Morgunblaðið - 04.01.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.01.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018 tengslum við HM, en hann hefur verið einn af sérfræðingunum í um- fjöllun um leiki liðsins í undankeppn- inni. „Eiður Smári hefur lýst yfir vilja til að vinna með RÚV í kringum HM. Við erum að kasta á milli okkar spennandi hugmyndum. Þetta ætti að skýrast á næstu vikum.“ Stærsti íþróttaviðburðurinn Hilmar segir að allt verði lagt í sölurnar í umfjöllun um HM. „Þetta er stærsti íþróttaviðburður í sögu Ís- lands og við viljum gera þetta eins vel og hægt er fyrir þjóðina. Það er mikill metnaður innan RÚV að standa vel að þessari umfjöllun á öll- um miðlum RÚV.“ Sögu HM. Þetta eru hátt í 90 mín- útna langar myndir um hverja keppni fyrir sig, skotnar á filmu og menn á borð við Sean Connery, Sean Penn, Michael Caine og fleiri þekkta einstaklinga tala yfir þær. Búið er að uppfæra eldri myndirnar í háskerpu. Á svipuðum tíma verður líka byrjað að sýna þætti þar sem liðin á HM í ár eru kynnt til leiks, tvö í hverjum þætti. Hilmar segir að einnig verði ráðist í innlenda dagskrárgerð fyrir keppn- ina þar sem meðal annars verður tekinn púlsinn á íslenska liðinu í undirbúningsferlinu. Þá er unnið að því að Eiður Smári Guðjohnsen taki að sér dagskrárgerð fyrir RÚV í HM í Rússlandi hefst 14. júní og stendur í mánuð. Fyrsti leikur Íslands verður við Argentínu í Moskvu laugardag- inn 16. júní. Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV, segir að allir leikirnir 64 verði sýndir á RÚV og RÚV2. „Síðustu leikir riðlakeppninar verða að vera spilaðir á sama tíma og þá notum við bæði RÚV og RÚV2. Flesta daga verða leikirnir klukkan 12, 15 og 18 og verður dag- urinn gerður upp strax að loknum síðasta leik. Með upp- hitun og uppgjöri má því gera ráð fyrir að annasömustu dagana verði stanslaus HM-umfjöllun í hátt í níu klukkustundir, segir Hilmar Björnsson. Allir leikirnir sýndir á RÚV ALLT AÐ NÍU TÍMA HM-UMFJÖLLUN Á DAG Á RÚV Í SUMAR Hilmar Björnsson Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Undirbúningur fyrir útsendingar Ríkisútvarpsins frá HM í knatt- spyrnu í Rússlandi gengur vel að sögn Hilmars Björnssonar, íþrótta- stjóra þar á bæ. „Við verðum með heljarinnar um- gjörð um alla leiki Íslands, bæði hér heima og í Rússlandi. Við verðum með teymi sem fylgir íslenska liðinu eftir allan tímann í Rússlandi. Okkar fólk verður í höfuðstöðvum liðsins og flýgur með því í leiki enda viljum við ekki missa af neinu sem gerist í kringum íslensla landsliðið,“ segir Hilmar. Þessi mikla umfjöllun hlýtur að kalla á aukinn mannskap, eða hvað? „Við erum mjög vel mönnuð hér en það er þó ljóst að við þurfum lík- lega að bæta við okkur mannskap. Það er í vinnslu.“ Ræða við Eið Smára og Gumma Guðmundur Benediktsson sló í gegn með lýsingum sínum á leikjum Íslands á EM í Frakklandi. Þá fékk Sjónvarp Símans hann að láni frá Stöð 2. Er ekki borðleggjandi að RÚV fái hann að láni hjá núverandi vinnuveitendum, Vodafone? „Það mál er í vinnslu og ég get voða lítið tjáð mig um það núna. Þetta skýrist vonandi núna í janúar.“ Upphitun hefst í næsta mánuði þegar byrjað verður að sýna þættina Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sigurgleði Lýsingar Gumma Ben á leikjum Íslands á EM í Frakklandi slógu í gegn. RÚV vill fá hann í HM-teymið. Unnið að því að Gummi Ben lýsi leikjum Íslands  Allir leikir á HM sýndir á RÚV  Ræða við Eið Smára jan Stefán Pálsson, fyrr- verandi bankastjóri Búnaðarbanka Íslands, lést í Reykjavík 2. jan- úar síðastliðinn. Hann náði 83 ára aldri. Stefán fæddist 7. desember 1934 á Skinnastað í Öxarfirði. Hann var sonur hjónanna Páls Þorleifs- sonar, prófasts á Skinnastað, og Guð- rúnar Elísabetar Arnórsdóttur. Stefán útskrifaðist frá Samvinnu- skólanum í Reykjavík árið 1955 og frá bankaskóla í Englandi 1957. Að námi loknu sá hann um búskapinn á Skinnastað en hóf störf hjá Bún- aðarbanka Íslands haustið 1958 og starfaði þar allan sinn starfsferil eða í 42 ár. Fyrst starfaði hann sem gjaldkeri, síðan sem starfsmanna- stjóri, sem framkvæmdastjóri