Morgunblaðið - 04.01.2018, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 04.01.2018, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018 ✝ Margrét Sig-björnsdóttir fæddist í Dölum í Vestmannaeyjum 26. mars 1936. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sólvangi 25. desember 2017. Foreldrar Mar- grétar voru Sig- björn Guðjónsson, f. 14.6. 1918, d. 23.11. 1947, vinnu- maður, bóndi og póstur, og Kristín Jónsdóttir, f. 14.7. 1913, d. 9.4. 1994, húsmóðir. Systkini Margrétar voru Bjarnveig, f. 21.4. 1942, d. 19.3. 1990, Magnús Jón, f. 27.5. 1944, og Guðleif, f. 2.1. 1947. Margrét giftist Guðmundi Óla Ólafssyni, f. 1.4. 1935, d. 8.2. 2013, flugumferðarstjóra, 16.7. 1960. Börn þeirra eru 1) Sig- heilsufræðingur, gift Arnari Bjarnasyni, f. 2.1. 1975, eiga þau þrjú börn. Áður átti Margrét soninn Sigbjörn, f. 29.9. 1956, d. 5.2. 1957. Margrét ólst upp á Vattarnesi við Reyðarfjörð. Hún lauk fullnaðarprófi og flutti 16 ára gömul til Reykjavíkur þar sem hún stundaði ýmis störf, vinnu- mennsku, fiskvinnu og versl- unarstörf. Margrét og Guðmundur hófu sambúð í Hlíðunum í Reykjavík en fluttu fljótlega í Víðihvamm í Hafnarfirði. Þau hjónin bjuggu síðar í Mávahrauni og að lokum í Lækjargötu. Margrét var hús- móðir stærstan hluta ævi sinnar en þegar hún var útivinnandi starfaði hún við ýmis af- greiðslustörf og í efnalaug. Margrét var virkur félagi í Sinawik-klúbbi Hafnarfjarðar og einnig í Málfreyjunum (ITC - International training in comm- unication). Útför Margrétar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 4. janúar 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. urður Óli, f. 1.1. 1960, orkutækni- fræðingur, kvænt- ur Hrönn Gísladótt- ur, f. 12.9. 1966, og eiga þau tvo syni, auk þess sem Sig- urður á son frá fyrri sambúð og þrjú barnabörn. 2) Kristbjörn Óli, f. 15.2. 1961, raf- virkjameistari, kvæntur Hildi Valsdóttur, f. 26.9. 1964, eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. 3) Ólafía, f. 8.9. 1962, leikskólastjóri, gift Davíð Hermannssyni, f. 27.12. 1961, eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. 4) Kristín, f. 15.3. 1969, húsmóðir, í sambúð með Benedikt Gústavssyni, f. 27.12. 1969, eiga þau tvö börn. 5) Haf- dís Dögg, f. 14.3. 1976, lýð- Á kyrrlátri jólanótt kvaddi elsku mamma. Mamma var smá- vaxin en sterk kona, bæði á líkama og sál. Hún var brosmild, glaðlynd og eilítið stríðin. Mamma kenndi okkur umburðarlyndi, að njóta stundarinnar og litlu hlutanna í lífinu. Hún kenndi okkur sjálfs- bjargarviðleitni því „Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir“. Við verðum henni eilíflega þakklát fyrir yndisleg bernskuár, fyrir að velja okkur svona góðan pabba og fyrir gott veganesti út í lífið. Við þökkum henni fyrir að vera sú sem manneskja sem hún var. Ávallt hlý. Ávallt til staðar. Mamma var mikil fjölskyldu- manneskja. Hún sá um að skipu- leggja veislur og mannfagnaði í fjölskyldunni og skemmti sér oft- ast manna best. Hún var mikil áhugamanneskja um matargerð og kom oft heim úr ferðalögum með fullt af nýjum hugmyndum um rétti sem hún síðan eldaði fyrir fjölskylduna. Mamma bjó okkur fallegt heim- ili. Búskapurinn byrjaði í blokk í Víðihvamminum sem pabbi og vinnufélagar hans byggðu. Víð- hvammurinn var gott samfélag að alast upp í og nóg af leikfélögum enda mörg börn í hverri íbúð. Mamma var heimavinnandi en gekk í öll verk. Hvort sem þurfti að sinna hænsnabúinu, smíða eða mála. Pabbi vann vaktavinnu og þurfti oft að hvíla sig á daginn. Þá var mamma dugleg að fara með okkur út í ævintýraferðir. Oftar en ekki var endað á sundferð og enn í dag er sund allra meina bót hjá okkur systkinum. Við fórum mikið út í náttúruna og kenndi mamma okkur að meta hana, þekkja ör- nefni og jurtir og njóta útiveru. Mamma var afar