Þórr - 01.12.1910, Síða 8
8
ingu sem eg, unnið einungis til þess, að fá nokkra
skildinga til að drekka fyrir. í gær kom hann upp
á byggingarpallana, þar sem eg stóð. Hann var föl-
ur og leit illa og aumingjalega út. Þrátt fyrir það,
þó eg talaði aldrei við hann, gat eg nú eigi stilt mig
um að segja: »Eg hefi heyrt, að sonur þinn hafi
dregið óheppilega tölu — hann á að fara til nýlend-
anna. Aumingja drengurinn«.
»Aumingja drengurinn. — Nú, þú aumkvar hann
líka. Af hverju ætti hann ekki að þjóna föðurlandi
sínu sem aðrir. Þú og Anetta mundu horfa á með
rósemi þó eg væri lagstur í gröf mína, því þá yrði
hann frjáls«. Hann brosti — en það var viðurstyggi-
legt bros.
Við hvern stein, sem eg lagði í hleðsluna, eftir
að hann skildi við mig, gægðust fram gamlar endur-
minningar, hver eftir aðra, um líf Anettu með þessu
úrþvætti. Þegar kl. sló 12, gekk erfiðisfólkið ofan, til
þess að fá sér brauðbita. Eg og Filip vorum þeir
síðustu. Rétt í því að hann setti fót sinn i stigann,
og sneri bakinu út að götunni, sá hann framan í
mig, og þar á meðal þann viðbjóð er eg hafði á
honum, og augljóslega skein á andliti minu. Hann
gekk einni tröppu neðar í stigann og sagði: »Anetta
er ekki enn þá orðin ekkja«.
Svo skjótt sem elding fór sú hugsun gegnum
höfuð mér, að þetta væri einungis það sem hana
vantaði; og í sama augnabliki spyrnti eg stiganum
frá pöllunum, svo að á næsta augnabliki lá Fiiip
dauður á steinstéttinni fvrir neðan.
»Þetta heíir viljað til af óhöppum«, sögðu menn.
En nú er Anetta ekkja.
Þetta er mín yfirsjón, faðir. Það er mjög leitt