Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.11.2017, Qupperneq 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.11.2017, Qupperneq 24
Legóhúsið svokallaða var opnaðmeð pomp og prakt fyrr íhaust. Húsið, sem heitir raun- ar Lego House – Home of the Brick, eða Legóhús Heimili kubbsins og er í miðbæ Billund í Danmörku, er ekkert venjulegt hús. Um það mætti reyndar skrifa margar greinar. Hér verður þó aðeins tæpt á veitingastaðnum á jarð- hæð hússins. Að heimsækja hann er ákveðin upplifun út af fyrir sig. Mini Chef heitir staðurinn og er nafnið tilvísun í það að í eldhúsinu starfa víst aðeins litlar Legó-fígúrur. Það er að minnsta kosti sagan sem starfsfólkið heldur sig við, börnum sem heimsækja veitingastaðinn til mikillar gleði. Sannleiksgildið skul- um við láta liggja milli hluta, en í það minnsta er allt gert til að sagan um litla Legófólkið í eldhúsinu sé sem trúverðugust. Aðeins hægt að panta með því að kubba máltíðina sína Mannfólk þjónar til borðs á Mini Chef en reyndar er hlutverk þess helst að útskýra fyrir gestum hvern- ig staðurinn virkar og passa upp á að allir séu með hnífapör og legókubba á borðum. Nóg er af kubbum til að leika sér með á staðnum en til viðbótar fær hver gestur poka með kubbum í til- teknum litum. Allir fá eins poka. Þeg- ar matseðillinn kemur á borðið fæst skýringin á kubbapokanum. Hver á að kubba sinn rétt, því kubbafólkið sem starfar í eldhúsinu skilur aðeins kubbamál. Ekki er því í boði að láta þjónana sem eru af mannkyni taka við pöntun á veitingastaðnum. Hver réttur á matseðli hefur sinn kubb. Tölvuskjár á hverju borði Þetta kubbastúss við borðið skapar skemmtilega stemningu. Krakk- arnir hafa eitthvað við að vera og fullorðna fólkið getur tekið þátt í þessu og úr verður bara fínasta sam- verustund. Þegar hver og einn hefur kubbað sinn rétt er komið að því að panta. Það er gert með því að setja eina kubbasamsetningu í einu á þar til gerðan sleða sem rennt er inn í sér- staka tölvu sem er á hverju borði. Á skjánum má svo sjá kubbana og þar er hægt að sjá hvort valið var rétt og staðfesta pöntunina. Panta þarf fyrir hvern og einn þannig að á stóru borði getur það tekið smástund að klára matarpöntunina. Matseðillinn á Mini Chef er ekk- ert slor. Það er aðeins hægt að panta heilar máltíðir en möguleiki að velja réttina saman. Traustur danskur heimilismatur Matseðillinn fyrir fullorðna kostar 2.800 krónur íslenskar og er í fjórum hlutum. Rauðir kubbar eru prót- ínskammturinn, aðalrétturinn, og í þeim flokki er hægt að velja um fisk, kjúkling, svínasteik og græmet- isrétt. Bláir kubbar eru fyrir kart- öflur eða kornmeti, grænir fyrir sal- at og svartir fyrir steikt eða soðið grænmeti. Á barnaseðlinum, sem kostar 1.600 krónur íslenskar, eru sömu valkostir en í stað heita græn- metisins er lítil gjöf sem fylgir. Óhætt er að mæla með matnum á þessum nýjasta veitingastað Bill- und. Kjúklingur sem ku hafa gengið um frjáls, handgerðar franskar kart- öflur, vel útilátnir grænmetis- skammtar og þykk kartöflumús með hýði gera það að verkum að manni líður vel með að borða matinn og gefa börnunum hann. Þegar legó- kassarnir með matnum eru opnaðir blasir við traustur og vandaður danskur heimilismatur. Fín tilbreyt- ing frá skyndibitaþema sem oft ein- kennir utanlandsferðir. Og það er ráðlegt að borða fyrst áður en haldið er inn í Legóhúsið í öll skemmtileg- heitin sem þar er að finna, því það er hægt að eyða mörgum klukkutímum á hinum mörgu hæðum hússins og vissara að allir séu saddir. Það er gaman að panta mat á Mini Chef-veitingastaðnum í Legóhúsinu. Ekki er í boði að panta munnlega heldur þarf allt að fara fram á kubbamáli. Morgunblaðið/Eyrún Magnúsdóttir Matur í formi legókubba Yngri kynslóðin beið í ofvæni eftir að legókassar með mat kæmu af færi- bandi úr eldhúsinu og stór legóvél- menni afhentu þá. Á veitingastaðnum Mini Chef í Legóhúsinu í Billund er aðeins hægt að panta mat með því að kubba sinn eigin matseðil og sagan segir að í eldhúsinu starfi eingöngu fígúrur gerðar úr legókubbum sem tali kubbamál. Þjónarnir tala þó sem betur fer mannamál Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Útileiksvæðin sem eru á stöllum Legóhússins eru stórskemmtileg. Það er vel hægt að eyða dágóðum tíma utan á húsinu til að ná upp matar- lyst áður en haldið er inn á veitingastaðinn. Maturinn sem kemur að sjálfsögðu í sérstökum kössum sem hægt er að kubba saman, er einfaldur og bragðgóður. Ljósmynd/Legohouse MATUR Það er eins gott að telja rétt áður en pantað er á veitingastaðn-um í Legóhúsinu. Rauður kubbur með fjórum hausum þýðir svínasteik en tvöfaldur rauður þýðir steiktur þorskur. Hver kubbur á sinn rétt 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.11. 2017

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.