Morgunblaðið - 04.01.2018, Síða 8

Morgunblaðið - 04.01.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018 MIKIÐ ÚRVAL ELDHÚSVASKA Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 www.tengi.is • tengi@tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Skattaglaðir stjórnmálamenn eruekki einir á ferð. Skattaglaðir prófessorar, uppáhaldsálitsgjafar „RÚV“, eru ekki síðri, eins og Björn Bjarnason bendir á.    Þórólfur Matt-híasson er einn af góðkunningjum í þeim hóp. For- sprakkar Við- reisnar höfðu álit á Þórólfi og skipuðu í nefndir:    Lá við bænda-uppreisn þegar Þorgerður K. Gunn- arsdóttir skipaði Þórólf til að koma að ákvörðunum um afkomu bænda. Þór- ólfur hefur verið hallur undir ESB-aðildarstefnuna sem átti lokavígi sitt innan stjórn- arráðsins í Viðreisn.    Óðni Jónssyni, stjórnanda Morg-unvaktarinnar, þótti rétt að minna hlustendur á gamalkunnan tón í upphafi nýs árs með samtali við prófessorinn. Af því sem Þór- ólfur sagði rataði þetta á ruv.is:    Það er minni kerfisbundin hugs-un í tekjuöfluninni núna held- ur en var í frumvarpi Benedikts Jó- hannessonar. Sem er afturför, mikil afturför.    Þar sá maður heildarhugsun þarsem menn voru að leggja út frá því að það átti að draga úr kolefn- islosun og haga skattlagningunni í samræmi við það. Það var byrjað að taka inn auknar tekjur af ferða- mennskunni, það var horfið af þeirri braut.... Það má ekki nefna það að taka greiðslur af ferðamönnum. Það má ekki hækka virðisauka á þjónustu sem ferðamönnum er veitt, nema þá í afar hægum skrefum...““ Björn Bjarnason Ákafur álitsgjafi STAKSTEINAR Þórólfur Matthíasson Veður víða um heim 3.1., kl. 18.00 Reykjavík -2 skýjað Bolungarvík -3 alskýjað Akureyri -4 léttskýjað Nuuk -12 léttskýjað Þórshöfn 3 rigning Ósló 1 súld Kaupmannahöfn 3 súld Stokkhólmur 3 skýjað Helsinki 2 rigning Lúxemborg 5 skúrir Brussel 9 skúrir Dublin 8 skýjað Glasgow 7 skúrir London 9 skýjað París 8 alskýjað Amsterdam 8 skýjað Hamborg 6 rigning Berlín 6 rigning Vín 5 skýjað Moskva 2 súld Algarve 18 heiðskírt Madríd 13 léttskýjað Barcelona 21 léttskýjað Mallorca 18 heiðskírt Róm 11 skýjað Aþena 10 léttskýjað Winnipeg -25 léttskýjað Montreal -15 snjókoma New York -5 heiðskírt Chicago -9 snjókoma Orlando 8 rigning Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 4. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:16 15:51 ÍSAFJÖRÐUR 11:56 15:20 SIGLUFJÖRÐUR 11:41 15:01 DJÚPIVOGUR 10:54 15:12 Síðustu dagar ársins voru kaldir á landinu, sérstaklega norðaustan- lands. Úrkoma og vindhraði voru undir meðallagi. Frá þessu segir á vef Veðurstofu Íslands. Kaldast var í desember á Vesturlandi, en hlýjast á Norð- austur- og Austurlandi, miðað við mesta vik frá meðaltali. Meðalhiti í desember var hæstur í Surtsey, 2,4 stig, en lægstur í Sandbúðum, -7,8 stig. Í byggð var meðalhitinn lægstur í Möðrudal, -5,4 stig. Mesta frost mældist 29 stig, í Svartárkoti. Hæsti hiti í desember var 16,6 stig, á Kvískerjum.Úr- koma í Reykjavík mældist 63,6 mm, á Akureyri 46,1 mm, hvort tveggja undir meðaltali, í Stykk- ishólmi 35,1 mm og 83,7 mm á Höfn í Hornafirði. Alhvítt var átta morgna í Reykjavík en á Akureyri voru alhvítu dagarnir 17, hvort tveggja undir meðaltali. 21 sól- skinsstund var í Reykjavík, níu stundum fleiri en í meðal- desember en á Akureyri var sól- arlaust. Vindhraði á landsvísu var 0,8 m/s undir meðallagi sl. tíu ára. Meðalloftþrýstingur í Reykjavík mældist yfir meðallagi, hæstur mældist loftþrýstingur1030,4 hPa, á Húsafelli, en lægstur 973,9 hPa, í Grindavík. Hægt og kalt í desember  Úrkoma og vindur undir meðallagi Nokkrir sjósundfélagar úr starfsliði Háskólans í Reykjavík (HR) létu sig ekki vanta í hádeginu í gær í Naut- hólsvík. Þau syntu í sjónum sem var talsvert undir frostmarki, eða -1,9 gráður. „Það þarf að þjálfa sig upp í að fara í sjóinn og þegar hann er kom- inn undir fjórar gráður á veturna, þá þarf maður að nota hugann og vilja- styrkinn. Þetta er fín hugleiðsla, það kemst ekkert annað að á meðan,“ segir Arnar Egilsson, þjónustustjóri upplýsingatæknisviðs HR, hress í bragði í samtali við Morgunblaðið. Hann hefur stundað sjóböð síðan ár- ið 2010. Arnar segir þetta sjóbað hafa verið það kaldasta síðan árið 2011 en þá synti hann við -1,8 gráður. „Það er nú ekki langt að fara fyrir okkur í HR, en baðaðstaðan í Naut- hólsvík er opin nokkrar klukku- stundir fjóra daga vikunnar yfir vetrartímann. Aðspurður segist Arn- ar ekki vita til þess að í hans hópi hafi einhver veikst eða ofkælst, en það hafi þó hugsanlega komið fyrir aðra. „Maður verður auðvitað að þekkja sín takmörk og við félagarnir pöss- um hver upp á annan og syndum að- eins meðfram ströndinni. Síðan för- um við beint í heita pottinn. Þetta er hin fínasta heilsubót en auðvitað verður fólk að fara varlega og fara aldrei eitt í sjóinn.“ ernayr@mbl.is Syntu í sjónum langt undir frostmarki  Sjósundgarpar úr Háskólanum í Reykjavík slógu sitt eigið kuldamet í sjónum Morgunblaðið/Styrmir Kári Sjósund Arnar Egilsson á sundi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.