Póstblaðið - 01.07.1920, Síða 13

Póstblaðið - 01.07.1920, Síða 13
póstávísunum til kvittunar af hálfu viðtakanda, verður undir hann að borga sem fyrir alment brjef, er límist á brjeflð eða ávísunina í frímerkjum. Mót- tökukvittunina skal póstafgreiðsumaður útbúa og festa hana við sending- una. Á. brjefið skal skrifa: Avis de réeeption« eða »A. R.< En yfir frí- merkið á póstávisuninni skal skrifa: »Avis de payement«, og skal enn fremur undirstrika uppáteiknunina með blákrít. Óski sendandi að fá móttökukvittun eftir að sendingin er afgreidd frá viðtökupósthúsinu, útfyllir viðtökupósthúsið móttökukvittunina, límir á hana frímerki fyrir burðargjaldinu og útbýr viðeigandi fyrirspurnareyðublað er festist við móttökukvittunina. Komi móttökukvittun, er sendandi hefir krafist, ekki aftur til viðtöku- pósthússins innan hæfilegs tima, skal útbúa móttökukvittun og fyrirspurnar- eyðublað að nýju og skrifa á móttökukvittunina: »Duplicata de l’avis de réception«, en ekki frímerkja að nýju. Póstafgreiðslumaður, sem skilar slíkri sendingu til viðtakanda, skalláta hann undirskrifa kvittunina; siðan sendir hann viðtökupósthúsinu hana í umslagi sem þjónustusendingu. Til innlendra póststöðva skal skrifa utan á umslagið: »Móttökukvittun», en til útlendra póststöðva: »Avis de réception«, (þegar um pósávísanir er að ræða: »Avis de payement«). Bureau de poste á------------— —«. XI. Tollfrankóseðlar. Óski sendandi bögguls að taka að sjer að borga tollgjöld þau, sem hvíla á honum, skal pósthús það, er tekur á móti bögglinum, skrifa á böggulinn og fylgibrjefið: »A remettre franc de droits« og gefur út »frankoseðil« er ber að festa við fylgibrjefið. Nafn póststaðarins, er útbýr seðilinn, ber að skrifa mjög greinilega í dálkinn »Endursendist til — — —«. Af sendanda skal ekki taka neitt gjald fyr en frankóseðillinn kemur aftur, en skriflega skuldbindingu skal sendandi gefa um, að hann borgi gjöld þau, er á kunna að falla. Eftir að böggullinn er afhentur móttakanda tilfærir pósthús það, sem skilaði bögglinum, upphæð tollsins á frankóseðilinn. Því næst innheimtir pósthús það, sem fyrst tók við bögglinum, tollinn m. m., hjá sendanda. Þegar böggull kemur frá útlöndum með áteiknanir »Fri for Told* eða »Franc de droits« ásamt tilheyrandi frankóseðli, skal pósthús það, þar sem tollinn ber að greiða, borga hann án þess að viðtakandi beiðist þess. Fyrir að annast þessa tollgreiðslu á póststjórnin að fá 20 aura fyrir hvern böggul, sem tollur er borgaður af, en með tollinum teljast 60 aurar, samkvæmt lögum um vörutoll, samanber XII. lið hjer á eftir. Þessa 20 aura eiga póstmenn að líma í frímerkjum á tollfrankóseðilinn og stimpla áður en hann er sendur frá pósthúsinu. Lönd þau er taka þátt í þessum viðskiftum má sjá í töflunni C. Nánari reglur um frankóseðla er að finna í Póstblaði nr. 6 1912,

x

Póstblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póstblaðið
https://timarit.is/publication/1288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.