Morgunblaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 27
buðum upp á útreiðartúra en urðum að hætta því vegna anna við gist- inguna og veitingareksturinn.“ Hefur þú unnið við hótel- og veit- ingareksturinn frá upphafi? „Já. Ég byrjaði strax að stússa í kringum gistireksturinn og vann við þetta nánast öll sumur með námi. Ég var svo búsettur á Höfðabrekku til 2010 er ég og fjölskylda mín flutt- um á Selfoss. Fjölskyldan er samt mikið hér, einkum á sumrin, en ann- ars ek ég á milli. Voru ekki mikil viðbrigði að hætta hefðbundnum búskap og snúa sér alfarið að hótel- og veitinga- rekstri? „Nei, í rauninni ekki. Þetta þróað- ist svona jafnt og þétt svo við feng- um öll góða aðlögun að þessari breytingu. Hér er nú ekkert skepnuhald lengur að undanskildum hundi og ketti.“ Með hótelstörfunum var Bjögvin jafnframt leiðbeinandi við Víkur- skóla 2003-2004, sat í sveitarstjórn Mýrdalshrepps 2006-2008 og í stjórn Skólaskrifstofu Suðurlands á sama tíma. Björgvin hefur setið í stjórn Golf- klúbbsins í Vík um árabil og er starfandi formaður Félags ferðaþjónustubænda. Helstu áhugamál Björgvins eru golf, körfubolti og ferðalög: „Ég byrjaði að æfa og keppa í körfu á Laugarvatni og lék síðan með ýms- um liðum, s.s. Laugdælum á Laugarvatni, keppti með Þór á Ak- ureyri og Hamri í Hveragerði. Við stofnuðum svo körfuboltadeild í Vík sem heitir Drangur en með þeim keppti ég í fyrstu deild um skeið. Nú leik ég mér með gamlingjum í FSU Legends á Selfossi og hef gaman af. Ég byrjaði að fikta við golf á menntaskólaárunum og hef haft áhuga á því síðan. Að vísu hefur for- gjöfin verið að færast í öfuga átt að undanförnu en það stendur til bóta.“ Fjölskylda Eiginkona Björgvins er Halla Rós Arnarsdóttir, f. 14.5. 1978, fram- kvæmdastjóri hjá Efstadal í Laug- ardal. Foreldrar hennar eru Odd- geir Arnar Jónsson, f. 29.6. 1950, húsasmíðameistari í Njarðvík, og Björg Ingvarsdóttir, f. 21.6. 1958, ferðaþjónustubóndi í Efstadal II, gift Snæbirni Sigurðssyni, f. 3.4. 1955, bónda í Efstadal II. Dætur Björgvins og Höllu Rósar eru: 1) Sandra Lilja Björgvins- dóttir, f. 13.4. 2000, nemi í Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Selfossi; 2) Sólbjörg Lind Björgvinsdóttir, f. 16.7. 2003, nemi á Selfossi, og 3) Selma Lísa Björgvinsdóttir, f. 11.11. 2006, nemi á Selfossi. Bræður Björgvins eru Kristján Jóhannesson, f. 21.2. 1974, verk- stjóri hjá Árborg á Selfossi, og Ingvar Jóhannesson, f. 27.4.1982, vélvirki á Höfðabrekku: Hálfsystir Björgvins, samfeðra, er Guðrún Berglind Jóhannesdóttir, f. 24.9. 1971, hjúkrunarfræðingur í Vík í Mýrdal. Foreldrar Björgvins eru Jóhann- es Kristjánsson f. 1.8. 1952, ferða- þjónustubóndi á Höfðabrekku, og Sólveig Sigurðardóttir, f. 17.6. 