Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.11.2017, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.11.2017, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.11. 2017 Frá því Saad al-Hariri sagði afsér sem forsætisráðherraLíbanons 4. nóvember hefur loft verið lævi blandið og ýmsar kenningar á lofti um hvað búi að baki. Hariri var staddur í Ríad, höfuð- borg Sádi-Arabíu, þegar hann til- kynnti afsögnina. Hann talaði um áætlanir um að ráða sig af dögum og var með þungar ásakanir á hendur Írönum. Vændi hann Írana um að nýta áhrif sín í Hizbolla-hreyfing- unni til að ýta undir óstöðugleika í Líbanon. Hizbollah situr í hinni svo- kölluðu einingarstjórn Líbanons, sem mynduð var fyrir ári, ásamt flokki Hariris, Framtíðinni. Fangi eða frjáls maður Eftir yfirlýsinguna sagði Thamer al- Sabhan, ráðherra málefna Persaflóa í Sádi-Arabíu, að samskipti stjórnar sinnar við stjórnvöld í Líbanon yrðu eins og við stjórn, sem lýst hefði stríði á hendur Sádi-Aröbum. Því næst hvöttu stjórnvöld í Sádi- Arabíu saudiarabíska ríkisborgara í Líbanon til að forða sér. Hassan Nasrullah, leiðtogi Hiz- bollah, sakaði Sádi-Araba um að hafa Hariri í haldi og neita honum um að snúa aftur. Michel Aoun, forseti Líbanons, sagði einnig að yfirvöld í Sádi- Arabíu hefðu tekið Hariri fastan og neitaði að taka mark á afsögn hans. Eftir yfirlýsingu Aouns sagði Hariri á Twitter að ekkert amaði að sér og hann myndi brátt snúa aftur, en það dugði ekki til að slá á sam- særiskenningarnar. Nú hafa Frakkar blandað sér í málið og er Hariri væntanlegur til Frakklands frá Sádi-Arabíu í dag, laugardag. Hariri er einnig með sádiarab- ískan ríkisborgararétt og á í víð- tækum viðskiptum í landinu. Faðir hans, Rafic Hariri, var myrtur í til- ræði í Beirút 2005. Hann hafði verið forsætisráðherra í sex ár á tíunda áratug liðinnar aldar. Bárust böndin að Hizbollah. Nú er hermt að Sádi- Arabar vilji koma eldri bróður Sa- ads, Bahaa, fyrir á stóli forsætisráð- herra Líbanons. Pólitísk reynsla hans er lítil, en hann mun hafa mun meiri andúð á Hizbollah en Saad. Þetta mál er ekki eina birtingar- mynd togstreitunnar milli Írans og Sádi-Arabíu og um leið milli sjía- múslima og súnnímúslima. Írönum hefur á undanförnum ár- um vaxið fiskur um hrygg. Að hyggju sádiarabískra stjórnvalda þarf að hemja klerkaveldið eigi að koma í veg fyrir glundroða og ring- ulreið í Mið-Austurlöndum. Átökin í Írak og Sýrlandi verið vatn á myllu Írana, sem hefur tekist að auka ítök sín og áhrif sín í Mið- Austurlöndum svo um munar. Þar við bætist að kjarnorkusamkomu- lagið, sem gert var í stjórnartíð Bar- acks Obama gæti bundið enda á út- skúfun Írana og leyst þá undan alþjóðlegum refsiaðgerðum. Kveður að krónprinsinum Frá því að Salman bin Abdulaziz tók við krúnunni í Sádi-Arabíu í janúar 2015 hafa Sádi-Arabar færst úr hlut- verki málamiðlara og orðið mun ágengari. Það er ekki síst rakið til þess að hann gerði 32 ára gamlan son sinn, Mohammed bin Salman, að arftaka sínum. Salman er einnig varnarmálaráðherra. Til að tryggja sig í sessi hefur hann sérstaklega beint spjótum sínum að Íran. Í mars 2015 létu Sádi-Arabar til skarar skríða í Jemen í bandalagi við fleiri arabaríki til að stöðva sókn uppreisnarhreyfingar Húta. Þeir eru sjíamúslimar og Sádi-Arabar líta á þá sem bandamenn Írans. Því megi þeir ekki fá að valsa um í bak- garði Sádi-Arabíu. Stríðinu í Jemen fylgir eymd og eyðilegging og blasir gríðarleg neyð við íbúum þess. Sádi- Aröbum hefur hins vegar lítið orðið ágengt og er farið að líkja íhlutun þeirra við hernað Bandaríkjamanna í Víetnam á sínum tíma. Í júní hófu Sádi-Arabía, Samein- uðu arabísku furstadæmin, Barein og Egyptaland viðskiptaþvinganir gegn Katar. Var Katörum gefið að sök að eiga í