Morgunblaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Viðreisnkynnti sigtil sögunnar
sem frjálslyndan
flokk en snerist í
raun aðeins um eitt
mál; inngöngu Ís-
lands í Evrópusambandið. Þeg-
ar flokkurinn komst til valda
skamma hríð kom skýrt í ljós
að flokkurinn er í reynd aðeins
hefðbundinn vinstriflokkur og
keppir því á sama markaði og
Samfylkingin, annars vegar um
þá fáu kjósendur sem vilja inn í
Evrópusambandið og hins veg-
ar þá sem vilja aukin rík-
isumsvif og hærri skatta.
Í snautlegri stjórnartíð sinni
hegðaði Viðreisn sér eins og
aðrir vinstriflokkar með fjand-
skap í garð atvinnulífsins og
stuðningi við óhóflegar álögur
á almenning og fyrirtæki.
Þetta var svo kryddað með ým-
iskonar popúlisma í örvænting-
arfullri tilraun til að bjarga
flokknum frá falli af þingi eins
og í stefndi lengst af.
Eftir kosningar var ekki síð-
ur skýrt hvar flokkurinn lá á
pólitíska litrófinu. Hann skip-
aði sér í sveit með Samfylkingu
og Pírötum, sem hafa í seinni
tíð meira og minna runnið sam-
an málefnalega. Þetta útspil
mislukkaðist og leiddi ekki til
stjórnarmyndunarviðræðna, en
innsiglaði hvar hjarta Við-
reisnar slær.
Nú eru nokkrir mánuðir frá
kosningum og enn er Viðreisn
við sama heygarðshornið.
Fram hefur komið hjá stjórn-
arflokkunum að til skoðunar sé
að lækka veiðigjöld til að mæta
þeirri staðreynd að útgerðum
„stórblæðir núna um hver ein-
ustu mánaðamót“, eins og
framkvæmdastjóri
einnar þeirra orð-
aði það í samtali
við Morgunblaðið í
gær. Útfærsla
þeirrar aðgerðar
liggur ekki fyrir en
þó liggur þegar fyrir hvernig
formaður Viðreisnar hyggst
nálgast málið. Í samtali við
Ríkisútvarpið í gær tók for-
maðurinn til varna fyrir rík-
issjóð og hafði miklar áhyggjur
af að ríkissjóður mundi missa
spón úr aski sínum og sagði að
ekki mætti lækka álögur á
greinina í heild sinni. Ekki
mætti nota litlar og meðal-
stórar útgerðir „sem skjól til
þess að lækka heildarálögur á
útgerðina“.
Þetta er athyglisverð afstaða
hjá flokki sem segist frjáls-
lyndur. Það að sérstakur við-
bótarskattur á eina atvinnu-
grein sé að sliga hana þannig
að stórum hluta hennar sé að
blæða út má ekki nota „sem
skjól“ til að lækka þessar óeðli-
legu álögur.
Flokkur sem væri frjáls-
lyndur í raun mundi hafa
áhyggjur af því ranglæti sem
felst í veiðigjöldunum en hann
hefði minni áhyggjur af því þó
að skattar almennt myndu
lækka. Hann væri hlynntur al-
mennri skattalækkun, ekki síst
þeirri sem þýddi að heildar-
tekjur ríkissjóðs myndu lækka.
Stjórnlyndur vinstriflokkur,
eins og Viðreisn hefur reynst
vera, hefur hins vegar meiri
áhyggjur af ríkissjóði en at-
vinnulífi og almenningi í land-
inu, sem starfar í þessu sama
atvinnulífi og er háður afkomu
þess um eigin afkomu og vel-
ferð.
Formaðurinn má
ekki heyra minnst
á hugmyndir um
lægri skatta }
Vinstriflokkurinn
Viðreisn
Meiri sáttatónnvar hjá Kim
Jong-un, einræð-
isherra Norður-
Kóreu, í garð Suð-
ur-Kóreu um nýlið-
in áramót en oft
áður. Opnaði Kim meðal annars
á það að norðurkóreskir
íþróttamenn tækju þátt í vetr-
arólympíuleikunum, sem fram
eiga að fara í Suður-Kóreu í
febrúar.
