Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.05.2018, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 03.05.2018, Blaðsíða 20
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir MUNDI S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M Þeir ákváðu að henda í eitt hreinsunarátak þarna í  Grindavík. Landsnet vekur athygli á að Skipulagsstofnun hefur lagt fram til kynningar tillögu að matsáætlun fyrir Suðurnesjalínu 2. Hægt er að gera athugasemdir við áætlunina og skulu þær berast skriflega til Skipulagsstofnunar eigi síðar en 11. maí 2018. Einnig er hægt að senda athugasemdir með tölvupósti á skipulag@skipulag.is. Tengil á tillögu að matsáætlun ásamt athugasemdum við drög má finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar; skipulag.is. HAFNARFJÖRÐUR – SUÐURNES Suðurnesjalína 2 – Mat á umhverfisáhrifum Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is Líf í miðbæinn Það eru ekki mörg ár síðan að um- ræðan um miðborg Reykjavíkur snerist öll um að miðborgin væri deyjandi. Ekkert líf, ekkert fólk og tómt verslunarhúsnæði. Fyrirsagnir á borð við „Miðbærinn er dauður“ voru algengar í dagblöðum og við- fangsefnið betri miðbær var áberandi í umræðunni fyrir velflestar borgar- stjórnarkosningar. En ekki lengur. Nú er líf í miðborginni frá morgni til kvölds, alla daga og allan ársins hring. Miðbærinn hefur stækkað og nær nú vestur á Granda og austur fyrir Hlemm. Gömul uppgerð hús með sterka sögu í bland við ný hús laða til sín margvíslega atvinnu- starfsemi og gestum fjölgar. Erlendir ferðamenn eru auðvitað í miklum meirihluta gesta miðborgarinnar en með fjölgun þeirra og þar með fjölgun viðskiptavina hefur skapast rekstar- grundvöllur fyrir fjölbreyttan atvinnu- rekstur, veitingastaði og verslanir sem heimamenn fá líka notið. Þannig hafa lífsgæði borgarbúa og okkar hinna sem sækja borgina heim aukist. Það er gaman að rölta um líflega borg og njóta fjölbreytts mannlífs. Það má hrósa borgaryfirvöldum fyrir að hafa lagt metnað í að hlúa að miðborginni og efla hana með þeim tækjum og tólum sem hand- hafi skipulagsvaldsins hefur úr að spila. Þarna tel ég að Reykjanesbær geti mikið lært og eigi stórt verk fyrir höndum- og mikil tækifæri ef rétt er á málum haldið. Hafnargatan okkar og miðbæjar- svæðið hefur alla möguleika til að geta laðað til sín fjölbreytta atvinnu- starfsemi og iðandi mannlíf. Þrátt fyrir að vera steinsnar frá hliðinu inn í landið- Keflavíkurflugvelli- er Reykja- nesbær ekki sérstakur áfangastaður ferðamanna, heldur miklu frekar við- komustaður ferðamanna á leið sinni inn og út úr landinu. Í tölum frá Ferða- málastofu kemur fram að rúmlega 300.000 erlendir ferðamenn sóttu Reykjanesbæ heim á árinu 2017, u.þ.b. 16-17% af heildarfjölda ferðamanna sem til landsins komu, eða svipað og heimsóttu Húsavík það sama ár, sem er eins og allir vita hinum megin á landinu og eins langt frá “hliðinu” og mögulegt er. Þegar fjöldi innlendra ferðamanna er skoðaður hallar jafn- vel meira á okkur hér, en einungis um 28.000 innlendir ferðamenn heim- sóttu Reykjanesbæ 2017. Við hljótum að geta gert betur- síldar- torfan syndir framhjá okkur. Og þann- ig erum við ekki að ná að njóta af- raksturs fjölgunar ferðamanna í formi lifandi og fjölbreytts miðbæjar fyrir okkur íbúana. Þarna eru óþrjótandi tækifæri og þarf samstillt átak og skýra stefnu. Hvernig viljum við hafa bæinn okkar? Ég vil fallegan bæ þar sem gott er að búa og sem eftirsótt er að heimsækja. Þar sem hlúð er að menningarverð- mætum og söguarfi en það er einmitt það sem innlendir og erlendir ferða- menn sækjast eftir að skoða. Þar sem heildarhugsun ríkir í skipulagsmálum og metnaður ríkir fyrir því að byggja upp ásamt því að leggja rækt við hið gamla. Þannig sköpum við líf - líf í miðbæinn okkar. LOKAORÐ RAGNHEIÐAR ELÍNAR Landvernd og Blái herinn hleyptu í dag af stað strandhreinsunarátakinu Hreinsum Ísland við Grunnskóla Grindavíkur í síðustu viku. Nemendur í 6. bekk Grunnskóla Grindavíkur og leikskólanna Lautar og Króks tóku þátt í að hleypa átakinu af stað. Margrét Hugadóttir frá Landvernd var með kynningu á átakinu ásamt fróðleik um plast og mengun. Leik- skólabörnin sungu lag, 6. bekkur sagði frá hreinsun og hreinsunará- taki sem þau hafa tekið þátt í, gerð var núvitundaræfing og 6. bekkur hljóp í stórfiskaleik. Grindavíkurbær mun ásamt öðrum sveitarfélögum á Reykjanesi taka þátt í Norrænni strandhreinsun þann 5. maí næst- komandi. Dagana 25. apríl - 6. maí vekja Land- vernd og Blái herinn athygli á þeim hættum sem fylgja plastmengun í hafi. Landsmenn eru hvattir til að skipuleggja sínar eigin strand- hreinsanir og má skrá sig til leiks á hreinsumisland.is en þar má finna góðar leiðbeiningar um hvernig skipu- leggja megi hreinsun á árangursríkan hátt, í sátt við menn og náttúru. Landvernd vonast til þess að sem flestir leggi hönd á plóg og taki þátt í að minnka plastmengun. Hvetja þau fólk til að nota minna plast, kaupa minna og auka endurvinnslu. Allir sem skrá sína hreinsun geta fengið hana birta á Íslandskort átaksins. Íslandshreinsun hófst í Grindavík Vortónleikar Sönghóps Suðurnesja verða haldnir í Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 8. maí kl. 20 Kórstjóri: Magnús Kjartansson Á dagskrá verða létt og skemmtileg lög í anda hópsins. Miðaverð: 1500 kr.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.