Morgunblaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018 ✝ Ottó M. Þor-gilsson fæddist á Vestdalseyri við Seyðisfjörð 10. mars 1936. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri 26. des- ember 2017. Foreldrar hans voru Magnús Guð- finnsson og Júl- íana Guðmundsdóttir. Hann var næstyngstur í hópi 12 systkina, en þau eru Óskar, f. 1922, d. 1991, Einar Ársæll, f. 1924, d. 1924, Vilhelmína, f. 1925, d. 2015, Guðmundur, f. 1927, d. 1946, Oddný, f. 1928, d. 2016, Guðný, f. 1929, d. 2017, Gunn- Hafdís Hrönn, f. 1957 gift Sig- urði Leópoldssyni, þau eiga tvær dætur, Söru Björgu og Olgu, Fjóla Björk, f. 1961, var í sambúð með Jóni Helgasyni, þau eiga einn son, Helga Hrafn, og Gunnhildur, f. 1963, gift Elíasi Björnssyni, þau eiga tvo syni, Ottó og Unnar Björn. Barnabarnabörnin eru fjögur talsins. Frá unglingsárum var Ottó sjómaður og starfaði bæði á togurum og síldarskipum, neta- og línubátum. Árið 1966 gerð- ist hann verslunarstjóri hjá útibúi KEA í Hrísey og starfaði þar í 35 ár. Eftir að hann hætti störfum sem sjómaður átti hann alltaf báta og í fríum og þegar færi gaf reri hann til fiskjar. Útför Ottós fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 4. jan- úar 2018, klukkan 13.30. ar, f. 1931, Ólafur, f. 1932, Árni, f. 1933, d. 1953, Helga, f. 1935, og Hrefna, f. 1939. Á fyrsta aldurs- ári var Ottó ætt- leiddur af Guð- björgu Einars- dóttur og Þorgils Baldvinssyni. Hjá þeim ólst hann upp, lengst af í Hrísey. Hann var eina barn þeirra. 29. desember 1957 kvæntist Ottó Svandísi Gunnarsdóttur frá Ytri-Vík á Árskógsströnd, f. 3. nóvember 1938. Þau settust að í Hrísey og bjuggu þar til ársins 2014 en fluttust þá til Akureyrar. Dætur þeirra eru Elsku Ottó minn, vinurinn minn væni. Það er sorg og tregi í hjarta mínu en líka gleði og sátt þegar ég sest niður til að skrifa fáein kveðjuorð til þín. Það fóru ekki mörg bréf á milli okkar í gegnum tíðina en nokkur þó fyrstu árin þegar þú varst á vertíðum. Þá voru þau skrifuð af öðrum tilefn- um og með öðrum hætti en nú. Það er ekki sjálfgefið að fá að vera saman í jafn langan tíma og við fengum, en þú lagðir upp í hinstu ferðina í þessu lífi þremur dögum fyrir 60 ára brúðkaupsafmælið okkar – 60 ár í blíðu og stríðu. Ótal minningar leita á hugann og þær góðu yfirgnæfandi. Við vorum aldrei aðskilin nema stutt- an tíma í einu fyrr en í september 2016 þegar þú fórst frá mér á sjúkrahús. Þá hafði sá sjúkdómur sem lagðist svo þungt á þig gert það að verkum að þú áttir ekki afturkvæmt heim. Hugurinn leitar á Austurveg 12 í Hrísey þar sem stelpurnar okkar fæddust og við vorum fyrstu 14 árin, svo í Sólvallagöt- una þar sem við bjuggum okkur yndislegt heimili í 41 ár. Ég man öll jólin og áramótin þegar allir voru hjá okkur, allar útilegurnar, sjóferðirnar, þegar við gerðum að fiskinum sem við hertum í harð- fisk, vinnuna okkar í garðinum sem var oft æði mikil og jólaþrifin á bílskúrnum sem enduðu á að þú skrúbbaðir gólfið með Þrifi, við hlustuðum á jólalög í útvarpinu á meðan, tókum stundum eitt eða tvö dansspor og fengum okkur einn bjór að loknu góðu dags- verki. Þetta eru gæðastundir sem ég geymi innra með mér. Þú áttir alltaf bát, eiginlega all- an okkar búskap með smá hléum. Bátarnir urðu þrír. Þó að örlögin hafi hagað því svo til að þú vannst stóran hluta af þinni starfsævi við annað en sjómennsku varstu allt- af sjómaður í hjarta þínu