Suður-Kóreumenn hafa boðið
Norður-Kóreu til viðræðna í
landamæraþorpinu Panmun-
jom, en tvö ár eru liðin síðan
fulltrúar ríkjanna funduðu síð-
ast. Norður-Kóreumenn tóku
vel í boðið og það er svo til enn
frekara merkis um hina nýju
„áramótaþíðu“ í samskiptum
Kóreuríkjanna, að Norður-
Kóreumenn ákváðu að opna á
bein samskipti í gegnum sér-
staka símalínu, sem
þeir höfðu lokað
fyrir tveimur árum.
Þó að vissulega
sé það fagnaðarefni
að fulltrúar Kór-
euríkjanna hyggist
ræða saman, má þó ekki fara
fram úr sér í gleðinni. Engin
leið er að vita með hvaða huga
Norður-Kóreumenn munu nálg-
ast viðræðurnar og þær gætu
hæglega farið út um þúfur.
Þá er það síður en svo hug-
hreystandi, að í sama áramóta-
ávarpi lýsti Kim Jong-un því yf-
ir að „kjarnorkuhnappurinn“
væri alltaf á skrifborðinu hans,
að hann vildi að ríki sitt hæfi
fjöldaframleiðslu á kjarn-
orkuvopnum og héldi áfram til-
raunum með þau. Á meðan ein-
ræðisherrann talar með þessum
hætti er lítil von um raunveru-
lega þíðu.
Kóreuríkin vilja
ræða saman en Kim
Jong-un er ekki
sannfærandi}
Áramótaþíða?
A
uðvitað eru þingmenn mannlegir,
annað væri undarlegt. Það sem er
hins vegar undarlegt er hvernig
mannlegi þátturinn hefur áhrif á
þingmenn og störf þeirra. Þingið
er nefnilega umhverfi átaka og það er mjög vel
þekkt í hinum ýmsu fræðum hvers konar hegð-
un skilar árangri fyrir átakaaðila. Þar á ég við
fræði frá list stríðsins eftir Sun Tzu til sál-
fræðiaðferða Fischers í skák.
Í fyrstu sérstöku umræðum þessa kjör-
tímabils ræddi ég við forsætisráðherra um ný
vinnubrögð á Alþingi. Þar minnti ég á að það er
ekki nóg að breyta kerfunum og reglunum því
hegðunin breytist ekki sjálfkrafa með, sem er
vandamálið. Það lýsir sér þannig að það er farið
í manninn eða sagt að verið sé að fara í mann-
inn. Gert er mál úr engu eða ekkert gert úr
miklu. Fólki eru gerðar upp skoðanir. Enginn viðurkennir
mistök. Öll brögð eru notuð. Fólk skellir hurðum, öskrar,
bendir puttum í andlitið á öðrum, gerir sig að fórnarlambi,
þykist vera vinur, lýgur, skilur útundan … hvað sem þarf
til þess að búa til betri samningsstöðu.
Sem dæmi þá heyrði ég einu sinni sagt: „Við erum í póli-
tík, við veljum bara þau rök sem henta okkar málflutn-
ingi.“ Samhengi og innihald virðast ekki skipta neinu máli.
Það er ekkert rúm til þess að endurskoða afstöðu eða að-
laga sjónarhorn með tilliti til nýrra upplýsinga. Það þarf
bara að finna nægilega krassandi staðhæfingar sem hægt
er að fleygja yfir á hina. Miðað við átakaumhverfið er
þetta augljóst, fólk finnur sér yfirleitt bara
heppileg rök sem staðfesta eigin skoðun þess,
það er auðveldara en að taka tillit til allra sjón-
armiða og endurskoða afstöðu sína. Á sama
tíma hlýtur það að vera krafa okkar að þing-
menn taki einmitt tillit til allra sjónarmiða.
