Morgunblaðið - 04.01.2018, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018
✝ Sigurveig Sig-urðardóttir
fæddist á Brúar-
hrauni í Kolbeins-
staðahreppi 8. júlí
1941. Hún lést á
Landspítalanum
20. desember 2017.
Hún var dóttir
Elínborgar
Þórðardóttur, f.
15.8. 1911, og Sig-
urðar Hallbjörns-
sonar, f. 4.5. 1894. Sambýlis-
maður hennar er Björn Sævarr
Ingvarsson, f. 10.4. 1942, dóttir
hennar er Svanhvít Ada
Björnsdóttir, f. 2.12. 1979, og
fósturdóttir er Sigrún Sif
við Landspítalann 9. janúar
1966.
Hún starfaði við Sjúkrahús
Akraness 1965, lyfjadeild
Landspítalans 1965-1966, svæf-
ingarhjúkrun við Nacka Lasa-
rett í Svíþjóð frá 1.10.1966, við
Umeå Nacka 1.6. 1968 til
1.10.1968, svæfingardeild
Barnaspítalans 1969 og var
skólahjúkrunarfræðingur að
Laugarvatni frá 1.9. 1970 til
1.6. 1975.
Hún var í stjórn BSRB 1977-
1984, stjórn HFÍ 1974-1977,
Ritnefnd Tímarits HFÍ, Kjara-
málanefnd HFÍ, 1976-1983,
Skólanefnd HFÍ, Jafnréttisráði
1987-1989 og Félagsdómi 1987.
Sigurveig var svæfingar-
hjúkrunarfræðingur hjá Land-
spítalanum og hjúkrunarfræð-
ingur hjá Blóðbankanum.
Útför Sigurveigar fer fram
frá Fossvogskirkju í dag, 4.
janúar 2018, klukkan 15.
Kristjánsdóttur, f.
28.2. 1982.
Systkini Sigur-
veigar eru Hall-
björn Valdimar, f.
1931, d. 2010,
Hörður Baldur, f.
1932, Gunnar
Helgi, f. 1933, d.
1995, Þórir Ágúst,
f. 1935, d. 2011,
Svanur, f. 1936, d.
1968, Guðrún, f.
1939, Auður, f. 1943, Kristján,
f. 1949, og Trausti, f. 1951.
Sigurveig lauk gagnfræða-
og landspróf í Reykholti 1960,
námi við HSÍ í mars 1965 og
framhaldsnámi í svæfingum
Það er alltaf vont að missa gott
fólk. Þá sérstaklega manneskju
eins og Sigurveigu sem geymdi
lítið annað en manngæsku í barmi
sér.
Móðir mín var einstök mann-
eskja sem hélt dyrum sínum opn-
um fyrir þá sem þurftu. Góðhjört-
uð manneskja sem vildi lítið
annað en gera heiminn betri. Hún
gaf af sér eins mikið og hún hafði
efni á og jafnvel gott betur.
Margar af mínum bestu minn-
ingum um móður mína voru í hinu
hversdagslega. Að skreppa sam-
an eitthvað um borgina og/eða fá
okkur að borða eða jafnvel versla.
Í þeim samverustundum gátum
við talað um allt og ekkert. Núna,
þegar hún er farin, þá kann ég svo
miklu betur að meta þennan tíma
sem við áttum saman. Þá tíma
sem maður taldi sjálfsagða, eins
og hvernig dagur fylgir nótt og öf-
ugt. Tíma sem ég og aðrir munum
aldrei aftur eiga með henni í lif-
anda lífi.
Mamma snerti á mörgum í
gegnum ævi sína þrátt fyrir eilífa
hógværð. Án efa er hér fólk sem á
líf sitt henni að þakka, en hún
vann sem hjúkrunarfræðingur
lengi vel. Hún sagði samt sjaldan
frá dáðum sínum enda ekki mikið
fyrir að tala um sjálfa sig. Hún
stóð einnig í ötulli kjarabaráttu
fyrir réttindum hjúkrunarfræð-
inga sem og opinberra starfs-
manna og eyddi ófáum árum inn-
an BSRB. Hún var kona sem
barðist fyrir réttlætinu eins og
henni einni var tamt.