og fyrir mér. Þú varst svo nátengdur sjón- um og náttúrunni, laðaðir að þér dýr og fugla. Rjúpan, sólskríkjan og þrestirnir voru daglegir gestir í garðinum okkar og þeim gafst þú að borða nær allan ársins hring. Þegar ég fór að hugsa um að ef til vill myndum við ekki alltaf eiga heima í Hrísey og fara burt vissi ég að það yrði þér erfitt, ekki síst vegna fuglanna sem ekki yrðu heimagangar hjá okkur í nýjum heimkynnum. Mig langar líka að segja þér hvað ég var stolt og ánægð þegar þú varst heiðraður á sjómanndag- inn vorið 2014 í Hrísey rétt eftir að við fluttum í burtu úr Eyjunni sem hafði fóstrað og farið vel með okkur í öll þessi ár. Í maíbyrjun það sama ár fluttum við til Ak- ureyrar og eignuðumst gott heim- ili þar. Nú er allt breytt og komið að kveðjustund þar til við hitt- umst í öðrum heimi sem mér er enn hulinn. Ég trúi því að farnir ættingjar og vinir hafi tekið á móti þér þegar þú hvarfst héðan á nýjar slóðir og að þeir varði þér veginn til áframhaldandi þroska í öðru lífi. Ég veit að tómið verður mikið þegar ég get ekki lengur heimsótt þig þar sem þú dvaldir síðastliðið ár eins og ég gerði á nær hverjum degi en ég veit að þú verður mér einhvers staðar ná- lægur. Ég kveð þig með kærri þökk fyrir samfylgdina í gegnum lífið, elsku Ottó minn. Ég bið Guð okkar allra að vera með þér og umvefja þig kærleiksljósi sínu. Þín Svandís (Dísa). Fæðing, dauði. Á milli er mannsævin, löng eða stutt eftir atvikum. Manneskjan sem kveður tekur með sér minningar, hugs- anir, tilfinningar, allt sem hún hefur upplifað og fundið fyrir á heilli mannsævi. Við hin sem vor- um samferða, mislangan tíma, þekkjum bara lítið brot af því öllu. Elsku pabbi, kveðjan mín til þín verður stutt. Við fylgdumst að í 56 ár, sá pabbi sem ég þekkti sem barn var annar en sá sem ég þekkti sem fullorðin manneskja og sem gamall maður varstu enn annar. Í grunninn varstu þó sam- ur. Æðrulaus, sterkur og heil- steyptur, harður af þér og stund- um harður í horn að taka, lífsglaður, úrræðagóður, greið- vikinn, stríðinn og góðhjartaður. Náttúrubarn sem einhvern veg- inn náði oftast að greina kjarnann frá hisminu. Það skil ég núna. Þú og mamma voruð ólíkar persónur en slípuðust svo fallega saman með árunum. Þið, Sólvallagatan og Hrísey voruð eitt, allt var þar einhvern veginn til staðar og mað- ur kom og gekk að öllu vísu. Minningarnar sem ég á um þig og mömmu í Sólvallagötunni vekja núna bæði gleði og söknuð, hlátur, hlýju, þakklæti og endalausa væntumþykju. Þú fluttist til Hríseyjar 10 ára gamall og þar, umkringdur sjón- um sem alltaf átti hug þinn og fal- legasta fjallahringnum, áttir þú höfn í næstum 70 ár. Ég treysti því að þú hvílir nú í þinni heima- höfn. Farðu í friði, elsku pabbi minn. Þín Fjóla. „Mikil ósköp er gaman að lifa.“ Þetta varð pabba gjarnan á orði á góðum stundum þegar allir voru saman komnir, oftar en ekki á Sólvallagötunni. Hann var í ess- inu sínu með alla fjölskylduna í kringum sig og móttökurnar eftir því. Þegar ferjan lagði að stóð Gamli rauður þolinmóður á bryggjunni að flytja burtflognu fuglana heim í hreiðrið. Dagarnir eru sjálfum sér líkir en samt ekki eins og áður. Vet- urinn hefur minnt á sig þessa jóla- daga, kalt í lofti en fjörðurinn skartað sínu fegursta í skamm- degisbirtunni. Það var einmitt alltaf svona veður í gönguferðun- um á jóladag í Hrísey, kalt, stillt og gullin birtan baðaði