Póstblaðið - 01.07.1920, Blaðsíða 3
eru frá eða eiga að fara til, ef pósthúsið hefir ekki bein viðskifti við
þá staði, samkv. skráningaregluna.
3. í dálkana »aðkomin« skal setja þær sendingar, sem meðteknar eru
frá öðrum pósthúsum, en í dálkana »hjeðan« þær sendingar, er settar
eru á póst á pósthúsinu sjálfu, og eiga að stimplast þar.
4. I dálkinn »Prent m. m.« skal setja allar krossbandssendingar, og
mega póstmenn ekki sleppa að tilfæra þær, eins og stundum hefir
borið við.
5. Þar sem verðupphæð skal tilgreina, skal setja upphæðina í heilum
krónum, en aurum skal slept.
6. Skýrslurnar eiga að vera undirskrifaðar og samanlagðar, og ber að
senda, þær svo tímanlega, að þær geti komið til aðalskrifstofu póst-
málanna í Peykjavík með 14. póstferð þ. á.
II. Sjerstakar viðbótareglur fyrir póststofur og póstafgreiðslur.
Á öllum póststofum og póstafgreiðslum skal dagana 1.—28. okt. telja:
1. Oborguð brjef send og meðtekin, en óborguð brjef skulu hjer talin
aðeins þau brjef, sem ekkert er greitt undir, en ekki þau, sem borgað
er undir að nokkru leyti.
2. Spjaldbrjef með borguðu svari send og meðtekin.
8. Innlendar póstkröfuávísanir tilheyrandi póstkröfubrjefum, sem hafa
verið innborgaðar. Sömuleiðis innlendar póstkröfuávísanir tilheyrandi
póstkröfubögglum, og skal athugað hve mikið samtals hvor tegund
um sig hefir numið að krónutali og skýrsla gefin um það á eyðu-
blaði 51 b.
4. Brjefasendingar, er hafa verið í óskilum.
5. Hve margar af ofangreindum óskilasendingum hafa verið endursendar
eða afhentar sendendum.
6. Hve margar brjefasendingar hafa legið á pósthúsinu og beðið þess
að verða sóttar.
7. Hve margar hinar, sem hafa verið bornar út af brjefberum.
Eyðublað 51 b fylgir hjer með handa póststofum og póstafgreiðsl-
um til innfærslu á sendingum þeim, sem taldar eru undir 1.-7. lið
hjer að framan.
III. Sjerstakar reglur fyrir pósthús er hafa bein viðskifti við útlönd.
Pósthús þau er bein viðskifti hafa við útlönd, skulu útbúa sjerstakar
skýrslur yfir allar útlendar sendingar, og skal nákvæmlega sundurliðað, til hvaða
Btaða sendingarnar eru sendar til, og frá hvaða stað sendingarnar koma.
Ennfremur skal sundurliða, til hvaða ákvörðunarlands sendingarnar eiga
að fara, og land það er sendingarnar upprunalega eru komnar frá. Skal þetta
gert á þann hátt að setja í fyrsta dálk á eyðublaði nr. 61 t. d.
Til Kaupmannahafnar Ð/ie:
til Danmerkur................
— Noregs.....................
o. s. frv.
eða