Morgunblaðið - 04.01.2018, Síða 2

Morgunblaðið - 04.01.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. raunastöð Háskóla Ís- lands í meinafræði á Keldum og stundaði rannsóknir á mænu- sótt og árangri mænusóttarbólusetn- ingar á Íslandi við rannsóknar- og menntastofnanir í Englandi og Banda- ríkjunum. Hún stund- aði sérfræðinám í veirufræði við Yale- háskóla á árunum 1958 til 1960. Margrét starfaði sem veirufræðingur á Keldum frá 1960 til 1969 og síðan sem prófessor í sýklafræði við læknadeild Háskóla Íslands þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sak- ir árið 1999. Hún var fyrsta konan Margrét Guðnadóttir, veirufræðingur og pró- fessor við Háskóla Ís- lands, lést á Landspít- alanum í fyrradag. Hún var á 89. aldurs- ári. Margrét Guðmunda Guðnadóttir fæddist 7. júlí 1929 í Landakoti á Vatnsleysuströnd. For- eldrar hennar voru Guðni Einarsson, bóndi og sjómaður, og Guð- ríður Andrésdóttir hús- freyja. Hún lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1949 og læknisprófi frá Háskóla Íslands 1956. Hún stundaði sérfræðinám í veirufræði hjá dr. Birni Sigurðssyni við Til- sem skipuð var prófessor við Há- skólann. Hún kom á fót Rannsókn- arstofu Háskólans í veirufræði við Landspítalann árið 1974 og hafði umsjón með starfsemi hennar til ársins 1994. Margrét rannsakaði meðal ann- ars hæggenga veirusjúkdóma í sauðfé, eðli visnu-mæðiveirusýk- ingar og gerð bóluefnis gegn þeirri sýkingu. Niðurstöður hennar vöktu eftirtekt í alþjóðlega vísindaheim- inum. Hún var sæmd heiðursdokt- orsnafnbót við læknadeild Háskóla Íslands árið 2011 fyrir vísinda- framlag á sviði veirufræði og grein- ingar veirusýkinga. Börn Margrétar eru Guðni Kjartan Franzson, klarinettleikari og tónlistarkennari, og Eydís Lára Franzdóttir, óbóleikari og tónlistar- kennari. Andlát Margrét Guðnadóttir veirufræðingur Útvarpsmaðurinn, óperusöngv- arinn og skemmtikrafturinn Ás- geir Páll Ágústsson er genginn til liðs við K100. Ásgeir Páll hefur starfað við útvarp síðustu 30 árin, nú síðast á Bylgjunni. Hann starf- aði um árabil sem óperusöngvari í Þýskalandi eftir söngnám á Ís- landi og Austurríki. Hann mun stýra helgardagskrá stöðvarinnar í vetur, alla laug- ardaga frá 9-12 og sunnudaga frá 12-16. „Ég er mjög spenntur að ganga til liðs við skemmtilega liðs- heild á K100 og hlakka til að taka þátt í frekari uppbyggingu stöðv- arinnar,“ segir Ásgeir Páll sem mun einnig tímabundið taka að sér að stýra morgunþætti stöðv- arinnar ásamt Jóni Axel Ólafssyni en fyrsti þátturinn fór í loftið nú í morgun. Þátturinn verður á dag- skrá fram í mars þegar ný morg- unvakt tekur við. „Það er mikill fengur að fá mann á borð við Ásgeir Pál til liðs við okkur á K100. Hann er einn albesti útvarpsmaður landsins og ég er viss um að hlustendur okkar munu kunna að meta þættina hans,“ segir Sigurður Þorri Gunn- arsson, dagskrárstjóri K100, um ráðningu Ásgeirs. Fyrsti laug- ardagsþátturinn hans fer í loftið á laugardaginn næstkomandi kl. 9:00 en sunnudagsþættirnir hefj- ast í mars. Ásgeir Páll kominn til liðs við K100  Stýrir helgardagskrá stöðvarinnar K100 Ásgeir Páll er nýr liðsmaður. Karlmaður á fertugsaldri lést í umferðarslysi á Vest- urlandsvegi á Kjalarnesi í gærmorgun, en þar rákust á fólksbíll og flutningabíll. Tilkynning um slysið barst kl. 9.35 í gær. Hinn látni var ökumaður fólksbílsins. Mikill viðbúnaður viðbragðsaðila var á vettvangi í gær- morgun og lokað var fyrir umferð á Vesturlandsvegi við Þingvallaafleggjara. Opnað var aftur fyrir umferð um Vesturlandsveg upp úr klukkan 13 í gær. