Víkurfréttir - 03.05.2018, Side 4
4 VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM f immtudagur 3. maí 2018 // 18. tbl. // 39. árg.
Vortilboð á grillum og grill aukahlutum
15
%
a
fs
lá
tt
ur
a
f g
as
i m
eð
k
ey
pt
u
gr
ill
i
Fitjabakka 2-4, Reykjanesbæ, sími 420 1000
Olíuverzlun Íslands hf
Útibú Njarðvík
25% afsláttur
af grillum og grill aukahlutum
Mikið úrval af aukahlutum
Ásta N. Þórarinsdóttir fótaaðgerðafræðingur á stofu sinni í Snyrti Gallerý.
3 milljónasti Kia bíllinn af-
hentur í Reykjanesbæ fyrir
Evrópumarkað
Kia hefur framleitt þrjár milljónir
bíla í Evrópu og svo skemmtilega vill
til að Kia bíll númer 3.000.000 var
afhentur hér á landi í síðustu viku,
nánar tiltekið hjá K. Steinarsson í
Reykjanesbæ. Um er að ræða hvítan,
5 dyra Kia ceed í GT Line útfærslu.
Stoltur eigandi þessa tímamótabíls
frá Kia heitir Elvar Unndór Sveins-
son. Hann fékk bílinn afhentan með
viðhöfn í gær og fékk m.a. gjafa-
bréf á Library, HM Monopoly spil,
2 landsliðstreyjur og Kia HM bolta
að gjöf frá Bílaumboðinu Öskju.
,,Þetta er sérlega ánægjulegt að bíll
númer 3.000.000 sem framleiddur
er í Evrópu skuli vera afhentur hér á
landi. Við erum afar stolt af því og því
góða gengi sem Kia hefur náð hér á
landi. Merkið hefur var það næst sölu-
hæsta á Íslandi á síðasta ári og hefur
verið í þremur efstu sætunum yfir
söluhæstu merkin á síðustu árum,"
segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia
hjá Öskju.
Kia framleiðir bíla fyrir Evrópu-
markað í hátæknivæddri verksmiðju
fyrirtækisins í Zilina í Slóvakíu. Þar
hafa allar þrjár milljónir bílanna fyrir
Evrópumarkað verið framleiddar frá
árinu 2006. Á síðasta ári framleiddi
Kia alls 335.600 bíla í verksmiðjunni
sem er hæsta framleiðsla sem bíla-
framleiðandinn hefur náð á einu ári
í verskmiðjunni.
Þar framleiðir Kia bíla sem uppfylla
hæstu gæðaviðmið í álfunni. Verk-
smiðjan setur ekki einungis ný viðmið
í skilvirkni og framleiðni heldur upp-
fyllir hún um leið ströngustu reglu-
gerðir á sviði umhverfismála sem í
gildi eru innan Evrópusambandsins.
Gæði er forgangsatriði í allri starf-
semi Kia. Af þeim sökum er einn af
hverjum fimmtán starfsmönnum í
verksmiðjunni í Zilina ábyrgur fyrir
gæðaeftirliti.
Kia hefur mikla trú á gæðum bíla
sinna og býður sjö ára ábyrgð á öllum
nýjum Kia bílum sem er lengsta
ábyrgð sem bílaframleiðandi býður
upp á í heiminum. Í verksmiðjunni
starfa tæplega 4.000 starfsmenn.
Unnið er á vöktum allan sólarhring-
inn í verksmiðjunni þannig að fram-
leiðslan stoppar aldrei.
„FÆTURNIR HALDA OKKUR GANGANDI“
– segir Ásta N. Þórarinsdóttir, fótaaðgerðarfræðingur hjá Snyrti Gallerý
„Að koma í fótaaðgerð er mjög gott og mikilvægt fyrir alla og sérstaklega
fyrir þá sem eru í einhverskonar áhættuhóp eins og fólk með sykursýki og
gigt, svo eitthvað sé nefnt. Fólk með sykursýki þarf sérstaklega að hugsa
vel um fæturna þar sem skynjunin fer minnkandi með árunum og ef slæmt
ef sár kemur vegna núnings og að fá sykursýkissár getur verið alvarlegt
og getur þýtt að til aflimunar þurfi að koma,“ segir Ásta N. Þórarinsdóttir,
fótaaðgerðarfræðingur hjá Snyrti Gallerý að Hafnargötu 27a í Reykjanesbæ.
Niðurgrónar neglur eru eitt af við-
fangsefnum Ástu, en vandamálin geta
verið þrenns konar niðurgrónar eða
inngrónar og upprúllaðar neglur. Hún
segir þessi vandamál hægt að leysa
með svokallaðri spangartækni.
Inn- eða niðurgrónar táneglur geta
valdið ólýsanlegum sársauka og segir
Ásta að margir sem til hennar leita
af þeim sökum séu svo illa haldnir
að vart megi snerta á þeim fæturna.
Fari margir til læknis og láti fjarlægja
nöglina, sem eigi einungis að vera
þrautalending en ekki almenn regla
„Fótaaðgerðafræðingar laga inn-
grónar táneglur með tiltölulega
lítilli fyrirhöfn, sé borið saman við
skurðaðgerð, en helsta ráðið er að
spengja viðkomandi nögl með sér-
sniðnum stálvír og lyfta henni þar
með örlítið upp úr naglbeðnum.
Notuð eru mismunandi efni til þess
að festa vírinn, eftir hverju tilviki
fyrir sig,“ segir Ásta. Hún mælir
eindregið með skoðun fótanna hjá
fótaaðgerðafræðingi á 8-12 vikna
fresti. „Það er ekki tómur lúxus
að fara í fótaaðgerð. Hennar getur
verið veruleg þörf. Fæturnir halda
okkur svo sannarlega gangandi í
margvíslegum skilningi, segir Ásta
að endingu. Þeir sem vilja setja sig
í samband við Ástu er bent á aug-
lýsingu frá henni í blaðinu í dag.
Þorgeir Pálsson og Kjartan Steinarsson afhentu Elvari Unndóri
Sveinssyni nýjan Kia Ceed GT Line sem er sannkallaður tímamótabíll
enda bíll númer 3 milljón sem Kia framleiðir fyrir Evrópumarkað.