fjalla- hringinn – það minnir mig í það minnsta. Í sjálfu sér var það pabba líkt að velja þennan tíma til að kveðja, mesti jólaerillinn af- staðinn og vegna hátíðanna voru nánast allir í húsi, hann vildi ekki valda óþarfa usla. Það er undarlegt hvernig lífið leikur mann, hann kenndi okkur systrum að hver væri sinnar gæfu smiður og þegar pabbi hefur litið yfir farinn veg er ég viss um að hann taldi sig gæfusaman og hafa átt gott líf enda með mömmu sér við hlið í 60 ár. Samt kemur lífið aftan að manni, maður kýs ekki sitt ævikvöld svo mikið er víst. Það er erfitt að enda í þeirri stöðu sem maður síst vildi en það varð hlutskipti pabba, hann hélt þó í sitt einstaka æðruleysi allt til enda – svona eru hlutirnir og því verður ekki breytt – það þýðir ekki að velta sér upp úr orðnum hlut – svona hugsaði pabbi og sagði ósjaldan eitthvað þessu líkt. Þetta viðhorf hefur án efa hjálpað honum í gegnum þennan and- styggilega sjúkdóm sem hann glímdi við síðustu árin og kímni- gáfan held ég að hafi staðið með honum til enda. Seigla og þraut- seigja var einnig lyndiseinkunn pabba og það veganesti reyndi hann seinþreyttur að búa okkur afkomendur sína út með. Mínir drengir munu vonandi aldrei gleyma því að þolinmæðin þrautir vinnur allar og maður gefst ekki upp fyrr en þrautreynt er. Það er ekki fyrr en maður hættir að taka öllu og öllum sem sjálfsögðum að maður áttar sig á kostunum sem í þeim felast. For- eldrar eru eitt af því sem maður tekur sem gefnu, pabbi er bara pabbi en nú sé ég að minn pabbi var hlýr, traustur, nægjusamur, umhyggjusamur og allir þessir þættir styrktust með árunum. Auðvitað var hann ekki gallalaus og ég get kallað fram atvik úr æsku sem ég hefði viljað að væru öðruvísi en svona er að vera manneskja, það er fallegt en sorg- legt, svo vitnað sé í annarra orð. Elsku pabbi minn, þetta er fá- tækleg kveðja en ég veit þú gerir enga kröfu á fljúgandi mælsku og aldrei hefur þú haft þörf fyrir að vera miðpunktur og láta hlutina snúast um þig en ég veit og finn að margt af því sem þú hafðir fyrir, meðvitað eða ekki, hefur þegar skilað sér til góðs. Takk fyrir allt. Þín Gunnhildur. Mig langar að minnast hans pabba með nokkrum orðum, en hann kvaddi að kvöldi annars dags jóla, hvíldinni feginn. Ólæknandi sjúkdómur, Lewy Body, læddist aftan að honum, ágerðist og endaði með því að öll færni var frá honum tekin. Stæði- legur, hraustur, úrræðagóður og laghentur maður hvarf smám saman. Þessi tími reyndist fjöl- skyldunni erfiður en það voru æðruleysið og húmorinn, eigin- leikar sem einkenndu hann og hann hélt lengst af, sem hugguðu okkur hin. Hugurinn leitar til baka og myndir og minningar lifna. Áhyggjulaus uppvaxtarár í Hrísey, pabbi í kaupfélaginu, pabbi á sjó, pabbi við hefilbekkinn að smíða og dunda. Stundum sló í brýnu á milli okkar á unglingsár- unum. Ég bráðþroska og sjálf- stæð, svolítið ódæl, vildi fara á ball upp á land með vinum. Þó að tekist væri á í rökræðunni og hurðum skellt kom ekki til greina að stúlkan færi á dansleik fimm- tán ára gömul þar sem aldurstak- markið væri sextán ár. Ákveðnum og hörðum í horn að taka varð honum ekki hnikað, en hann lét þau orð falla að þegar ég næði sjálfræðisaldri og ætti pening yrði ég frjáls allra minna ferða. Við það stóð hann enda alla tíð maður orða sinna. Sólvallagatan var byggð, með sólpalli sunnan við hús og fallegum garði. Sólpall- ur þótti þá