Þórr - 01.12.1910, Blaðsíða 3

Þórr - 01.12.1910, Blaðsíða 3
3 og tengir öflngt strönd við strönd rneð stjörnndýrð og skraut. En freistarinn í fölskum hjup við föður alheims kvað: »(), herra, sjá, hvað Súlamit og Salami liefst að«. En drottinn hló; og leifturljós þá leið um himinveg: »Hvað helzt sem tengir einlæg ást, því aldrei raska eg«. En Súlamit og Salami — þá sólbraut fullgerð var — þau hnigu í faðmlög, friðsæl, löng og föst — til eilífðar. En björtust sljarna’ um himinhvel i heiði birtist þar, sem eftir þúsund ára sorg var ást til helgunar. Og hvað sem lifði hér á jörð í hreinni ást — en var hinn grimmi dauði, synd og sorg og sár til skilnaðar, ef því er unt að byggja brú, er bindi strönd við strönd, það hittir sína hjartans þrá og hlýtur friðarlönd. Sig. Júl. Jóhannesson.

x

Þórr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þórr
https://timarit.is/publication/1280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.