Hver einasta sál sem Sigurveig
snerti á lífsævi sinni hefur sögu
að segja og segja þær allflestar af
góðhjartaðri manneskju sem
neitaði engum um hjálp. Þessar
sögur sem og gjörðir hennar
munu endurhljóma um ókomna
tíð en með brotthvarfi hennar
hefur heimurinn misst af ljósi
sem veitti hlýrri birtu inn í hið ei-
lífa svartnætti alheimsins.
Hennar verður sárt saknað en
við sem áfram lifum munum
geyma ljós hennar í barmi okkar
um ókomna tíð.
Svanhvít Ada Björnsdóttir.
Sigurveig. Amma Veiga.
Ég og börnin vorum á sunnu-
daginn, þremur dögum áður en
þú kvaddir okkur, í góðu yfirlæti
hjá þér á Otró. Allt var eins og
það átti að vera. Börnin suðuðu
um ís og ég lá í sófanum. Við
spjölluðum mikið eins og alltaf.
Síðasta samtalið okkar var um
hvað þú værir stolt af dótturdótt-
ur þinni Lukku. Stolt yfir því
hversu sjálfstæð hún væri og færi
sínar eigin leiðir. Ég hefði aldrei
trúað því að þetta væri síðasta
skiptið sem við spjölluðum
saman.
Eins árs var ég farin að koma
oft og títt til þín. Ég var bara
nokkurra ára gömul þegar ég var
komin til að vera og vildi hvergi
annars staðar vera. Ég hef engar
minningar um þetta en ég fékk
alltaf sömu notalegu tilfinninguna
þegar þú sagðir mér frá þessu.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
fengið að vera hjá þér. Kærleiks-
ríkt, frjálslegt, rólegt og yfir-
vegað heimili. „Það kemur með
kalda vatninu“ er málsháttur sem
þú notaðir mikið og lýsir vel heim-
ilishaldinu sem var á Otró. Þú
slakaðir á með því að vinna í garð-
inum og spila Super Maríó Bros.
Þú studdir mig í öllu því sem ég
tók mér fyrir hendur. Hvort sem
það var að sauma furðuflík og
leggja stofuna undir saumaskap
svo vikum skipti eða koma með
mér í að bera út DV sem ég réð jú
auðvitað ekkert við ein. Ég reyni
að vera eins og þú þegar kemur
að mínum börnum. Veita þeim
frelsi og styðja við það sem þau
taka sér fyrir hendur. Það er ekki
alltaf auðvelt og ég sé alltaf betur
og betur með tímanum hversu
mikið þú gafst af þér fyrir okkur
systur. Botnlaus uppspretta ástar
og þolinmæði.
Ég og systir mín, Svanhvít,
fylltum Otró af vinum alla daga
ársins. Allir voru velkomnir.
Bræður þínir sem bjuggu einir
komu alltaf á Otró yfir jólin.
Donna frá Júgóslavíu, þá fimm
ára, var hjá okkur heilan vetur
þar sem hún átti engan að á með-
an pabbi hennar var í vinnu á dag-
inn. Amma flutti á Otró þegar hún
gat ekki lengur búið ein. Vinkona
þín bjó hjá þér núna í sumar þeg-
ar hún var að jafna sig eftir að-
gerð. Ekkert var sjálfsagðara. Þú
hjálpaðir öllum hvort sem það var
í vinnunni, systkinum þínum í
veikindum sínum eða mér í
frekjukasti.
Þú varst mjög heimakær og
eyddir öllum þínum tíma í börnin
þín. Enda fékk ég fyrsta lykilinn
minn þegar ég flutti að heiman.
Ég er enn í veseni með að passa
upp á lyklana mína og kann enn
ekki að búa í fjölbýli. Ég var alin
upp við mikið frelsi.
Ég er þakklát fyrir að Máni og
Lukka fengu að eiga þig sem
ömmu. Amma Veiga. Ég er þakk-
lát fyrir liðið ár. Margar heim-
sóknir á Otró, þriðju Bjarkartón-
leikarnir okkar saman og að fá að
leyfa börnunum að vera hjá þér í
sumarfríinu sínu.