Þingmenn eru einungis bundnir við sann-
færingu sína. Þingmenn geta ekki verið sér-
fræðingar í öllu. Því hlýtur hlutverk þeirra að
vera að safna saman sérfræðiálitum, vega þau
og meta samkvæmt sannfæringu sinni og taka
síðan upplýsta ákvörðun. Ef það eina sem
þingmenn gera er að leita að rökum sem stað-
festa skoðanir þeirra þá getur niðurstaðan
ekki orðið rétt, nema með heppni.
Ef það er mannlegt að Alþingi sé átakaum-
hverfi, ef það er mannlegt að leita bara að stað-
festingu á eigin skoðunum og ef hlutverk þing-
manna er bara að fara eftir eigin sannfæringu, þá hljótum
við að vilja ómannlega þingmenn. Þingmenn sem öskra
ekki á aðra þó það myndi skila skammvinnum árangri
samkvæmt átakafræðunum. Þingmenn sem skoða mál frá
öllum sjónarhornum og láta ekki eigin skoðanir þvælast
fyrir staðreyndum. Það vill örugglega enginn gangast við
þessu, enda viðurkennir enginn mistök hérna. En þetta er
greining mín á aðstæðunum. Samantekt sem lýsir því
hvernig aðstæður stýra okkur frá lýðræðislegum niður-
stöðum. bjornlevi@althingi.is
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Ómannlegir þingmenn
Höfundur er þingmaður Pírata.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Alls voru skráð 1.646 fíkni-efnabrot hjá lögreglunni áhöfuðborgarsvæðinu árið2017 en það er 22% fjölg-
un mála á milli ára. Langstærstur
hluti fíkniefnabrota ársins, heil 72%,
voru vegna vörslu og meðferðar áv-
ana- og fíkniefna, alls 1.191 brot. Er
það fjölgun á milli ára en slík mál
voru 932 árið 2016. Hafa ber í huga
að mörg þessi
mál koma upp í
tengslum við
rannsókn ann-
arra mála hjá lög-
reglunni. Sam-
kvæmt
bráðabirgðatöl-
um upplýsinga-
og áætlunar-
deildar lögregl-
unnar á höfuð-
borgarsvæðinu
voru skráð alls 217 mál vegna flutn-
ings fíkniefna á milli landa á árinu
sem leið. Voru slík mál einungis 195
árið 2016. Eins fjölgaði málum
vegna sölu og dreifingar fíkniefna úr
120 málum í 153 mál. Lögreglan
lagði einnig hald á umtalsvert meira
magn af fíkniefnum árið 2017. Ber
þar hæst mikla aukningu á hald-
lögðu kókaíni, sem fór úr 621 gr árið
2016 í 1,8 kg í fyrra, Haldlögð alsæla
eða ecstasy fór úr 1,8 kg árið 2016 í
4,3 kg árið 2017. Alls var lagt hald á
11,9 kg af amfetamíni árið 2017 í
samanburði við 8,8 kg árið áður.
Gríðarleg aukning varð einnig í
haldlögðu hassi sem fór úr 646 gr í
23 kg. Haldlagning á miklu magni af
hassi á leið til Grænlands hefur þar
mikil áhrif á tölfræðina.
Mikið magn efna í umferð
Grímur Grímsson, yfirlögreglu-
þjónn segir lögregluna taka eftir því
í störfum sínum hversu mikið magn
fíkniefna er í umferð um þessar
mundir. „Þetta er eitthvað sem við
byggjum á þeim málum sem við höf-
um farið í. Það er töluvert magn efna
í umferð og það er tiltölulega opið að
menn séu að selja þetta á facebook
og samfélagsmiðlum,“ segir Grímur.
Spurður hvernig þessi efni komi
helst til landsins nefnir Grímur þrjár
meginleiðir sem hann telur að séu
notaðar til fíkniefnainnflutnings.
„Ég held það komi töluvert
mikið í gegnum flugvöllinn. Fyrir
nokkrum vikum síðan voru töluvert
mörg svokölluð burðardýr í gæslu-
varðhaldi. Þá fer maður að velta
vöngum yfir því hvað er líklegt að
þeir [Tollgæslan] nái stóru prósenti
af því magni sem kemur þar í gegn.
