Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.05.2018, Síða 17

Víkurfréttir - 03.05.2018, Síða 17
17ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 3. maí 2018 // 18. tbl. // 39. árg. Skipulagsbreytingar í Reykjanesbæ Tillaga að minniháttar breytingu á aðalskipulagi Pósthússtræti 5,7 og 9 Reykjanesbær 3. maí 2018. Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýstar eftirfarandi skipulagstillögur: Tillagan felur í sér að fjöldi íbúða á reit ÍB34 fer úr 80 í 102. Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnar- götu 12 frá og með 3. maí til 21. júní 2018. Tillögur er einnig aðgengi- legar á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athuga- semdum er til 21. júní 2018. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ eða á net- fang skipulagsfulltrúa, gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is, þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. Skipulagsfulltrúi Tillaga að minniháttar breytingu á aðalskipulagi Stapabraut 1 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Stapabraut 1 Tilagan felur í sér að reitur S34 er stækkaður og grænt svæði minnkar á móti. Tillagan felur í sér að lóðin Stapabraut 1 stækkar úr 6.558m2 í 10.735m2. VIÐ ERUM AÐ LEITA AÐ KRAFTMIKLU FÓLKI TIL STARFA Bréfberi óskast í Keflavík Pósturinn leitar að kraftmiklum, ábyrgðarfullum og jákvæðum einstaklingi í útburð. Dreifing fer fram frá dreifingarstöð okkar í Keflavík. Hressandi útivera og við leitum eftir einstaklingi í fullt starf. Vinnutíminn er frá 07:00 til 15:15, alla virka daga. Umsóknarfrestur er opinn þar sem mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Tekið er á móti umsóknum á umsóknarvef okkar, www.postur.is. Pósturinn er með Gullmerki jafnlaunaúttektar PwC og hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar veitir: Anna María Guðmundsdóttir í síma 421 4300 eða í netfangi annam@postur.is. Umsóknarfrestur: Opinn Umsóknir: www.postur.is Víði spáð níunda sæti Knattspyrnuliðinu Víðir Garði er spáð níunda sæti af Fótbolta.net í annari deildinni í knattspyrnu. Litlu munaði að Víðir kæmist upp í Inkasso-deildina í fyrra en töp í þremur af fjórum síðustu leikjum þeirra varð til þess að þeir héldu áfram í annari deildinni. Guðjón Árni Antoníusson hefur þjálfað liðið frá því á miðju tímabili í fyrra en Guðjón er fæddur og uppalinn í Garðinum og er hann talinn hafa góð áhrif á liðið ásamt því að vera efnilegur þjálfari. Styrkleikar liðsins eru taldir vera þeir að liðið hefur bætt við sig nokkrum góðum leikmönnum en ásamt því hafa komið lánsmenn frá Njarðvík og Keflavík, varnarmaðurinn Tonci Rado- nikovic er einnig kominn til liðsins en hann lék 42 leiki í Pepsi- deildinni 2015 og 2016. Veikleiki liðsins er talinn vera varnar- leikurinn og einnig það að mikil leik- mannavelta sé búin að vera hjá liðinu, lykilmenn liðsins eru sagðir vera Tonci Radonikovic, Patrik Snær Atlason og Róbert Örn Ólafsson. Guðjón segir í samtali við Fótbolti. net að þessi spá komi sér bæði og á óvart og að deildin virðist vera jöfn í ár. „Markmiðin eru að sjálfsögðu bæta og þroska unga óreynda leikmenn okkar með því að ná í úrslit sem gefa okkur færi á að berjast við bestu liðin." Komnir: Ari Steinn Guðmundsson frá Keflavík (á láni) Ási Þórhallsson frá Keflavík Andri Gíslason frá ÍH Brynjar Atli Bragason frá Njarðvík (á láni) Brynjar Bergmann Björnsson frá Keflavík Dejan Stamenkovic frá Serbíu Eiður Snær Unnarsson frá Keflavík Einar Þór Kjartansson frá Reyni S. Emil Gluhalic frá Reyni S. Erik Oliversson frá Keflavík Fannar Orri Sævarsson frá Keflavík (á láni) Nathan Ward frá GG Sigurður Þór Hallgrímsson frá GG Tonci Radonikovic frá Króatíu Farnir: Aleksandar Stojkovic í Fjarðabyggð Breki Einarsson í Þrótt R. (var á láni) Daníel