Það er erfitt að kveðja þig.
Börnin mín sem eru ekki nema
sjö og fimm ára eiga erfitt með að
kveðja þig. Það er svo margt
ósagt. Þó ekki. Það voru tengslin
á milli okkar sem sögðu flest. Ég
á eftir að sakna þín svo mikið. Ég
bý yfir svo mörgum góðum og
ljúfum minningum.
Sigrún.
Ég er glöð að hafa átt þig sem
ömmu. Amma Veiga. Ég á eftir að
sakna þess að koma til þín. Ég á
eftir að sakna þess að fá ís og
horfa á sjónvarpið heima hjá þér.
Takk fyrir ísinn.
Lukka.
Það er rosa rosa leiðinlegt að
amma Veiga er dáin. Takk fyrir
að gefa mér nammi, amma Veiga.
Við erum búin að skreyta jólatréð
þitt, amma Veiga. Ég er líka
búinn að eiga afmæli, nú er ég
fimm ára. Gott að þú sért hjá
englunum og að það fari vel um
þig.
Máni.
Sigurveig móðursystir mín lést
20. desember, rétt um vetrar-
sólstöður. Tilfinningarnar eru
blendnar, sorg og söknuður
vegna þess að Veigu hef ég þekkt
alla mína ævi og átti við hana góð
samskipti. Hún fór jafn snögg-
lega og hún kom en þegar hún
fæddist lá henni svo á að ljósmóð-
irin náði ekki í tæka tíð. Barnið
var fætt og móðuramma mín búin
að skilja á milli en hún hafði feng-
ið aðstoð frá tæplega átta ára syni
sínum, Gunnari, með að fá skæri
til þess arna. Þegar ljósmóðirin
og afi minn mættu á hann að hafa
sagt kotroskinn „Það er komin
stelpa svona lítil“ og sýnt með
báðum höndum stærðina á systur
sinni.
Mínar fyrstu minningar tengj-
ast bernskunni þegar Veiga kom
vestur í sveit á bláa voffanum,
Volkswagen-bjöllunni, og bauð
okkur eldri systkinunum í göngu-
ferðir m.a. að Grettisbæli og
Barnaborgum. Einnig man ég
eftir ævintýraferð að Laugar-
vatni þar sem hún vann sem
hjúkrunarfræðingur. Á mennta-
skólaárunum dvaldi ég hjá henni
og fjölskyldunni og eftir að ég hóf
búskap urðu margar ferðirnar í
kaffi til Veigu á Otrateignum þar
sem amma mín dvaldi einnig sín
síðustu ár.
Veiga ólst upp í stórum syst-
kinahópi og var rétt tæplega 18
ára gömul þegar hún missti föður
sinn og níu árum síðar lést Svan-
ur bróðir hennar, en þá bjó hún
erlendis. Við þau tímamót sendi
hún minningarorð heim í bundnu
máli því hún gat verið hagmælt
þótt hún flíkaði því ekki að ráði.
Áföllin hafa án efa mótað hana en
hún lét ekki á því bera.
Hún gekk í Reykholtsskóla og
Hjúkrunarskólann. Þaðan lá leið-
in til Stokkhólms þar sem hún
lærði svæfingahjúkrun, ein af
þeim fyrstu sem það gerðu.
Lengstan hluta starfsævinnar
vann hún á Borgarspítalanum en
síðustu árin vann hún í Blóðbank-
anum þar sem margir minnast
hennar.
Veiga var sjálfstæð og var einn
af frumbyggjunum í Breiðholtinu.
Hún hafði mikinn áhuga á pólitík
og var á framboðslistum til al-
þingiskosninga, fyrir Samtök
frjálslyndra og vinstrimanna 1971
og síðar á lista Þjóðvaka árið
1995. Hún tók einnig þátt í störf-
um innan BSRB og var mikill
jafnréttissinni og hugsjónakona
fyrir jöfnuði og réttlæti í þjóð-
félaginu. Saman fórum við til
Óslóar árið 1988 á Norræna
kvennaráðstefnu þar sem jafn-
rétti kynjanna var rætt. Hún sat í
stjórn Búmanna og ég held að
hún hafi alla tíð haft gaman af fé-
lagsstörfum ýmiss konar. Hún
sinnti fólkinu sínu vel þegar veik-
indi komu upp á en gleymdi e.t.v.
að huga að sjálfri sér.