Jafnvel þó þeir væru með, á einum
tíma, alls 13 einstaklinga í gæslu-
varðhaldi. Þannig að flugvöllurinn er
eitt, jafnvel þó þau séu að standa sig
gríðarlega vel. Síðan er það ferjan,
þar kemur líka eitthvað í gegn og
síðan er náttúrulega bara gríðarlega
mikið sem er verið að senda hingað
af pökkum og það hefur aukist mikið
með aukinni verslun á netinu,“ segir
Grímur og bætir við að magnið geri
það erfitt fyrir okkur að fylgjast með
öllum pökkum sem koma til lands-
ins.
Í fyrra var fjallað um það í fjöl-
miðlum að kókaínneysla hefði aukist
á síðustu árum og segir Grímur lög-
regluna taka eftir því bæði á göt-
unni, sölusíðum og í þeim málum
sem lögreglan hefur unnið að á síð-
ustu misserum. Hann segir einnig að
magnið gefi til kynna að neyslan sé
víðtækari en áður í samfélaginu. „Ef
maður horfir nokkra áratugi aftur í
tímann, þá voru þeir sem neyttu
fíkniefna kallaðir fíkniefnaneyt-
endur og höfðu ákveðinn stimpil á
sér. Ef það er eitthvað sem er hægt
að kalla helgarnotkun á fíknefnum,
og ekki síst þessum hvítu efnum, þá
teljum við að það sé nokkuð mikið
um slíkt. Fólk lítur ekki á sig sem
fíkla þó það lengi skemmtana-
augnablikið með notkun á þessum
efnum“.
Fíkniefnamálum fjölgar
á flestum vígstöðvum
Grímur
Grímsson
Fjöldi fíkniefnabrota 2012 til 2017
2012 2013 2014 2015 2016 2017*
Flutningur fíkniefna milli landa 68 147 217 159 195 217
Framleiðsla fíkniefna 176 140 97 73 74 75
Sala og dreifing fíkniefna 115 177 201 133 120 153
Varsla og meðferð ávana- og fíkniefna 892 1.026 1.205 947 932 1.191
Ýmis fíkniefnabrot 74 24 17 21 24 10
Alls 1.325 1.514 1.737 1.333 1.345 1.646
1.000
800
600
400
200
0
2015 2016 2017*
947
386 413
1.191
455
Varsla og meðferð ávana- og fíkniefna Önnur fíkniefnabrot
27,8
% a
ukn
ing
201
6-2
017
932
*Bráðabirgðatölur
Heimild: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynnt var um 9.421 hegning-
arlagabrot til lögreglustjórans á
höfuðborgarsvæðinu árið 2017.
Það er 9% fjölgun milli ára. Sér-
refsilagabrotum fjölgaði um
34% á milli ára og voru 3.958
árið 2017. Umferðarlagabrotum
fækkaði um 16% á milli ára og
voru þau alls 27.940 árið 2017.
Tilkynnt var um 4.815 auðg-
unarbrot á árinu og voru lang-
flest þeirra þjófnaðarbrot, alls
3.305 mál.
Þá voru 309 kynferðisbrot til-
kynnt á árinu. Um helmingur til-
kynntra kynferðisbrota voru
nauðganir og fjölgaði til-
kynntum nauðgunum um 16% á
milli ára. Í málaflokknum mann-
dráp og líkamsmeiðingar fjölg-
aði tilkynningum um 9% og
voru alls tilkynnt 1.307 brot.
Slíkar tilkynningar hafa ekki
verið svo margar á einu ári frá
því að samræmdar skráningar
hófust hjá lögreglu árið 1999.
Meginskýring þessarar fjölg-
unar er breytt verklag vegna
heimilisofbeldismála. Stærstur
hluti ofbeldisbrota, 80%, var
vegna minniháttar líkamsárasa
(217.gr. alm.hgl).
Helstu afbrot
ársins 2017
AFBROTUM FJÖLGAR VÍÐA