Muninn - 01.02.1910, Blaðsíða 5

Muninn - 01.02.1910, Blaðsíða 5
Afleiðingar vínnautnarinnar. Henrik Wergeland, höfuðskáld Norð- manna á fyrri hluta 19. aidar, ritaði röggsam- lega gegn drykkuskap. Hér fer á eftir útdráttur úr greinum hans í blaði, er hann gaf út handa verkafólki. Viljirðu verða þyrstur, eins og værir þú stadd- urútiásteikjandi heitri eyðímörk, þá vertudrykkju- maður; því oftar og meira sem þú drekkur úr vínflöskunni, því þurrari verður tunga þín og maginn líkari bakaraofni. Viljirðu aftra þeim, sem reyna að bæta hag þinn, frá því að ná takmarki sínu, þá gerstu drykkjumaður, og þér mun áreiðanlega takast, að ónýta öll áform þeirra. Viljirðu kappsainlega vinna á móti þínum eigin tiiraunum til þess að vinna gagn í heimin- um, þá vertu drykkjumaður, því þá mistekst þér alt annað. Viljirðu veröa ölium þeim til skammar, sem mesta stund leggja á það, að ella heiður þinn, gagn og hamingju, þá vertu drykkjumaður; það er vissasti vegurinn til þess að þú getir hrósað sigri yfir þeim öllum. Hafirðu ásett þér að verða bláfátækur ræfill.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/1285

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.