Frænka mín hafði mikla
ánægju af útiveru, vann í garð-
inum sínum og fór ófáar berja-
ferðirnar, nú hin síðari ár vestur
að Arnarstapa þar sem henni
þótti gott að koma. Á bernsku-
slóðunum gróðursetti hún tré í
Glámunni og þau koma til með að
standa þar til minningar um hana.
Norður í Vestur-Húnavatnssýslu
áttu þau Björn líka skika á æsku-
slóðum móður hans.
Veiga skilur eftir sig eina
dóttur, Svanhvíti, en einnig ólst
bróðurdóttir hennar, Sigrún Sif,
upp hjá henni að mestu leyti.
Þeim báðum sem og Birni, sam-
býlismanni hennar, votta ég mín
dýpstu samúð og ég veit og trúi að
minningarnar um Veigu eigi eftir
að ylja þeim um ókomna tíð þegar
sárasta sorgin hefur sefast.
Ég kveð frænku mína með ljóði
afa míns, Sigurðar Hallbjörns-
sonar, og kem til með að minnast
hennar með hlýju alla tíð.
„Ó lifðu í fegurð, lífið er,
ljósgeisli hverfull veittur hér.
Láttu því bestu blómin þín,
blómgast á meðan sólin skín.“
Elínborg Sigvaldadóttir.
Elskuleg vinkona okkar,
Sigurveig, er látin.
Það er ótrúlegt að hugsa til
Sigurveig
Sigurðardóttir
✝ Örn Erlends-son fæddist á
Jarðlangsstöðum
6. janúar 1935.
Hann lést 18.
desember 2017 á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi.
Foreldrar hans
voru Erlendur
Jónsson, f. 28.9.
1896, d. 5.9. 1980,
og Auður Finnbogadóttir, f.
28.10. 1904, d. 12.3. 1985.
Systkini Arnar eru þær Þur-
íður, f. 27.8. 1927, Ragnhildur,
f. 14.4. 1931, og Erna, f. 6.1.
1935, Erlendsdætur. Örn átti
börnin Finnboga Rút með fyrri
eiginkonu sinni, Elínu Finn-
bogadóttur, Sigríði með Rann-
veigu Haraldsdóttur og synina
Orm og Rolf Hákon með seinni
eiginkonu sinni Renötu
Erlendsdóttur.
Að loknu stúd-
entsprófi frá
Verzlunarskóla Ís-
lands nam Örn við
Humboldt-
háskólann í A-
Berlín þar sem
hann útskrifaðist
með doktorsgráðu
í hagfræði. Að
námi loknu setti
hann á laggirnar
Sölustofnun lagmetis, hóf út-
flutning á niðursoðnum fisk-
afurðum. Árið 1977 stofnaði
Örn útflutningsfyrirtækið Tri-
ton ásamt eiginkonu sinni Re-
nötu og rak fyrirtækið til árs-
ins 2016. Örn starfaði um
árabil sem heiðursræðismaður
Malasíu á Íslandi.
Útför hans fer fram frá Há-
teigskirkju í dag, 4. janúar
2018, klukkan 15.
68 ár – 68 ára vinátta. Haustið
1949 komu tvíburasystkinin Örn
og Erna Erlendsbörn í fyrsta
bekk í Verslunarskóla Íslands.
Þar hófst sterk vinátta, sem
alltaf hélst og aldrei bar skugga
á. Í þessum vinahópi voru einnig
Gunnar Dofri frændi minn og
Eyþór Heiðberg. Við eyddum
saman skóladögum okkar í gleði
æskunnar. Eftir skólann dreifðist
hópurinn en böndin héldu. Vin-
skapurinn var ekta, traustur og
gagnheill. Ekkert truflaði hann.
