Þórr - 01.12.1910, Side 4

Þórr - 01.12.1910, Side 4
í skriftastólnum. Eflir Albert Benoit. Lauspýtt. í sankti Merandó kirkjunni féll hinn rauði ljós- bjarmi af lampanum á mann einn er kraup í skrifta- stólnum. Hann var í múrarafötum og á fótum sér hafði hann klossa og alt útlit hans benti á að hann væri siðsamur erviðismaður, sem einungis af vana kæmi í skriftastólinn til að játa smásyndir sínar. Presturinn, sem viðstaddur var til að hlusta á synda- játning bans, beið einungis þess, að heyra hvað það væri sem liann átti að fyrirgefa honum. »Faðir«, sagði hinn krjúpandi maður, »ef eg hér í skriftastólnum segi eigi alt sem mér ber, þá fyrir- gefið mér; það eru 25 ár síðan að eg síðast gerði synda- játning mina. í kirkju hef eg eigi komið síðan eg bjó út á landsbygðinni. Þér vitið hvernig menn lifa hér í París og hefi sannarlega eigi verið með hinum bestu; en eg hugsaði: Guð er góður og hann veit hvernig við höfum það og hann dæmir eigi strang- lega. En nú hvílir það á samvizku minni, sem eg eigi megna að bera einn, og því verð eg að gera játning mína fyrir yður«. — »Játaðu yfxrsjón þína, son minn, því mikil er guðs iniskunsemk, sagði presturinn vingjarnlega.

x

Þórr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þórr
https://timarit.is/publication/1280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.