Bergmann Róbertsson í Reyni S. Eðvarð Atli Bjarnason í Þrótt V. Einar Daníelsson í Ísbjörninn Guðmundur Marinó Jónsson í Reyni S. Helgi Þór Jónsson í Njarðvík Magnús Þórir Matthíasson í Reyni S. Ólafur Jón Jónsson í Reyni S. Piotr Bujak í Þrótt V. (var á láni) Sigurður Hallgrímsson í GG Tómas Jónsson í GG Unnar Már Unnarsson í Njarðvík Þröstur I. Smárason í Njarðvík (var á láni) Víðir leikur sinn fyrsta leik gegn Hetti þann 5. maí á Fellavelli á Egils- stöðum. Grindavík spáð níunda sæti í Pepsi-deild kvenna Grindavík er spáð níunda sæti í Pepsi-deild kvenna af Fótbolti. net en liðið endaði í sjöunda sæti deildarinnar í fyrra og náði þar með að halda sér uppi. Aðeins tíu lið eru í deildinni og er því liðinu spáð fallsæti. Nýr þjálfari hefur tekið við liðinu en það er Ray Anthony Jóns- son, fyrrum leikmaður Grindavíkur. Liðið hefur misst marga reynslu- bolta úr liðinu frá því í fyrra og teflir Grindavík fram frekar ungu liði en efnilegir leikmenn eru innan liðsins. Þá hefur Grindavík fengið til sín sterka erlenda leikmenn sem hafa verið lyftistöng fyrir liðið. Þetta segir meðal annars í umfjöllun um styrk- leika liðsins: Hafa verið skipulagðar og reynt að spila sterkan varnarleik og stungið stærri liðin illa með hröðum skyndisóknum. „Ef styrkingin erlendis frá verður úr efri skúffunum þá gætu þær hjálpað kjarnanum sem fyrir er að taka skref upp á við frá í fyrra.“ Lykilleikmenn liðsins eru taldir vera Vivian, markmaður liðsins, Ísabel Jas- mín Almarsdóttir, fyrirliði og hin brasil- íska Rilany. Dröfn Einarsdóttir er einnig talin upp sem leikmaður sem verður gaman að fylgjast með en hún hefur leikið með yngri landsliðum Íslands. Komnar: Rio Hardy frá Englandi Steffi Hardy frá Englandi Margrét Hulda Þorsteinsdóttir frá Keflavík Farnar: Sara Hrund Helgadóttir hætt Emma Higgins í Selfoss Carolina Mendes til Ítalíu Thaisa de Moraes Rosa til Brasilíu Lauren Brennan til Nýja-Sjálands Guðrún Bentína Frímannsdóttir hætt Anna Þórunn Guðmunsdóttir hætt Grindavík tekur á móti Þór/KA þann 5. maí á Grindavíkurvelli. FÓTBOLTASAMANTEKT Keflavík með stjörnuleik í Garðabænum Keflavík mætti Stjörnunni í sín- um fyrsta leik í Pepsi-deild karla í knattspyrnu sl. föstudag og er óhætt að segja að Keflvíkingar hafi átt stjörnuleik en þeir náðu að knýja fram jafntefli eftir að hafa verið 2–0 undir. Mörk Keflavíkur skoruðu þeir Ísak Óli Ólafsson og Frans Elvarsson en mark Frans var kosið mark umferðarinnar í Pepsi- mörkunum á Stöð 2 sport. Frans segir í samtali við Víkurfréttir að það er hafi verið skemmtilegt að fá mark umferðarinnar. „Það voru nokkur flott mörk í umferðinni en bara gaman að mitt hafi orðið fyrir valinu.“ Tíu spjöld á loft í Grindavík Grindavík mætti FH á heimavelli í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu sl. laugardag. Leikur- inn endaði með sigri gestanna og voru lokatölur leiksins 0–1. Alls fóru tíu spjöld á loft í leiknum. Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur sagði í samtali við Víkurfréttir að þeir hefðu mætt vel undirbúnir til leiks með góða leiká- ætlun. „Við lágum frekar aftar- lega varnarlega og Hafnfirðingar leyfðu okkur að bera boltann upp eins og við bjuggumst við. Mörk breyta leikjum og við urðum að setja aukinn þunga í sóknarleik- inn í seinni hálfleik. Við urðum kannski helst til óþreyjufullir og fórum að beita löngum boltum of fljótt sem þeir áttu í litlum vand- ræðum með að verjast. Við lærum vonandi af þeim mistökum því við munum auðvitað einhvern tímann á tímabilinu lenda aftur í því að vera undir þegar lítið er eftir.“ Keflavík og Grindavík mætast í næsta leik í deildinni þann 7. maí nk. á Nettóvellinum í sannköll- uðum nágrannaslag og hefst leikurinn kl. 19:15.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.