Landshagir - 01.11.2013, Blaðsíða 447
445
Alþjóðlegar hagtölur eru sóttar til hagstofu
Evrópusambandsins (Eurostat), Sameinuðu
þjóðanna og Efnahags- og framfara-
stofnunarinnar (OECD). Birtar eru tölur
um mannfjölda, efnahagsmál, útgjöld hins
opinbera og vinnumarkað. Tölunum er
ætlað að varpa ljósi á stöðu Íslands í alþjóð-
legu samhengi.
Mannfjöldi í heiminum tæpir 7 milljarðar
Mannfjöldi í heiminum er um 6,974
milljarðar. Fjölmennasta heimsálfan er
Asía, en þar búa rúmlega fjórir milljarðar
manna, eða 60% jarðarbúa. Kína er
fjölmennasta land heims með tæpa 1,4
milljarða íbúa, Indland er í öðru sæti með
rúmlega 1,2 milljarða og Bandaríkin í þriðja
sæti með tæplega 314 milljónir íbúa.
Náttúrleg fólksfjölgun á Íslandi þriðja mesta
í Evrópu
Náttúrleg fólksfjölgun á Íslandi var 0,8%
árið 2011, sú þriðja mesta af ríkjum Evrópu.
Aðeins í Tyrklandi og Kósóvó (1,1%) svo
og Írlandi (1,0%) var fjölgunin meiri. Þá
var flutningsjöfnuður neikvæður um 0,4%
hér árið 2011, af öðrum Evrópulöndum var
hann neikvæðari í Litháen (-1,4), Lettlandi
(-1,1), Kósóvó (-0,9) og á Írlandi (-0,7).
Mestur hagvöxtur í Síle
Hagvöxtur í fyrra var mestur í Síle (5,6%)
af OECD-ríkjunum, í ellefu OECD-ríkjum
var neikvæður hagvöxtur og var hann
neikvæðastur í Grikklandi (-6,4%). Á
Íslandi var hagvöxtur 1,4% í fyrra, en það er
sami hagvöxtur og var að meðaltali í ríkjum
OECD. Verðbólga var mest í Tyrklandi
(8,9%), næstmest í Ungverjalandi (5,7%) og
þvínæst á Íslandi (5,2%). Er það langt yfir
meðaltali OECD-ríkja (2,2). Verðhjöðnun
var í einu OECD-ríki, Sviss (-0,7%).
Opinber útgjöld til menntastofnana með því
hæsta á Íslandi
Opinber útgjöld til menntastofnana sem
hlutfall af vergri landsframleiðslu var 7,3%
á Íslandi árið 2009, aðeins í Danmörku
(7,5%) er hlutfallið hærra innan OECD.
Lægst var hlutfallið í Japan (3,6%).
23Alþjóðlegar hagtölurInternational statistics
Norrænu þjóðfánarnir
© Shutterstock