Póstblaðið - 01.07.1920, Page 15

Póstblaðið - 01.07.1920, Page 15
Borgunina fyrir þær sendingar, sem eigi eru nefndar í þessari grein má greiða eftir því sem sendandi óskar, annað hvort á pósthúsinu, sem sendingin er send frá, eða því, sem hún er send til, eða að nokkru leyti á báðum stöðum. Burðargjöld undir sendingar til útlanda er eigi hægt að borga með þjónustufrímerkjum, þótt um embættissendingar sje að ræða. Brjef um póstmál frá pósthúsum til innlendra pósthúsa skal borga undir með frímerkjum, en til útlendra pósthúsa skal senda þau ófrímerkt, en á þau skal rita í neðra hornið vinsúa megin »Service des postes«. X?I. Aðrar póstgreiðslur. 1. Útburður brjefa með hraðboða. Á þeim stöðum, þar sem daglegum útburði á brjefum hefir verið komið á fót, fást sendingar bornar út til viðtakenda gegn 20 aura gjaldi fyrir brjef og 36 aura gjaldi fyrir böggla eða tilkynningu um þá. Á öðrum pÓ3tafgreiðslustöðum fást brjef borin til viðtakenda með hraðboða, ef eigi þarf yfir vötn að fara, gegn 60 aura gjaldi fyrir hvern kílómetra frá pósthúsinu að telja. Hraðboðagjaldið borgast með því að líma frimerki á brjefið fyrir gjaldinu, en póstafgreiðslumaður sá, er annast útburðinn, bætir sjer kostn- aðinn með endurgjaldsskírteini, sbr. 9. gr. 2. Fyrir sjerstaka póstkvittun greiðist 5 aurar. Ef samskonar sendingarfrá sama sendanda til sama viðtakanda eru látnar í einu á pósthúsið, má krefj- ast þess, að þær sjeu settar á ö*ömu kvittun. Kvittanir má heimta fyrir öllum öðrum sendingum en lausum brjef- um, póstkröfum og blöðum, sem engin ábyrgð er á. Kvittanir til stjórn- arvalda fyrir kaupum á þjónustufrímerkjum skulu gefnar ókeypis. Póstkvittanir fyrir sendingum (ábyrgðarbrjefum, peningabrjefum og póstávísunum) til utanríkislanda má heimta ókeypis. 3. Fyrir ýmislegt svo sem: að skrifa utan á póstsendingu að nokkru eða öllu leyti; að fylla út póstávísunareyðublað að nokkru eða öllu leyti; að fylla út póstkröfueyðublað að nokkru eða öllu leyti: að merkja böggul að nokkru eða öllu leyti; að slá utan um peningabrjef, þar með talið að skrifa utan á það, og setja innsigli fyrir, en umslag kostar sendandi, greiðist 5 aurar fyrir hvert fyrir sig, og reiknast gjaldið fyrir hverja sending. 4. Eftir samningi við hlutaðeigendur getur póstafgreiðslumaður tekið að sjer ýmíslegt fleira, sbr. reglugjörð um notkun pósta 7. mars 1908, 16. gr.

x

Póstblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Póstblaðið
https://timarit.is/publication/1288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.