Morgunblaðið - 04.01.2018, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018
Umferð í desember sl. jókst um
9,3% miðað við sama mánuð árið
2016. Þessi aukning er mun minni
en varð á síðasta ári en svipar til
aukningarinnar á milli áranna 2014
og 2015. Umferð á landinu jókst um
10,6% í fyrra miðað við árið 2016.
Þetta kemur fram á vef Vegagerð-
arinnar.
Mest jókst umferð á Suðurlandi
eða um 16,1% en minnst á Austur-
landi eða um 4,3%, skv. teljurum.
Umferð jókst skv. þeim mest um
hringveginn á Mýrdalssandi eða um
21,8%. Þessi mikla aukning vekur
athygli þar sem ári áður hafði um-
ferðin aukist um 89,3% milli desem-
bermánaða 2015 og 2016 og þar á
undan um 41,3%. Umferðaraukn-
ingin austan við Vík í Mýrdal í des-
ember, hefur því líkt og aðra mán-
uði ársins verið fádæma mikil
undanfarin ár.
Frá árinu 2005 hefur umferðin
aukist að jafnaði langmest í ágúst,
september og október eða frá 3,8%-
4,2% árlega. Fyrir árið í heild hefur
umferð aukist um 3,4% á ári að
jafnaði frá árinu 2005, sem telja
verður hóflegan vöxt, en frá árinu
2012 hefur árlegur vöxtur numið
um 7,6%.
Áfram
eykst
umferðin
Jókst um 10,6% í
fyrra miðað við 2016
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð-
lindamála hefur úrskurðað að
Reykjavíkurborg hafi verið heimilt
að leggja sorpgjald á fasteign við
Skógarás árið 2016. Eigandi fast-
eignarinnar, sem samanstendur af
íbúð og þremur bílskúrum, taldi að
borginni væri óheimilt að leggja
fermetratölu bílskúra til jafns við
íbúðir í húsinu og reikna tunnu-
gjald út frá heildarfermetrafjölda
hússins.
Í málsrökum Reykjavíkurborgar
segir að hver og einn matshluti eigi
hlutdeild í sameign og hafi sameig-
inleg hlutdeild allra matshluta ver-
ið lögð til grundvallar álagningu.
Eigendum fasteigna beri að greiða
gjald fyrir meðhöndlun úrgangs
fyrir allar fasteignir og skipti þar
ekki máli hvort fasteign sé skil-
greind sem bílskúr.
Úrskurðarnefndin hafnar kröfu
kæranda um að ógilda álagningu
sorpgjalds á fasteign hans. Segir í
úrskurðinum að samkvæmt fast-
eignaskrá Þjóðskrár Íslands sé
íbúðareign hans skráð 203,2 fer-
metrar. „Samkvæmt skránni skipt-
ist eignin í íbúð sem er 129,3 m² og
þrjá bílskúra sem eru alls 73,9 m²
að flatarmáli. Bílskúrarnir eru sam-
kvæmt þessu hluti af eignarhluta
kæranda í fasteigninni og er hans
eignarhlutfall í fjöleignarhúsinu
um 27%. Greiðir hann fyrir afnot af
tunnum fyrir heimilissorp og papp-
ír í samræmi við þá hlutfallstölu,“
segir þar. hdm@mbl.is
Mátti leggja gjald á bílskúr
Morgunblaðið/Eggert
Sorphirða Reykjavíkurborg er heimilt að rukka tunnugjald fyrir bílskúra.
Reykjavíkurborg heimilt að rukka tunnugjald á bílskúra
Páll Hreinsson
tók til starfa sem
forseti EFTA-
dómstólsins 1.
janúar sl., en
dómarar við dóm-
stólinn völdu Pál
til starfans á
fundi sínum 14.
nóvember 2017.
Hann gegnir
embættinu til
ársloka 2020, að því er fram kemur í
tilkynningu frá EFTA-dómstólnum.
Páll var skipaður dómari við
EFTA-dómstólinn árið 2011 og tók
hann við af Þorgeiri Örlygssyni sem
þá sneri aftur til Hæstaréttar Ís-
lands. Páll hefur verið í leyfi frá
Hæstarétti síðan haustið 2011, en
hætti hjá dómstólnum í haust eftir
að hafa verið í leyfi í sex ár.
Páll fæddist 20. febrúar 1963.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð
1983, embættisprófi frá lagadeild
Háskóla Íslands 1988, lagði stund á
framhaldsnám í stjórnsýslurétti og
stjórnsýslufræðum við Hafnar-
háskóla 1990 til 1991 og lauk dokt-
orsprófi í lögfræði frá Háskóla Ís-
lands 5. febrúar 2005. Þá hefur hann
m.a. gefið út 13 bækur og 42 greinar
um lögfræðileg málefni.
Páll nýr for-
seti EFTA-
dómstólsins
Páll
Hreinsson