinn fann ekki
vítafjölina í kvöld. Þetta kom
þó ekki að sök því Stólarnir
spiluðu ágæta vörn og héldu
10-15 stiga forskoti síðustu
mínúturnar og það var að
sjálfsögðu Helgi Margeirs sem
kórónaði frábæran síðari
hálfleik sinn með 3ja stiga
körfu hálfri mínútu fyrir
leikslok.
Stig Tindastóls: Proctor 22, Helgi
Rafn 22, Flake 21, Helgi Margeirs 21,
Pétur 7 og Ingvi Rafn 2. /ÓAB
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
Harpa HU-4 4.581
Steini HU-45 7.889
Alls á Hvammstanga 12.470
Addi afi GK-97 Landb. lína 20.303
Alda HU-112 Landb.lína 14.063
Ágúst GK-195 Lína 76.318
Bergur Vigfús GK-43 8.439
Flugalda ST-54 Landb.lína 5.381
Guðmundur á Hópi Handfæri 23.245
Hamar SH-224 Landb.lína 46.551
Kristinn SH-812 Landb.lína 54.626
Muggur KE-57 Landb.lína 21.204
Stella GK-23 Landb.lína 12.077
Sturla GK-12 Lína 92.434
Sæfari HU-200 Landb. lína 2.113
Tjaldur SH-270 Lína 46.919
Tómas Þorv. GK-10 Lína 65.553
Valdimar GK-195 Lína 92.535
Von GK-113 Lína 20.193
Örvar SH-77 Lína 38.935
Alls á Skagaströnd: 640.889
Klakkur SK-5 Botnvarpa 127.763
Málmey SK-1 Botnvarpa 257.449
Alls á Sauðárkróki 385.212
Ásmundur SK-123 Landb.lína 6.618
Geisli SK-66 Handfæri 2.130
Alls á Hofsósi 8.748