Stofn- lánadeildar landbúnaðarins og að síðustu sem bankastjóri Búnaðar- bankans samfleytt í 17 ár eða frá árinu 1984 til ársins 2001. Stefán gegndi ýmsum trúnaðarstörfum vegna starfa sinna við bankann, sat í stjórn- um sjóða og samtaka og nefndum sem fulltrúi bankamanna. Hann var meðal ann- ars formaður Sam- bands viðskiptabanka um skeið, formaður Reiknistofu bankanna og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Hann var einnig virkur í félagsstarfi hestamanna. Átti sæti í stjórn Landssambands hestamannafélaga í átta ár og þar af formaður á árunum 1981 til 1986. Hann hafði mikinn áhuga og ánægju af hestum og hestamennsku og stundaði það áhugamál með fjöl- skyldu sinni í frístundum. Stefán og Arnþrúður Arnórsdóttir kennari giftust árið 1957 og eign- uðust þau fimm börn. Þau eru Páll ljósmyndari, Guðrún Elísabet arki- tekt, Arnór sem lést 1976, Helga Ingunn, leikmynda- og búningahöf- undur, og Auður, kennari og starfs- maður Icelandair. Andlát Stefán Pálsson, banka- stjóri Búnaðarbankans Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þessi ákvörðun kom okkur algjör- lega á óvart og ég tel að hún sé mjög alvarleg fyrir allt okkar samfélag hér í Mývatnssveit,“ segir Ólöf Hall- grímsdóttir, eigandi veitingahússins og gististaðarins Vogafjóss við Mý- vatn. Ólöf sótt um framkvæmdaleyfi til að byggja móttöku- og biðaðstöðu við Vogafjós en Umhverfisstofnun hafn- aði umsókninni á dögunum. Vísaði stofnunin í að Vogafjós uppfyllti ekki kröfur heilbrigðisnefndar Norður- landssvæðis eystra um að skólp á vatnasvæði verndarsvæðis Mývatns og Laxár skuli hreinsað með ítarlegri hreinsun tveggja þrepa. Vogafjós er 160 metra frá Mývatni en verndarlín- an miðast við 200 metra. Ólöf er ósátt við þessa niðurstöðu. „Þetta er allt svolítið furðulegt mál. Við erum búin að vera að vinna að deiliskipulagi á okkar landi síðustu tvö ár og þessi umsókn var sam- kvæmt deiliskipulagi. Það sem við er- um að sækja um er tæplega 120 fer- metra viðbygging, þar sem nú er bílastæði, sem á að bæta aðstöðu starfsfólks og gesta. Þar á ekki að bæta við einu einasta salerni, borðum verður ekki fjölgað og það verður ekki breyting á starfsleyfi svo að per- sónueiningum í frárennsli fjölgar ekki vegna tilkomu þessarrar við- byggingar. Það er ekkert hlustað á okkar rök.“ Hún bendir á að samkvæmt reglu- gerð um verndun Mývatns og Laxár skuli Umhverfis- stofnun leita um- sagna Náttúru- rannsóknarstöðvarinnar við Mývatn og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Báðar umsagnir voru jákvæðar og töldu viðbygginguna vera minnihátt- ar og ekki líklega til að valda auknu álagi í frárennsli. Stofnunin hefði kos- ið að leita einnig til heilbrigðisnefnd- arinnar sem hafnaði stækkuninni í sinni umsögn. „Það er verið að vinna að úrbótum í frárennslismálum hér á svæðinu. Sú áætlun er í vinnslu en hefur dregist, meðal annars vegna ríkisstjórnar- skipta. Túlkun ráðuneytisins er að hér sé ekki um bráðavanda að ræða. Það á að vanda til verka og gera þetta vel og skynsamlega. Ég hef óskað eftir því að sjá fund- argerð heilbrigðisnefndar þar sem þetta var tekið fyrir. Hún er ekki til þar sem þetta var ekkert tekið fyrir. Þetta virðist vera ákvörðun eins manns. Þrátt fyrir að þeim starfs- manni ætti að vera vel kunnugt um að hér er verið að vinna að úrbótaáætlun um frárennslismál. Mér virðist bara eins og þessar ríkisstofnanir séu ekki að tala í takt. Hægri höndin veit ekk- ert hvað sú vinstri er að gera.“ Ólöf segist ekki vita hvaða skref þau taki næst í málinu. „Við getum kært til úrskurðar- nefndar en það batterí er gjörsam- lega máttlaust. Þar eru menn að bíða uppundir tvö ár eftir að fá niðurstöður og það er gjörsamlega óásættanlegt,“ segir Ólöf sem leggur áherslu á það hversu smá umrædd framkvæmd sé í sniðum og unnið sé að gerð sameig- inlegrar úrbótaáætlunar sveitarfé- lagsins og rekstraraðila innan svæð- isins. Ósátt við að fá ekki að byggja á Mývatni  Umhverfisstofnun hafnaði umsókn Vogafjóss um framkvæmdaleyfi vegna viðbyggingar Ólöf Hallgrímsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.