handlagin og á seinni árum heklaði hún mikið og eiga flestir í fjölskyldunni hekl- að kúruteppi frá henni. Síðar keyptu mamma og pabbi hús í Mávahrauninu og bjuggu þar í 30 ár. Þar bættust við tvær yngri systur og var ávallt mikið um að vera. Mamma var mikill listunnandi og fóru þau pabbi oft á myndlistarsýningar á sunnu- dögum og á listasöfn á ferðalög- um. Og þau ferðuðust mikið. Þau voru líka miklar félagsverur og bæði virk í félagsstörfum. Garð- ræktin var líka sameiginlegt áhugamál þeirra. Mamma var alla tíð mikil barnagæla og gætti hún barna okkar elstu systkinanna og gerði okkur þannig kleift að klára okkar nám. Barnabörnin voru alltaf meira en velkomin í pössun hjá ömmu og afa. Fyrir rúmum 20 árum komu fyrstu sjúkdómseinkenni mömmu fram sem síðar kom í ljós að var Alzheimer. Sjúkdómurinn tók hana hægt en örugglega í burtu. Hræðsla, skilningsleysi og til- gangsleysi einkenndu oft þá veg- ferð. En þar var líka að finna gleði og einkum í hlýrri snertingu, brosi, lágum hlátri og viðurkenn- ingarbliki í auga í seinni tíð. Pabbi sá um mömmu eins lengi og hann gat. Hann vildi fyrst og fremst hafa hana hjá sér. Ástin og hlýjan á milli þeirra var svo falleg og aðdáunarverð og skein ávallt í gegnum allt. Líka erfiðu tímana. Mamma hefur smátt og smátt horfið frá okkur og við erum lengi búin að syrgja manneskjuna sem hún var. En nú hefur hún fengið hvíld og líkn. Við erum viss um að hún sé komin „heim“ og að þau pabbi séu sameinuð á ný. Sigurður Óli, Kristbjörn Óli, Ólafía, Kristín, Hafdís Dögg. Við systkinin kveðjum okkar kæru ömmu Möggu með ást og þakklæti. Það var alltaf gott að koma til ömmu og afa í Máva- hrauni hvort sem það var í heim- sókn eða pössun. Amma var alltaf til í leik, spjall eða grín og glens. Hún fylgdist vel með barnabörn- unum öllum, var stolt af okkur og umvafði okkur ást og hlýju. Amma var mikill viskubrunnur, hún þuldi leikandi létt upp alls- kyns ættfræðifróðleik og kunni ógrynni af vísum. Hún var hand- lagin og gekk í öll störf hvort sem það var að smíða nýtt þak á húsið eða prjóna. Amma var líka mikill húmoristi og tók ávallt á móti okkur með brosi. Hún kunni þá list að taka lífinu ekkert of alvar- lega. Gleði hennar var ávallt smit- andi. Þegar við urðum stærri hafði hún gaman af því að stilla sér upp með Hemma en hún náði honum rétt undir handarkrika. Henni fannst líka gaman að grínast með þá staðreynd að Magga „litla“ barnabarn óx henni (Möggu „stóru“) yfir höfuð um 12 ára ald- urinn. Amma elskaði börn og þegar Íris kom með strákana sína hafði hún gaman af rauða hára- litnum sem þá skaut óvænt upp kollinum og sagði stolt að liturinn væri kominn frá föðurbræðrum sínum að austan. Síðustu ár ömmu voru erfið en þrátt fyrir sjúkdóminn sitja eftir góðar minningar og erum við systkinin þakklátt fyrir þann tíma sem við fengum með henni. Eftir situr líka aðdáun á ást- inni og kærleikanum milli ömmu og afa. Ást og umhyggja skein alltaf í gegnum þeirra samband á góðum tímum sem og erfiðum og mun minningin um hana ávallt lifa með okkur. Nú hefur elsku amma fengið hvíldina og vonum við að hún sé komin til afa, hraust og heil með glettnisblik í auga. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Íris, Margrét Ósk og Hermann Óli. Elsku amma Magga. Það er óneitanlega undarlegt að kveðja þig núna, þegar það er svo langt síðan þú kvaddir okkur. Nú færðu loksins frið frá þessum erfiða sjúk- dómi. Við trúum því að þú sért nú á betri stað með afa og góðan tebolla við hönd. Þrátt fyrir sjúkdóminn sem hægt og rólega stal henni frá okk- ur munum við alltaf eftir ömmu eins og hún átti að sér að vera. Frísk og hraust kona, uppfull af lífsgleði. Með þessari lífsgleði tók hún brosandi á móti öllum. Í minningunni var amma Magga síflissandi, hvort sem það voru hlægileg