óþarfa prjál, en hann var fyrstur sinnar tegundar í Eyj- unni. Pabbi fór eigin leiðir. Ég hef ekki tölu á gleðistundunum á snyrtilegri lóðinni og sólpallinum fína. Þar var drukkið kaffi, þar héldum við grillveislur, sleiktum sólina og ræddum heimsmálin. Dásamlegar stundir. Darri liggur við bryggju á Árskógssandi, pabbi er mættur til að ferja okkur Sigga út í Eyju þótt liðið sé á nótt- ina og Hríseyjarferjan löngu hætt að ganga. Hvort heldur siglt var með Darra eða ferjunni til Hrís- eyjar brást aldrei að Gamli Rauð- ur, Fergusoninn hans pabba, biði okkar á bryggjunni ásamt bros- andi bílstjóra. Tilbúinn að flytja ferðalanga og farangur síðasta spölinn heim í Sólvallagötuna. Þessar ferðir urðu óteljandi og pabbi blessaður alltaf jafn viljug- ur og glaður að greiða götu síns fólks. Pabbi, Gamli Rauður og Darri meðan hans naut voru eitt. Í Sólvallagötunni varð til sögnin að bílskúrast. Merkingin breyti- leg eftir því hvað og hver átti í hlut. Pabbi og Siggi náðu vel sam- an. Bílskúrinn var þeirra helga vé. Þar var setið, spjallað og skál- að síðkvöldin löng um leið og lagð- ur var grunnur að sannri vináttu þeirra. Heimsóknir barna- barnanna í bílskúrinn þjónuðu kennslu- og uppeldishlutverki. Þar mátti finna ýmiss konar verk- færi sem börnin lærðu um. Þar var líka smíðað, tálgað og málað, hnífar brýndir, gert að fiski, þurrkaður harðfiskur, þaðan var smáfuglunum gefið og margt fleira. Samverustundirnar í bíl- skúrnum urðu til að styrkja og slípa tengslin á milli afa og afa- barnanna. Í stjórnunarfræðunum er talað um árangursrík sam- skipti. Þannig voru samskiptin í bílskúrnum. Pabbi kunni þá list að lifa lífinu lifandi, „slaggur að njódda og liffa“, ómetanlegur eig- inleiki í erli hvunndagsins sem mig langar að tileinka mér. Elsku pabbi, takk fyrir allt. Siggi biður fyrir kveðju. Þín Hrönn. Ekki leið langur tími frá því að við Gunnhildur byrjuðum saman að ég hitti Ottó og Dísu í Hrísey í fyrsta skipti. Ekki var laust við að „sláninn“ sem Ottó hafði séð á götum Akureyrar með yngstu dóttur sinni kviði því að setjast við morgunverðarborðið í Sólvalla- götunni, en fljótlega fann ég þó að allur ótti var óþarfur því mér var Ottó M. Þorgilsson ✝ Elsa fæddist íVesterlöv í Sví- þjóð 12. febrúar 1920. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eiri í Reykja- vík 26. desember 2017. Foreldrar henn- ar voru Agnes Zet- terström og Gustav Zetterström. Bróð- ir hennar var Elís Zetterström. Elsa giftist Skúla Hansen, f. 15.7. 1921, d. 13.8. 1964. Börn þeirra eru 1) Ann Mari Hansen, f. 29.11. 1946, börn hennar eru a) Skúli Hansen Vil- hjálmsson, f. 1969, börn hans eru Stefán Hansen, f. 25.10. 1986, d. 12.7. 2010, og Þöll Skúladóttir, f. 12.7. 2000, b) María Vilhjálms- dóttir, f. 1970, börn hennar eru 1) Ást- hildur Erlings- dóttir, f. 1989, dótt- ir hennar er Elsa María Jóhanns- dóttir, f. 2017, 2) Ann-Marí Guðna- dóttir, f. 1999, og 3) Guðbjörg Jóna Guðnadóttir, f. 2006. c) Arnar Gustav Vilhjálmsson, f. 1976, börn hans eru Davíð Ernir Arnarson, f. 1999, og Ísak Örn Arnarson, f. 2006. 2) Mariann Setterström Han- sen, f. 25.8. 