of nánu samstarfi við Írana. Katar hefur reyndar unnið með Írönum á sameiginlegu svæði þar sem gas er að finna, en þar fyrir utan er vart hægt að tala um sam- starf milli ríkjanna, síst af öllu póli- tískt. Katarar hafa hins vegar verið að láta að sér kveða í auknum mæli. Fleygt hefur verið að hinn ungi Salman vilji með þvingununum gera emírnum í Katar, Tamim bin Hamad al-Thani, ljóst að hann skuli halda sig á mottunni. Krónprinsinn hefur líka gripið til aðgerða heima fyrir. Í Der Spiegel segir að hann hafi bolað burt sínum helsta keppinaut, Mohammed bin Naif prinsi, úr stöðu innanríkis- ráðherra með því að ræna hann og koma í veg fyrir að hann fengi syk- ursýkislyfin sín þar til hann sam- þykkti að segja af sér. Salman hefur kynnt áætlanir um stórfenglega hátækniborg við Rauða hafið þar sem bílar eiga að vera sjálfakandi og konur geta farið um án slæða. Hann hefur þaggað niður í bókstafstrúarmönnum eða varpað þeim í fangelsi. Engin leið er þó að segja til um hvað býr að baki. Um leið hafa margir helstu auð- menn landsins úr viðskiptum og pólitík verið hnepptir í stofufangelsi. Ónafngreindur ráðgjafi sádiarab- ísku stjórnarinnar sagði Der Spiegel að hinir handteknu hefðu dregið sér rúmlega 11 þúsund milljarða króna á þremur árum. Mútur og fjárkúgun hefðu verið hefðbundnir við- skiptahættir þeirra. Ásakanirnar eru ugglaust ekki úr lausu lofti gripnar, en líklegt verður að teljast að um leið sé verið að hreinsa til í því skyni að tryggja kon- unginn og krónprinsinn í sessi. Og hvernig sem fer má frekar búast við vaxandi óstöðugleika í Mið-Austur- löndum á næstunni er um hægist. Sádi-Arabar valda usla Sádi-Arabar fara mikinn. Þeir stunda hernað í Jemen, fangelsa auðmenn og nú virðast þeir hafa þvingað forsætisráðherra Líbanons til afsagnar. AFP Saad Hariri, forsætisráðherra Líbanons, svarar spurningum á stöð í eigu fjölskyldu hans eftir að hann lýsti yfir afsögn sinni frá Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu. Því er haldið fram að hann sé í haldi í Ríad, en í viðtalinu sagðist hann frjáls. Árlega senda Líbanar í Sádi-Arabíu 4,5 milljarða dollara til baka. Undanfarin 25 ár hefur ábatinn af Líbönum í Sádi-Arabíu verið 70 milljarðar dollara. Robert Fisk, dálkahöfundur The Independent, um hvað er í húfi hlaupi snurða á þráðinn í samskiptum Líbanons og Sádi-Arabíu. ERLENT KARL BLÖNDAL kbl@mbl.is ÞÝSKALAND HAMBORG Lögregla í Þýskalandi greip til aðgerða vegna spillingar eftir að upp komst að 100 embættismenn höfðu þegið miða á tónleika með Rolling Stones í september eftir að leyfi var veitt til tónleikahaldsins.Athygli mun hafa vakið hve margir embættismenn voru á tónleikunum. Í Þýskalandi er embættismönnum bannað að þiggja gjafir. PERÚ LÍMA Stjórnvöld í Perú lýstu yfir þjóðarfríi eftir að perúska landsliðið tryggði sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í Rússlandi á næsta ári með því að sigra Nýja-Sjáland 2-0 í umspili. Mikill fögnuður braust út þegar úrslitin voru ráðin. Opinberir starfs- menn fengu frí og skólum var lokað. SIMBABVE HARARE Herinn tók völdin í Simbabve á miðvikudag í því skyni að koma Robert Mugabe frá völdum. Mugabe er 93 ára gamall og hefur verið leiðtogi landsins í 30 ár. Hann leiddi frelsisbaráttu landsins, en hefur verið álasað fyrir að leggja efnahag Simbabve í rúst. KAMBÓDÍA PNOM PEN Hæsti- réttur Kambódíu bannaði helsta stjórn- arandstöðuflokkinn fyrir helgi og leysti hann upp. Flokkurinn er sakaður um að hafa ætlað að steypa stjórninni og verður 100 félögum úr honum bannað að stunda stjórnmál í fimm ár. Rauði kmerinn Hun Sen hefur stjórnað landinu í rúm 30 ár. Búist er við að hann muni mæta lítilli and- stöðu í kosningunum á næsta ári.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.