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgöngu- slysa rannsaka tildrög slyssins. Ekki hafði verið greint frá nafni hins látna þegar Morgunblaðið fór í prentun. Lögreglan biður þá sem kunna að hafa orðið vitni að slysinu að hafa samband í síma 444-1000, en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið birna.g@lrh.is eða í einkaskilaboðum á Facebooksíðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Banaslys Vesturlandsvegur var lokaður um tíma í gær eftir alvarlegan árekstur tveggja bifreiða. Banaslys á Kjalarnesi  Karlmaður lést þegar fólks- og flutningabíll skullu saman Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Dómnefnd sem metur hæfni umsækj- enda um embætti átta héraðsdómara leggur áherslu á það í svari við at- hugasemdum setts dómsmálaráð- herra í málinu að dómnefndin lúti ekki boðvaldi ráðherra, heldur sé sjálfstæð stjórnsýslunefnd. Í þessu efni vísar hún til dóms Hæstaréttar í máli Ástráðs Haraldssonar gegn rík- inu vegna breytinga ráðherra og Al- þingis á röðun umsækjenda um emb- ætti dómara við Landsrétt. Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra, gerði fjölmargar athugasemdir og lagði fram spurn- ingar fyrir dómnefndina vegna niður- stöðu hennar um skipan átta manna í embætti héraðsdómara. „Þar sem rökstuðning skortir að miklu leyti fyrir niðurstöðum nefndarinnar hef- ur settur ráðherra ekki forsendur til þess að taka afstöðu til efnislegs mats nefndarinnar og leggja mat á hvort hann tekur undir mat hennar eða hvort tilefni sé til að gera tillögu til Alþingis um skip- un annarra um- sækjenda,“ sagði meðal annars í bréfi ráðherra. Dómnefndin kom saman í gær og gekk frá svari sínu til ráðherra. Bréfið var birt á vef dómsmálaráðuneytisins í gærkvöldi, að ósk nefndarinnar. Samkvæmt upplýsingum aðstoðarmanns ráð- herra er þegar hafin vinna við það að meta svör dómnefndarinnar og afla umsagna. Dómnefndin hafnar þeirri að- finnslu ráðherra að ósamræmi felist í því að nefndin notast ekki við stiga- töflu við röðun umsækjenda eins og gert var við umsögn um umsækjend- ur um embætti við Landsrétt. Að þessu sinni hafi dómnefndin nýtt exelskjal til upphaflegrar grófflokk- unar og við það hafi síðan bæst frek- ara mat nefndarinnar, meðal annars með hliðsjón af viðtölum og umsögn- um. Tekur dómnefndin skýrt fram í svarbréfi sínu að grófflokkunin sé í vinnuskjali nefndarinnar sem ekki verði afhent. Það þýðir að settur dómsmálaráðherra mun ekki hafa þær forsendur þegar hann tekur ákvörðun sína. Nefndin segir að vinnubrögð sín hafi verið í samræmi við störfin frá setningu núverandi reglna á árinu 2010 með Landsréttarumsögninni sem eina frávikinu. Standa við mat sitt Dómnefndin telur sig hafa skýrt það hvernig hún mat umsækjendur og segir í bréfinu að sér sé ekki ljóst hvað ráðherra eigi við í aðfinnslum um það. Vísað er í upphaflega um- sögn. Megináherslan hafi verið á þrjá stóra þætti: Dómarareynslu og reynslu af lögmannsstörfum og stjórnsýslustörfum. Þessir þættir hafi verið metnir jafnt. Að auki hafi farið fram sérstakt sundurgreint mat á menntun, fræðistörfum, kennslu og útgáfu. Í þeim samanburði sem fari fram í hverjum þætti felist matið, sem síðan hafi verið dregið saman í heildarniðurstöðu. Í lok svarbréfsins er það ítrekað að dómnefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að átta tilgreindir um- sækjendur séu hæfastir til að hljóta embættin. Um aðra umsækjendur muni nefndin ekki fjalla frekar en gert er í umsögninni. Lúta ekki boðvaldi ráðherra  Dómnefnd um umsækjendur um embætti héraðsdómara stendur við það mat sitt að átta séu hæfastir  Afhenda ráðherra ekki vinnugögn þar sem umsækjendur eru flokkaðir eftir starfsreynslu Jakob R. Möller form. dómnefndar. Morgunblaðið/Ófeigur Dómshús Sex nýir héraðsdómarar verða við Héraðsdóm Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.