Þórr - 01.12.1910, Blaðsíða 3
3
og tengir öflngt strönd við strönd
rneð stjörnndýrð og skraut.
En freistarinn í fölskum hjup
við föður alheims kvað:
»(), herra, sjá, hvað Súlamit
og Salami liefst að«.
En drottinn hló; og leifturljós
þá leið um himinveg:
»Hvað helzt sem tengir einlæg ást,
því aldrei raska eg«.
En Súlamit og Salami
— þá sólbraut fullgerð var —
þau hnigu í faðmlög, friðsæl, löng
og föst — til eilífðar.
En björtust sljarna’ um himinhvel
i heiði birtist þar,
sem eftir þúsund ára sorg
var ást til helgunar.
Og hvað sem lifði hér á jörð
í hreinni ást — en var
hinn grimmi dauði, synd og sorg
og sár til skilnaðar,
ef því er unt að byggja brú,
er bindi strönd við strönd,
það hittir sína hjartans þrá
og hlýtur friðarlönd.
Sig. Júl. Jóhannesson.