Stjórnmálaskoðanir voru mjög
ólíkar en það kom alveg af sjálfu
sér að það hafði engin áhrif á okk-
ar hjartaþel. Leiðir skildi í lang-
an tíma, allt að 10 ár, þegar Örn
var í Þýskalandi, en þegar hann
kom aftur heim eftir þessa löngu
útivist var alveg eins og við hefð-
um hist síðast í gær.
Nýr þáttur hófst eftir að við
keyptum labradorhvolp af Erni.
Við Örn gengum með hunda okk-
ar um allt nágrenni Reykjavíkur
okkur til mikillar ánægju og
endurnæringar. Ógleymanlegt
var á þessum ferðum þegar Örn
tók upp úr pússi sínu ginseng-te
og kexkökur og fróðlegar um-
ræður hófust yfir tesopa.
Örn Erlendsson kom upp
sterku fyrirtæki í framleiðslu
niðursoðinnar þorsklifrar sem
hann flutti út til fjölmargra
landa. Á þessu sviði gerðist Örn
brautryðjandi og hafði mikil
áhrif.
Hér sit ég eftir með dýrmætar
minningar um góðan dreng.
Jóhann J. Ólafsson.
Samskipti okkar Arnar voru
mest kringum 1960. Við vorum
saman í fararstjórn um hundrað
manna hóps sem sótti heimsmót
æskunnar í Vínarborg sumarið
1959. Þar sem hann var stúdent
úr Verslunarskólanum þótti ein-
boðið að hann annaðist hin sam-
eiginlegu fjármál hópsins. Þarf
ekki að orðlengja að hann leysti
það verkefni af hendi með sóma.
Síðar dvöldumst við samtímis í
Berlín árin 1963-1965, hvor sím-
um megin við Múrinn. Við skipt-
umst öðru hverju á heimsóknum
og gerðum hvor öðrum smá-
greiða á sínu svæði. Einnig urð-
um við nokkrum sinnum sam-
ferða í lest á gleðifundi
Íslendinga suður í Leipzig.
Stundum fóru á milli okkar
gamanmál sem varla koma nein-
um öðrum við.
Örn var nokkrum árum lengur
en ég í Berlín og eftir að báðir
voru komnir heim fór hvor sína
leið, hann í viðskiptalífið og ég í
menningarsöguna. Það var einna
helst að við rækjumst saman á
Keflavíkurflugvelli meðan við
biðum eftir flugfari hvor í sína
áttina. En það urðu jafnan fagn-
aðarfundir.
Árni Björnsson.
Það fylgir því að eldast að við
missum vini okkar á lífsleiðinni
og við það verðum við fátækari.
Ég kynntist Erni í Verzlunar-
skólanum. Við sátum saman í 1.
bekk. Það stækkaði mjög lífssýn
mína að kynnast Erni og fjöl-
skyldu hans. Við vinir Arnar
komum oft í heimsókn á Flóka-
götuna þar sem fjölskyldan hans
bjó. Auður, mamma Arnar, kom
þá með kaffikvörnina inn í stofu
og spurði hver vildi mala kaffið.
Mér til ánægju kom það oft í
minn hlut. Á meðan malað var
vafði Auður sígarettu fyrir sig.
Svo var spjallað á meðan notið
var veitinganna. Auður hafði
nokkra kostgangara og kynntist
ég sumum þeirra. Það voru oftast
ungir menn sem voru að ljúka
námi og alltaf fannst mér eins og
Auður væri þeim sem önnur móð-
ir. Það gerði mér gott að finna
hvað ég var þarna velkominn.
Með árunum má segja að við Örn
höfum farið hvor í sína áttina en
við héldum alltaf góðri vináttu.
Það gladdi mig alltaf mikið að
heyra Örn tala um hversu mikla
ánægju hann hafði haft af því að
heimsækja mig í foreldrahúsum á
Laufásveginum og tala við for-
eldra mína og þiggja þar veit-
ingar.
Það snjóar yfir margt í lífi
okkar nema minningarnar, þær
standa alltaf upp úr.
Þakklæti er mér efst í huga
þegar ég kveð góðan vin.
Ég bið Guð að hugga, styrkja
og blessa alla hans nánustu.
Eyþór Heiðberg.