1950, ferðaþjónustubóndi á Höfðabrekku. Björgvin Jóhannesson Steinþóra Sigríður Einarsdóttir húsfr. í Hafnarfirði, ættuð af Mýrunum Friðfinnur Guðmundsson frá Hellu í Hafnarfirði Guðbjörg Friðfinnsdóttir húsfr. í Hafnarfirði Sigurður Kr. Arnórsson kirkjugarðsstj. frá Jófríðarstöðum í Hafnarfirði Sólveig Sigurðardóttir ferðaþjónustub. í Höfðabrekku Arnór Þorvarðarson frá Jófríðarstöðum í Hafnarfirði Sólveig Sigurðardóttir frá Ási í Hafnarfirði Guðmundur Júlíusson kaupmaður í Melabúðinni Leifur Jóhannesson fyrrv. forstöðum. Stofnlánadeildar landbúnaðarins Brynja Kristjánsdóttir kennari á Hofi í Öræfum Jón Júlíusson kaupmaður í Nóatúni Sigríður Sigurðardóttir bankastarfsm. í Hafnarfirði SigrúnArnórsdóttir kennari í Hafnarfirði Höskuldur Björnsson verkfr. hjá HAFRÓ Friðfinnur Sigurðsson læknir í Svíþjóð Arnór Sigurðsson kirkjugarðsstj. við Kirkjugarðinn í Hafnarfirði Sigríður Katrín Guðmundsdóttir frá Þorvaldarbúð á Hellissandi Jensína Á. Jóhannsdóttir húsfr. á Hellissandi og í Rvík Jóhann Hjálmarsson skáld Katrín Hjálmarsdóttir fyrrv. húsmæðrakennari í Borgarfirði Jóhann Þórarinsson sjóm. á Hellissandi Júlíus Alexander Þórarinsson frá Saxhóli á Snæfellsnesi, bróðursonur Jóns, langafa Friðriks Ólafssonar stómeistara Bjarkey Magnús- dóttir gestgjafi á Hellissandi Hrefna Júlíusdóttir verslunarstj. frá Sólheimum á Hellissandi Kristján Jóhannesson framkv.stj. í Garðabæ Jóhannes Hallsson b. á Leiti á Skógarströnd Guðrún Hallsdóttir húsfr. á Saurum, í Jónsnesi og í Stykkishólmi, frá Gríshóli, systurdóttir Ingibjargar, ömmu Sigfúsar Daðasonar skálds Jóhannes Guðjónsson b. á Saurum og í Jónsnesi Úr frændgarði Björgvins Jóhannessonar Jóhannes Kristjánsson ferðaþjónustub. í Höfðabrekku ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018 Sigurður Baldursson fæddist íReykjavík 4.1. 1923. For-eldrar hans voru Maren Ragnheiður Friðrika Pétursdóttir, kennari, húsfreyja og umboðsmaður Happdrættis Háskólans, og Baldur Sveinsson, skólastjóri á Ísafirði og síðar ritstjóri Vísis. Baldur var sonur Sveins Víkings Magnússonar, gestgjafa og söðla- smiðs á Húsavík, og Kristjönu Guð- nýjar Sigurðardóttur, en Maren Ragnheiður var dóttir Péturs Krist- inssonar, útvegsbónda í Engey, og k.h., Ragnhildar Ólafsdóttur. Baldur var bróðir Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna Bene- diktssonar eldri forsætisráðherra, Sveins framkvæmdastjóra og Pét- urs, alþm. og sendiherra, en Maren Ragnheiður var systir Guðrúnar kvenréttindafrömuðar, móður þeirra Bjarna, Sveins og Péturs. Meðal systkina Sigurðar voru Ragnheiður Kristjana, húsfreyja og kennari, og Kristinn Magnús lög- fræðingur. Seinni kona Sigurðar var Lilja Bernhöft skrifstofumaður sem lést 2010. Fyrri eiginkona Sigurðar er Anna Gísladóttir kennari og eru syn- ir þeirra Baldur, dósent í íslensku við HÍ, og Gísli, vísindamaður á Árnastofnun. Sigurður ólst upp á Laugavegi 66, varð stúdent frá MR 1942 og lauk embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1948. Hann fékk réttindi sem hér- aðsdómslögmaður árið 1949 og sem hæstaréttarlögmaður 1960. Sigurður var fulltrúi hjá Ragnari Ólafssyni hrl. í Reykjavík 1948-67, er hann stofnaði eigin lögfræðiskrif- stofu í Reykjavík sem hann rak fram yfir sjötugt. Sigurður var ritari læknaráðs 1952-84, endurskoðandi Stúdenta- félags Reykjavíkur, formaður Ís- lenzk-þýzka menningarfélagsins og sat í yfirkjörstjórn Reykjavíkur. Hann var sæmdur gullstjörnu Stúd- entafélags Reykjavíkur og ári síðar gullmerki Liga für Völkerfreund- schaft der DDR. Sigurður lést 28.1. 