Þórr - 01.12.1910, Blaðsíða 10

Þórr - 01.12.1910, Blaðsíða 10
10 utan hliðið gat eg að líta fáklædda, litla stúlku, á að gizka 12 ára gamla. Andlit hennar og hendur voru helblá af kulda, og hún hjúfraði sig upp að hin- um kalda steinvegg. Þegar eg gekk fram lijá henni, rétti hún út höndina, leitaðist við að aftra mér að halda áfram og sagði: »Ef þér vilduð vera svo góður, herra minn!« — en hér þagnaði hún, handlék kögrið á slitna sjalinu, sem hún hafði á herðunum, og horfði í gaupnir sér. »Hvers æskir þú, barnið mitt?«, spurði eg. »Já, ef þér vilduð vera svo góður, að leyfa það, þá er það mín innileg ósk að fá að koma inn í fangelsið og finna hann — föður minn; því hann er hér og eg hefi meðferðis dálitla gjöf handa lionum; hún er ekki mikils virði, og þess vegna hélt eg, að þér munduð eigi synja mér um þessa bæn mína, hann heitir J. . . H. . . .«. Þegar eg heyrði nafnið, kannaðist eg við, að þetta var fangi, sem dæmdur hafði verið í æfilangt fangelsi; hann var og alþektur að tilfinningarleysi og vonzku, Eg sneri aftur á leið til fangelsisins og litla telpan fylgdi mér svo hratt, sem helköldu fæt- urnir liennar orkuðu. Eg gekk inn í herbergi mitt og gerði fanganum orð að koma til mín. Hann kom hæglátur og þvermóðskulegur, og vonleysið, sem er einkennilegt öllum æfiföngum, mátti lesa á svip hans. Barnið spratt upp á móti honum og tárin runnu niður eftir bleikum kinnum þess. Hann hopaði aft- ur á bak, svipdimmur og sýnilega óánægður. Varir hans bærðust ekki til þess að segja eilt fagnaðarorð við litla aumingjann töturlega, sem stóð og liorfði beint framan í hann, og lukti eitthvað í hendi sér. »Eg er komin til að þess að óska þér gleði-

x

Þórr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þórr
https://timarit.is/publication/1280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.