Leiðir okkar Arnar lágu fyrst
saman í DDR þar sem við stund-
uðum báðir nám, ég í Dresden en
Örn í Austur-Berlín. Í Berlín átt-
um við saman margar góðar
stundir. Örn var ætíð greiðvikinn
og með skopskynið í lagi. Dæmi
um það er þegar vin minn vantaði
gull í giftingarhringi, en þar sem
það var ófáanlegt í DDR sendi ég
Erni kort með beiðni um skreppi-
túr vestur yfir. Skömmu seinna
fékk ég bókarsendingu, í bókinni
var gullþynna, bókin hét Gull-
smyglararnir.
Að námi loknu hélt vinskapur
okkar áfram á Íslandi. Örn fékk
mig í lið með sér ásamt fleirum
við að endurreisa Ferðamiðstöð-
ina og gekk samstarf okkar vel.
Síðar þegar mig vantaði stuðning
við að byggja fjórðu hæð Hafnar-
strætis 20 var Örn reiðubúinn og
vorum við þar til húsa með skrif-
stofur okkar árum saman. Þegar
veikindi Arnar byrjuðu vildi hann
sem minnst um þau tala, enda
bjartsýnismaður. Ætlaði að sigra
krabbann eins og Bakkus
forðum. Þegar ég heimsótti Örn á
líknardeildina var talað um að
fara í kaffi þegar hann losnaði, en
því miður varð ekki af því. Þakka
Erni allar okkar samverustundir.
Ég kveð vin minn Örn með
söknuði og sendi ættingjum hans
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Gunnar Rósinkranz.
Örn var í mínum augum sann-
kallaður herramaður.
Hann lagði mikið upp úr vönd-
uðu útliti og naut þess að klæðast
gæðafatnaði með góðu sniði.
Þetta var hins vegar ekki yfir-
borðskennd framkoma heldur
hluti af persónuleika hans sem
einkenndist af umhugsun um
sjálfan sig og aðra. Hann stóð
upp úr hvar sem kann kom.
Ég kynntist Erni fyrst í æf-
ingabúðum á Spáni þar sem hann
var við æfingar ásamt öðrum Ís-
lendingum. Hann bar af þeim í
fagmannleika, stundvísi og fram-
komu og var fyrirmynd í alla
staði. Hann var alhliða íþrótta-
maður, stundaði hlaup og sund og
það var vel þekkt í æfingasal
Stefáns að hann gat lyft sömu
þyngdum og mun yngri menn.
Hann talaði mörg tungumál
reiprennandi og var mjög lipur í
samskiptum og átti auðvelt með
að aðstoða mig og aðra á sinn ein-
staka hátt. Ég hefði ekki áorkað
öllu sem ég hef gert ef það væri
ekki fyrir atbeina hans, leiðbein-
ingar og hvatningu og fyrir það
verð ég ævinlega þakklát.
Örn kom sér alltaf beint að
efninu og lá ekki á skoðunum sín-
um hvort sem það snerti mat,
fatnað, stjórnmál og mér líkaði
einlæg framkoma hans. Það sem
stendur þó mest uppúr í fari Arn-
ar var hjartagæska, gestrisni og
hugulsemi. Hann var vanur að
segja að það væri tilgangslaut að
eiga eitthvað ef þú gætir ekki
deilt því með öðrum. Hann var
góður hlustandi og mikilvægur
þátttakandi í lífi mínu þegar ég
setti ný met eða vann til verð-
launa. Hann var mjög stoltur af
mér og endurtók gjarnan að hann
væri mikill aðdáandi minn.
Örn var heiðursræðismaður
Malasíu á Íslandi og hafði mikinn
áhuga á stjórnmálum. Honum
þótti gaman að spjalla um stjórn-
mál yfir kaffibolla við góða vini
sína eins og Magnús, Jónas eða
Hauk svo einhverjir séu nefndir.
Erni tókst að láta mér líða eins
og ég væri eðalborin og hann
kom fram við mig eins og drottn-
ingu. Tími okkar saman var
kannski ekki mjög langur en
engu að síður mjög ánægjulegur.
Geraldine Finigan.
Örn Erlendsson