2005. Merkir Íslendingar Sigurður Baldursson 90 ára Hannes Vigfússon Sigurður Árni Sigurðsson Stefán B. Stefánsson 85 ára Esther Marteinsdóttir Gíslína G. Guðmundsdóttir Jenný Ólöf Valsteinsdóttir 80 ára Andrés Pétur Jónsson Jón Ingi Steindórsson Sigtryggur Björnsson Steinar Geirdal 75 ára Alda Jóhannesdóttir Ásgeir Sigurðsson Ingi I. Guðjónsson Kristín Bernhöft Svana E. Einarsdóttir Unnur Jóhannsdóttir 70 ára Benedikt Gunnarsson Einar S. Guðjónsson Erla Linda Benediktsdóttir Friðrik Ólafur Guðjónsson Svavar Sigurðsson Sæmundur Hrólfsson Þórdís Kristín Pétursdóttir 60 ára Ágústa Gísladóttir Áslaug Sigurþórsdóttir Elsa Pálmey Pálmadóttir Fjóla B. Þorsteinsdóttir Fjóla Egedía Sverrisdóttir Gunnar Jónsson Gunnar Þorláksson Helen Jónsdóttir Helga Gísladóttir Jóna Karitas Ívarsdóttir Ragnheiður S. Helgadóttir Sigurður D. Gunnarsson Steingrímur Guðmundsson 50 ára Arnbjörg Drífa Káradóttir Artur Dominiak Barbara Iwona Formella Berglind Bjarnadóttir Bjarnþór S. Harðarson Dorin Hutuliac-Brai Edda Lovísa Edvardsdóttir Guðjón Grétarsson Guðrún Sigurðardóttir Harpa Eiríksdóttir Jóhanna B. Guðjónsdóttir Karen Anne Björnsson Kolbrún M. Hannesdóttir Luzviminda Velasco Burnot Sigurgeir Guðjónsson Soffía Guðrún Brandsdóttir Stefán Alfreð Stefánsson Steinunn Braga Bragadóttir 40 ára Dariusz Golubiewski Einar Bárður Brynjólfsson Eiríka Benný Magnúsdóttir Grímur Sigurðarson Guðmundur Harðarson Heiðar Lár Halldórsson Heiko Alexander Scheible Hrafnkell Helgi Helgason Jón Baldur Valdimarsson Kristín Á. Ögmundsdóttir Krzysztof Rachubka Leifur G. Sigmundsson Marteinn Björnsson Nikulás Hjaltason Rebekka S. Magnúsdóttir 30 ára Amalía Van Hong Nguyen Anna Rósa Nikulásdóttir Gísli Björn Þráinsson Jóhann Örn Helgason Magda Janicka Margrét Irma Jónsdóttir Vilmar Herbert Baldursson Til hamingju með daginn 30 ára Gunnar ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk BSc-prófi í rafmagns- tæknifræði frá HR og starfar hjá Landsvirkjun. Systkini: Jóhannes Þor- kelsson, f. 1982; Björg Þorkelsdóttir, f. 1985; Nanna Rúnarsdóttir, f. 1989, og Guðrún Rúnars- dóttir, f. 1990. Foreldrar: Magnús Rúnar Magnússon, f. 1956, raf- virki, og Kristín Jóhann- esdóttir, f. 1961, bókari. Gunnar Rúnarsson 40 ára Steina býr í Kópa- vogi, lauk prófi í við- skiptafræði og er verk- efnastjóri hjá Deloitte. Maki: Sorin Lazar, f. 1967, aðstoðarfrkvstjóri hjá Íslandshótelum. Börn: Victoría, f. 2001; Finnur Alexander, f. 2005; Haraldur Aron, f. 2009, og Davíð Máni, f. 2015. Foreldrar: Jóhanna S. Björnsdóttir, f. 1952, og Finnur Þór Friðriksson, f. 1951. Steina M. Lazar Finnsdóttir 40 ára Páll Axel býr í Grindavík, starfar hjá ISAVIA og er þekkt körfu- boltakempa. Maki: Margrét Birna Valdimarsdóttir, f. 1985, við farþegaþjónustu IGS. Börn: Gísli Matthías Eyj- ólfsson, f. 2007 (stjúp- sonur), Ásdís Vala Páls- dóttir, f. 2012, og Páll Valdimar Pálsson, f. 2014. Foreldrar: Margrét Páls- dóttir, f. 1954, og Vilberg M. Ármannsson, f. 1952. Páll Axel Vilbergsson Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14 GOTT ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM Verið velkomin til okkar í sjónmælingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.