atvik eða prakkarastrik, hún hafði gaman af þessu öllu, og tók hún þátt í hvers kyns fíflalátum þegar þau áttu sér stað. Hún var svo heilsteypt og indæl í gegn með ótrúlegt jafnaðargeð. Hún átti það ekki til í sér að skamma okkur. Annaðhvort leið- beindi hún okkur á sinn einfalda og upplífgandi hátt eða stríddi sak- leysislega á móti eins og henni einni var lagið og kenndi þar með góða lexíu. Fyrir hana var ekkert mál að hafa okkur með sér. Ef við lékum okkur ekki sjálfar fann hún alltaf eitthvað fyrir okkur að dunda við. Hún var mikil handavinnukona og kenndi okkur margt í þeim efnum sem hefur nýst okkur systrum afar vel. Hún kenndi okkur einnig að meta náttúruna, að endurvinna og lifa í núinu. Að leita að fallegum laufum og þurrka þau í bókum, en helst snerist leitin þó um að finna fjögurra blaða smára. Að þurrka steina úr melónum og útbúa skart- gripi, búa til kerti úr kertaafgöng- um og jafnvel sinna heimilisverk- unum fyrir okkur sem höfðum gaman af. Hún kunni hreinlega allt. Bílferðir um bæinn koma sterkt upp í hugann þegar maður rifjar upp tímana með ömmu. Sitjandi afturí í Lödunni, hlustandi á kass- ettur sem við fengum að velja og spólaði hún til baka ef við vildum hlusta aftur á sama lagið. Einnig gönguferðir um fjöll og firnindi þar sem hún söng söngva eða kvað vís- ur. Við léttar á fæti áttum ekki erf- itt með að skokka með, syngjandi og tíndum blóm og steina, sem hún hafði sjálf dálæti á að safna. Takk fyrir allt sem þú hefur kennt okkur, elsku amma. Takk fyrir samveruna. Hvíldu í friði. Arna Björk og Eva Kristín Kristbjörnsdætur. Margrét Sigbjörnsdóttir Hinn 29. des- ember 2017 birti Póst- og fjarskiptastofn- un ákvörðun sína nr. 29/2017 sem var: „Flokkur fólks- ins braut gegn 1. mgr. 46. gr. laga nr. 81/ 2003, um fjar- skipti, með því að láta senda smáskilaboð til kvar- tenda þar sem viðtakendur voru hvattir til að kjósa flokkinn í kosningum til Al- þingis 28. október 2017.“ Smáskilaboðin sem send voru eru þessi: „Ertu með kosningarett? – Nyttu rett- inn! Afnemum fritekjumark og haekkum skattleys- ismork. Kaer kvedja! Flokkur folksins X-F.“ (sic) Engin ákvæði eru í ís- lenskum lögum sem banna fjöldasendingu smáskila- boða af þessu tagi, þvert á móti er rétturinn til þess varinn af 73. grein stjórn- arskrár lýðveldisins Íslands 1944 nr. 33. 17. júní. Grein- in hljóðar þannig: „Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugs- anir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherj- arreglu eða öryggis rík- isins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs ann- arra, enda teljist þær nauð- synlegar og samrýmist lýðræðis- hefðum.“ Kosninga- barátta er tví- mælalaust það að láta í ljós hugsanir sínar – og hvetja aðra til þess að styðja þær. Sá réttur er nán- ast heilagur í lýðræðisríki. Sum þriðja- heimsríki hræðast þennan rétt því hann getur leitt til fjölda- hreyfinga. Þannig var upp- haf arabíska vorsins með fjölda smáskilaboða. Nokk- ur ríki þriðja heimsins munu hafa lagt bann við þessu tjáningarfrelsi, s.s. Egyptaland og Indland. Ís- land er ekki í hópi þessara landa – þótt Póst- og fjarskiptastofnun virðist telja svo vera. Hins vegar hafa verið settar takmarkanir um sendingu smáskilaboða „sem fyrir beina markaðs- setningu er einungis heimil þegar áskrifandi hefur veitt samþykki sitt fyr- irfram“ eins og segir í lög- unum. Póst- og fjarskiptastofn- un telur kosningabaráttu „beina markaðssetningu“. Því er undirritaður al- gerlega ósammála því bein markaðssetning er að bjóða vöru til kaups og hvetja al- menning til þess að kaupa hana. Markaðssetning er því alltaf viðskiptalegs eðl- is. Kosningabarátta er ekki viðskipti Þá er því við að bæta að Póst- og fjarskiptastofnun telur í ákvörðun sinni sig ekki bæra til þess að gefa opinbert