1957. Útför Elsu fer fram frá Garðakirkju í dag, 4. janúar 2018, og hefst athöfnin klukkan 15. Í dag kveðjum við Elsu, sem við vorum svo heppnar að fá að ferðast með síðustu árin. Elsa var fædd í Vesterlöv í Svíþjóð 12. febr- úar 1920. Ung að aldri flutti fjöl- skyldan til Sala, þar sem Elsa óx úr grasi ásamt yngri bróður. Árið 1943 kynntist hún myndarlegum ungum manni, Skúla Hansen, kaupmannssyni frá Hafnarfirði. Honum hafði með ævintýralegum hætti verið smygl- að sjóleiðis til Svíþjóðar frá Dan- mörku. Skúli var virkur í and- spyrnuhreyfingunni í Kaupmannahöfn á stríðsárunum en þegar fór að hitna undir kol- unum síðla árs 1943 tókst að koma honum og nokkrum öðrum undan. Í stríðslok fór Skúli aftur heim til Íslands, en ástin blómstraði og í ágúst 1945 kom Elsa með Gull- fossi til Íslands og giftist Skúla í kirkjunni í Hafnarfirði 27. október sama ár. Þau fluttu í sumarbústað í grösugri laut í Hafnarfirði og Skúli, sem var hagleikssmiður, byggði við bústaðinn og bætti svo úr varð heilsárshús. Þau eignuð- ust tvær dætur, Ann Mari Han- sen, f. 29.11. 1946, og Mariann Hansen, f. 21.6. 1957. Elsa var dugleg að heimsækja fjölskylduna í Svíþjóð og sigldi ut- an með Gullfossi með stelpurnar á hverju sumri. Í ágúst 1964 þegar þær mæðgur voru í Svíþjóð bárust þeim fréttir um sviplegt andlát Skúla. Eftir að Skúli var fallinn frá stóð Elsa á tímamótum, hún velti fyrir sér hvort hún ætti að flytja aftur til Svíþjóðar eða vera áfram á Íslandi. Á þessum tíma var Mathilde Hansen, tengdamóðir Elsu, orðin heilsulítil og Elsa afréð að vera áfram á Ísland til að sinna tengda- móður sinni. Samhliða því fór hún að vinna við aðhlynningu á Sól- vangi í Hafnarfirði. Mathilde Han- sen lést árið 1969, en þá var fyrsta barnabarn Elsu nýfætt og árið eftir kom það næsta. Elsa hélt því áfram að búa á Íslandi þó að Sví- þjóð stæði hjarta hennar alltaf nærri og henni þótti leitt að geta ekki sinnt foreldrum sínum meira síðustu ár þeirra. Einhvern tímann spurði ég Elsu hvort það hefði ekki verið erfið ákvörðun fyrir hana að rífa sig upp með rótum og elta ástina til Íslands, sem hún vissi lítið sem ekkert um á þeim tíma. Elsa hugs- aði sig aðeins um en svaraði því til að hún hefði verið ung og þegar maður væri ungur væri maður svo vitlaus og hugsaði bara um sjálfan sig og líðandi stund. Á heimili Elsu að Skálabergi í Hafnarfirði (seinna Stekkjarberg 11) bjuggu þrjár kynslóðir undir sama þaki og þar uxu barnabörnin upp. Elsa tók virkan þátt í uppeldi barnabarnanna og seinna barna- barnabarna. Að auki fóstraði Elsa ýmis húsdýr, þó aðallega hunda af ýmsum tegundum. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og fyrir kom að afkom- endum þætti hún helst til of af- skiptasöm. Þegar við minnumst Elsu minnumst við konu sem sárnaði óréttlæti, konu sem var bæði bón- góð og greiðvikin, við minnumst líka matargerðar, saftgerðar og bollubaksturs. Þó að Elsa hafi ver- ið öll þessi ár á Íslandi varð henni íslenskan aldrei töm og hennar tungumál var skandinavísk blanda sem við kölluðum Elsísku. Um leið og við þökkum samvistir við Elsu sendum við fjölskyldunni samúðarkveðjur. Guðlaug María Sigurðar- dóttir, Eik Skorradóttir og Þöll Skúladóttir. Elsa Ingeborg Zetterström Hansen Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar Afi Elli var mjög góður maður. Hann hjálpaði mér oft að setja upp leikfanga- lestarteina. Mér fannst gaman að leika við langafa. Hann var besti langafi í heim- inum. Hrafnar Jökull. Elís Gunnar Þorsteinsson ✝ Elís Gunnar Þorsteinsson fæddist 5.júlí 1929. Hann lést 3. desember 2017. Útför Elísar var gerð 15. desember 2017.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.