Morgunblaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018 flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við verðum alla þessa viku að deila út gjöfum, en í ár bárust alls 5.110 kassar sem er afar góð tala,“ segir Mjöll Þór- arinsdóttir, ein þeirra sem tekið hafa þátt í verkefninu Jól í skókassa, sem leitt er af KFUM og KFUK á Íslandi. Þegar Morgunblaðið náði tali af Mjöll í gær var hún stödd í nágrenni úkra- ínsku borgarinnar Kirovohrad, sem er suðaustan við höfuðborgina, Kænu- garð, en þar var hópur sjálfboðaliða önnum kafinn við að dreifa jólapökk- um til ungmenna. „Þau sem fá pakka hjá okkur eru á aldrinum 3 til 18 ára, en það eru alveg dæmi þess að yngri krakkar fái líka,“ segir Mjöll og bendir á að dreifingin, sem skipulögð er af KFUM í Úkraínu, í samstarfi við íslenska sjálfboðaliða, fari meðal annars fram á heimilum munaðarleysingja, barnaspítala og skólum fyrir börn með þroskaskerð- ingar. Ósvikin gleði og þakklæti Aðspurð segir Mjöll gjöfunum vera tekið af mikilli og ósvikinni gleði og þakklæti, en mörg barnanna eru hissa á gjafmildi Íslendinga. „Þau geta sum hver varla beðið eft- ir því að fá að opna kassana og verða eitt bros þegar glaðningurinn kemur í ljós. Svo keppast þau við að sýna hvert öðru gjafirnar,“ segir Mjöll og heldur áfram: „Með okkur í för er prestur frá Rétttrúnaðarkirkjunni og hann útskýrir fyrir krökkunum hvað- an pakkarnir koma, þ.e. frá fjöl- skyldum og einstaklingum á Íslandi, og segir hann þeim um leið aðeins frá landinu. Þau verða mörg mjög hissa á því að til sé fólk í öðru landi sem vilji gleðja þau með gjöfum og smá nammi. Frá foreldrum og kennurum þessara barna finnur maður fyrir miklu þakklæti.“ Jól í skókassa eru alþjóðlegt verk- efni sem fyrst hófst hér á landi árið 2004. Fyrsta árið var eingöngu safnað innan KFUM og KFUK og söfnuðust þá um 500 kassar. Ári síðar var verk- efnið víkkað út og safnast nú á bilinu 4.500 til um 5.000 skókassar á hverju ári. Morgunblaðið/Árni Sæberg Söfnunin Það er oft margt um manninn í húsnæði KFUM og KFUK í Reykjavík þegar jólakassarnir streyma í hús. Kassarnir farnir að ber- ast börnunum í Úkraínu  Fá skóladót, sælgæti, hlý föt og leikföng frá Íslendingum Gleði Þessi unga stúlka var ánægð með jólaglaðninginn frá Íslandi. Jól í skókassa » Verkefnið er alþjóðlegt og hófst fyrst hér á landi árið 2004, fyrir tilstuðlan félaga KFUM og KFUK. » Fyrsta árið söfnuðust 500 skókassar en í ár voru kass- arnir 5.110 talsins. » Í þeim má m.a. finna skóla- dót, sælgæti, föt og leikföng. » Kassarnir eru sendir bág- stöddum börnum í Úkraínu. Grallari Dótið sló í gegn og lýsti sá litli velþóknun sinni með látbragði. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Katrín Sigurðardóttir, formaður Fé- lags geislafræðinga, segir félagið ekki hafa lagt fram prósentutölur í kjaraviðræðunum. Hins vegar sé ljóst að félagið horfi til þeirra breytinga sem urðu á lífeyris- kerfinu á nýliðnu ári. Þá hafi verið stigin skref til að jafna lífeyris- réttindi á al- menna og opin- bera markaðnum. Með því hljóti launakjörin jafn- framt að verða jöfnuð. „Við teljum að það hljóti að vera kominn tími til að leiðrétta launin. Það voru gerðar breytingar á lífeyr- iskerfinu. Fyrir vikið eru lífeyris- réttindi opinberra starfsmanna lak- ari en áður. Ef þau réttindi hafa verið færð til jafns við almennan markað hlýtur það að skapa viðmið um laun. Þau hljóta að verða líkari því sem gerist á almennum markaði. Við þurfum að sjá að leiðrétting fari í gang sem er í þá veruna.“ Kjarasamningar félagsins urðu lausir í lok ágúst og hafa fulltrúar þess fundað fimm sinnum með samn- inganefnd ríkisins undanfarið. Gera rannsóknir sjálfir Katrín vísar svo til launakrafna biskups Íslands hjá kjararáði. „Biskup Íslands sendi kjararáði bréf með upplýsingum um breyting- ar á starfi. Það sama hefur gerst hjá okkur án þess að við höfum fengið nokkra leiðréttingu. Við höfum horf- ið frá því að vera aðstoðarmenn lækna í að vinna okkar starf. Áður gátum við ekki tekið röntgenmynd án samþykkis læknis. Nú fram- kvæmum við allar okkar rannsóknir og afgreiðum þær yfir til lækna. Það er gjörbreyting. Fyrst það er svo mikið góðæri hlýtur að vera svigrúm til að leiðrétta þetta,“ segir Katrín. Minna starfsöryggi Katrín bendir jafnframt á að starfsöryggi opinberra starfsmanna í heilbrigðiskerfinu hafi minnkað. Það séu því ekki lengur rök fyrir lægri launum hjá hinu opinbera að starfsöryggið sé meira. Hún segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort viðræðunum verði vísað til rík- issáttasemjara. Geislafræðingar séu ekki farnir að ræða um verkfall. Geislafræðingar fái launin leiðrétt  Séu í takt við almenna markaðinn  Ekki lengur aðstoðarmenn lækna Morgunblaðið/Rósa Braga Á Landspítalanum Geislafræðingar telja sig sitja eftir í launaþróuninni. Katrín Sigurðardóttir Myndatextar víxluðust á tveimur myndum með greininni 100 ár frá komu fyrsta traktorsins til Íslands í Morgunblaðinu í gær. Myndin merkt Sandgerði er af verslunar- og skrifstofuhúsi Þórðar Ásmunds- sonar, sem var reist 1942 við Vest- urgötu 48 á Akranesi, og myndin merkt Akranes er af verstöð Þórðar og Lofts í Sandgerði árið 1913. Myndatextar víxluðust LEIÐRÉTT Haft var eftir Gyðu Hrönn Einarsdóttur, varaformanni BHM, í Morgun- blaðinu sl. laugardag að BHM-félögin horfi til leiðréttingar kjararáðs á launum þeirra sem undir það heyra. Það komi illa út fyrir BHM-félögin að miða við launaþróun frá 2013 en ekki 2006, líkt og kjararáð geri. Hjá sumum aðildarfélögum BHM vanti „verulega mikið upp á“ leiðréttingu launa. BHM-félög í heilbrigðisgeiranum horfi til kjarabóta sem læknar og þeir sem heyra undir kjararáð hafi fengið. Skv. vef stjórnarráðsins voru heildarlaun lækna að meðaltali 1,099 milljónir í janúar 2013. Þau voru til samanburðar 1,482 millj. í sept- ember sl. Það er um 35% hækkun. Til samanburðar voru heildarlaun geislafræðinga að meðaltali 553 þús. í janúar 2013 en 780 þús. í sept- ember sl. Það er 41% hækkun. Launin sveiflast milli mánaða. Hækkað um 41% frá 2013 LAUN GEISLAFRÆÐINGA Hvað er í bíó? mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.