álit á málum sem þessum – en gerir það samt! Í framangreindri ákvörð- un segir: „Þrátt fyrir að ákvæði 10. gr. laganna vísi aðeins til þess að stofnunin leysi úr ágreiningi neyt- enda við fjarskiptafyrirtæki eða póstrekendur hefur stofnunin …“ Niðurstaða mín er að ákvörðun Póst- og fjar- skiptastofnunar sé röng og brot á kjarnareglu stjórnarskrárinnar um tján- ingarfrelsi – og að Póst- og fjarskiptastofnun hafi ekk- ert vald til þess að kveða upp dómsorð, hafi ekki það hlutverk og sé ekki til þess bær. Smáskilaboð þessi voru send grundvallað á mínu lögfræðiáliti, sem ég stend við og hef að baki 40 ár í lögfræði við fjölmörg mál, sem allflest hafa unnist fyr- ir dómstólum. Því miður eru yfirlýs- ingar formanns og prókúru- hafa Flokks fólksins vegna þessa máls ekki í minnsta takt við raunveruleikann. Ég hef hingað til talið mér trú um að Flokkur fólksins væri lýðræðisflokkur en ekki í einkaeign Ingu Sæ- land. Óumbeðin fjarskipti af hálfu Flokks fólksins Eftir Pétur Einarsson Pétur Einarsson »Ég hef hingað til talið mér trú um að Flokkur fólksins væri lýðræðisflokk- ur en ekki í einka- eign Ingu Sæland. Höfundur er lögfræðingur. rutep2@hotmail.com Nú þegar uppgangurinn í samfélaginu er hvað mest- ur berast æði margar fréttir af því hvernig ýmsar greinar eru mannaðar. Ljóst er að innflutningur á erlendu starfs- afli er hvað mestur í ferða- þjónustu og í bygging- ariðnaði til að mæta eftir- spurn markaðarins. Í báðum greinum er mik- ill fjöldi starfa sem krefjast sérstakrar menntunar og eru þau störf varin af iðn- aðarlögunum. Enginn má reka iðnað í atvinnuskyni nema hann hafi fengið til þess leyfi samkvæmt þeim lögum. Jafnframt má eng- inn vinna störf við löggiltar iðngreinar nema meistarar, sveinar og nemar í viðkom- andi iðngrein. Þetta á við um íslenska sem erlenda starfsmenn. Meðal ástæðna þess að um þetta er fjallað í lögum er til þess að tryggja ör- yggi og hag neytenda. Það er gríðarlega mikilvægt að starfsmenn hafi nauðsyn- lega þekkingu og reynslu til þess að sýsla með raf- búnað heimila og fyrirtækja. Slæm eða röng vinnubrögð í rafiðnaði geta reynst almenn- ingi lífs- hættuleg. Röng notkun á raflagnaefni getur verið hættuleg. Rafiðn- aðarsamband Íslands ásamt aðildarfélögum hefur sett mikinn kraft í vinnustaðaeftirlit á und- anförnum árum til þess að tryggja að ófaglærðir starfsmenn vinni ekki störf þar sem iðnmennt- unar er krafist. Ég hvet neytendur til þess að fylgjast vel með því hvaða einstaklinga og fyrirtæki þeir skipta við, hvort meistari sé skráður hjá fyrirtækinu og jafn- framt hvort viðkomandi starfsmaður hafi lokið sveinsprófi í viðkomandi grein. Ef þú ert í vafa um að viðkomandi hafi lokið sveinsprófi í rafiðngrein geturðu nálgast upplýs- ingar um skráð sveinspróf á www.rafis.is/sveinalisti og ef viðkomandi er ekki skráður þar hvetjum við til þess að tilkynna okkur slíkt. Jafnframt er lands- skrá rafverktaka aðgengi- leg inni á vef Mannvirkj- astofnunar. Aðeins varðandi þá sem teljast til nema í iðn- greinum þá eru það ein- göngu þeir sem skráðir eru á námssamning í viðkom- andi iðngrein sem teljast til nema. Tökum höndum saman og tryggjum að lögum og reglum sé fylgt. Skiptum við fagmenn á hverju sviði fyrir sig og tryggjum ör- yggi neytenda. Tilkynnið þau fyrirtæki og þá ein- staklinga sem ekki fylgja lögum og reglum. Öryggi landsmanna Eftir Kristján Þórð Snæ- bjarnarson Kristján Þórður Snæbjarnarson »Ég hvet neyt- endur til þess að fylgjast vel með því hvaða einstaklinga og fyrirtæki þeir skipta við, hvort meistari sé skráður hjá fyrirtækinu og jafnframt hvort við- komandi starfs- maður hafi lokið sveinsprófi í við- komandi grein. Höfundur er formaður Raf- iðnaðarsambands Íslands. kristjan@rafis.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.