Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.12.2017, Side 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.12.2017, Side 32
Það er kannski ekki skrýtið aðenn eigi Íslendingar eftir aðuppgötva ýmsar dásemdir Póllands. Ferðir okkar hafa frekar legið í vesturhluta Evrópu og á sólar- strendur. Íslendingar eru svolítið að „uppgötva“ Pólland þessi misserin. Það er svolítið merkilegt að það sé hváð þegar Wroclaw er nefnd í ljósi þess að borgin er stærsta borg Vest- ur-Póllands, var ein merkilegasta borg Prússlands og svo mikilvæg Þýskalandi að Hitler fyrirskipaði að borgarbúar skyldu berjast til síðasta blóðdropa til að passa borgina. Á eft- ir Berlín var hún honum mikilvæg- ust, enda önnur stærsta borg Austur- Þýskalands á þeim tíma. Þá hét hún Breslau og hún og land- svæðið í kring í Neðri-Slésíu hafði til- heyrt Þýskalandi í 200 ár, var höf- uðborg allrar Slésíu. Þar áður höfðu Habsborgarar ráðið yfir borginni, þar á undan Tékkar, en fyrsti „land- námsmaður“ borgarinnar var þó pólskur. Og aftur er hún orðin pólsk í dag. Það verður að segjast að borgin kom ótrúlega á óvart og blaðamaður hefur ákveðið að bóka sér aðra ferð þangað eftir nokkra mánuði. Sagan Wroclaw er hreiður stórbrot- innar sögu, sem nær 1.000 ár aftur í tímann. Sökum þess að þarna hafa svo margar þjóðir ráðið ríkjum og mörg trúarbrögð ríkt er borgin eins og samsuða úr hámenningu margra þjóða. Konungshöll Prússakeisara er frá 1700. Miðbærinn og markaðs- torgið eru þéttsetin sjarmerandi gömlum byggingum, óteljandi kirkjur að skoða og brýr að rölta yfir, enda hefur borgin ýmist verið kölluð borg brúa, og verið líkt við Feneyjar, eða borg kirkna. Lífleg Í háskólunum í Wroclaw eru hvorki meira né minna en hálf ís- lenska þjóðin, 160.000 nemendur. Íbúar borgarinnar eru í heild 600.000 svo að meira en ¼ borgarbúa er í há- skólanámi. Ungt fólk setur því sitt mark á borgina og gerir andrúms- loftið afar líflegt. Elsti háskólinn í borginni er fyrirbæri út af fyrir sig til að skoða. Byggingin sjálf er stórkost- leg, frá því um 1700, og hátíðarsal- urinn eins og konungshöll. Enginn háskóli í heiminum á fleiri nóbels- verðlaunahafa en sá í Wroclaw. Elsti kjarninn Ostrów Tumski er elsti kjarni borgarinnar og var áður eyja, þekkt sem „Dómkirkjuey“. Það er ævintýri líkast að ganga þar um, skoða dómkirkjuna, sem var upp- runalega byggð á 10. öld, og fleiri margra alda gamlar byggingar. Auð- velt er að fá leiðsögumann til að fara rúnt um bæinn og mæla má með því. Ótrúlegt en satt þá er Dómkirkjuey lýst upp á kvöldin aðeins með gaslu- ktum. Maður, klæddur skósíðum frakka og með pípuhatt, gengur þá á milli með kyndil og kveikir á 100 gasluktum, 365 daga ársins. Göngu- túr í slíkri birtu að kvöldlagi er eins Ráðhúsið er upphaflega byggt á 13. öld en nokkrar breytingar hafa verið gerð- ar á því í gegnum tíðina, þær síðustu á 15. öld. Thinkstock/GettyImages Flugvöllurinn í Wroclaw hefur unnið til fjölda verðlauna og viðurkenna og þykir afar þægilegur að fara um, ekki nema um 20 mínútur frá miðbænum. Ljósmynd/Martijn Veenman Djásn Slésíu Pólland nýtur sívaxandi vinsælda sem áfangastaður íslenskra ferðalanga. Gimsteinn Póllands, borg brúa, borg kirkja, er borgin Wroclaw. Blaðamaður Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins heimsótti borgina á dögunum. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Markaðtorgið sefur aldrei og æðislegur jóla- markaðurinn þar í desember er einn sá vin- sælasti í Póllandi og þótt víðar væri leitað. Ekki gleyma að líta við í gamla háskólanum, salarkynni hans eru engu lík. Útsýnið af þaki háskólans yfir borgina er líka frábært. Ljósmynd/Martijn Veenman Hér fer fólk yfir til að komast á Dómkirkjuey en á brúnni eru óteljandi lásar sem ástfangið fólk hefur nælt í brúarstólpana sem merki um innsiglaða ást. Thinkstock/GettyImages Dýragarðurinn í Póllandi er með þeim stærri og glæsilegri í Evrópu. Ljósmynd/Martijn Veenman FERÐALÖG Ekki gleyma að kíkja á geggjaðan indverskan veit-ingastað í miðbænum, Mangó mömmu. Þar kemur fólk með eigið áfengi og greiðir lágt tappagjald. Mango Mamma 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.12. 2017

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.